Félagsmálaráðherrann, vinnumarkaðsráðherrann og lífeyrissjóðirnir Guðbrandur Einarsson skrifar 19. apríl 2023 14:31 Lífeyrissjóðir landsins hafa margþættu hlutverki að gegna. Stærstu útgjaldaliðir þeirra eru greiðsla eftirlauna og örorkubóta en skuldbinding þeirra til greiðslu ákveðinna liða getur verið misjöfn. Þannig þurfa margir lífeyrissjóðanna að greiða talsverðar upphæðir í örorkubætur umfram aðra sjóði. Er örorkubyrðin hvað mest hjá lífeyrissjóðum fólks sem vinnur líkamlega erfiða vinnu. Það hefur auðvitað mikil áhrif á möguleika þeirra lífeyrissjóða sem hafa hæstu örorkubyrðina til þess að greiða sínum sjóðsfélögunum eftirlaun til jafns við aðra sjóði. Kjarasamningar 2005 Stéttarfélögin gerðu sér auðvitað grein fyrir þessari skekkju sem var til staðar og þess vegna var farið fram á það við ríkið að örorkubyrði sjóðanna yrði jöfnuð. Á það var fallist og við kjarasamningsgerð var samið um að framlag til jöfnunar á örorkubyrði sjóðanna yrði 0,25% af tryggingargjaldi. Hún kom til framkvæmda í þremur skrefum, þ.e. 0,15% árið 2007, 0,20% 2008 og 0,25% frá árinu 2009. Á móti gáfu stéttarfélögin eftir hluta af kröfu sinni um launahækkanir. Þessu framlagi hefur síðan verið ráðstafað til jöfnunar örorkubyrði milli sjóðanna þannig að sjóðirnir ættu að vera sem næst jafnsettir þegar kemur að greiðslu eftirlauna. Heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins Unnið hefur verið að heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins og boðar félagsmálaráðherra frumvarp þar að lútandi strax í haust. Samkvæmt væntanlegu frumvarpi á nýtt örorkulífeyriskerfi að taka gildi 1. janúar 2025. Eftir þessari endurskoðun hefur verið beðið lengi og það hlýtur að vera fagnaðarefni að þessar breytingar líti nú dagsins ljós. Eða hvað? Fjármögnun breytinga á kostnað jöfnunar örorkubyrði Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur verið lögð fram á þinginu og er nú til umræðu. Áætlunin er yfirgripsmikið plagg og á köflum er erfitt að ná utan um allt það sem þar er að finna en plaggið geymir vel á sjötta hundrað blaðsíður. Oft er það þannig að breytingar á einu málefnasviði geta haft áhrif á öðru og því er mikilvægt að lesa þetta vel. Á blaðsíðu 357, þar sem fjallað er um örorku og málefni fatlaðs fólks, er eftirfarandi texta að finna: „Gert er ráð fyrir 16,3 ma.kr. auknum framlögum á tímabili áætlunarinnar vegna heildarendurskoðunar örorkulífeyriskerfisins. Þá er gert ráð fyrir að framlag til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóðanna verði endurskoðað og það svigrúm sem skapast verði nýtt til að styðja við áformaðar breytingar.“ Ég fæ ekki annað séð en að með þessu eigi að færa til það fjármagn sem í dag er nýtt til þess að jafna örorkubyrði lífeyrissjóðanna og verja því í staðinn til þess að endurskoða greiðslur almannatryggingakerfisins til örorkubóta. Félagsmálaráðherra hefur nú staðfest við mig á þinginu að sú ályktun mín sé rétt. Það á sem sagt að færa til fjármuni úr einum vasanum í annan eins og svo oft áður. Hvað segja stéttarfélögin við þessu? Ég er alveg handviss um að ekkert samráð hefur verið haft við aðila vinnumarkaðarins eða lífeyrissjóðina vegna þessara fyrirætlana félagsmálaráðherra. Það verður athyglisvert að heyra viðbrögð þeirra við áformum ráðherra um niðurfellingu réttinda sem hafa verið til staðar allt frá árinu 2005. Réttinda sem tryggja það fyrst og fremst að fólk í líkamlega erfiðri vinnu búi ekki við lakari kjör á eftirlaunaaldri en aðrir. Og hvað skyldi vinnumarkaðsráðherrann segja? Þá verður einnig athyglisvert að fá að heyra skoðanir vinnumarkaðsráðherra, sem á að gæta að réttindum á vinnumarkaði, um þessa ráðagerð félagsmálaráðherra. Sér í lagi þar sem um einn og sama manninn er um að ræða. Finnst honum kannski bara allt í lagi að mikilvæg réttindi á vinnumarkað séu bara felld niður með einu pennastriki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Lífeyrissjóðir Kjaramál Eldri borgarar Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðir landsins hafa margþættu hlutverki að gegna. Stærstu útgjaldaliðir þeirra eru greiðsla eftirlauna og örorkubóta en skuldbinding þeirra til greiðslu ákveðinna liða getur verið misjöfn. Þannig þurfa margir lífeyrissjóðanna að greiða talsverðar upphæðir í örorkubætur umfram aðra sjóði. Er örorkubyrðin hvað mest hjá lífeyrissjóðum fólks sem vinnur líkamlega erfiða vinnu. Það hefur auðvitað mikil áhrif á möguleika þeirra lífeyrissjóða sem hafa hæstu örorkubyrðina til þess að greiða sínum sjóðsfélögunum eftirlaun til jafns við aðra sjóði. Kjarasamningar 2005 Stéttarfélögin gerðu sér auðvitað grein fyrir þessari skekkju sem var til staðar og þess vegna var farið fram á það við ríkið að örorkubyrði sjóðanna yrði jöfnuð. Á það var fallist og við kjarasamningsgerð var samið um að framlag til jöfnunar á örorkubyrði sjóðanna yrði 0,25% af tryggingargjaldi. Hún kom til framkvæmda í þremur skrefum, þ.e. 0,15% árið 2007, 0,20% 2008 og 0,25% frá árinu 2009. Á móti gáfu stéttarfélögin eftir hluta af kröfu sinni um launahækkanir. Þessu framlagi hefur síðan verið ráðstafað til jöfnunar örorkubyrði milli sjóðanna þannig að sjóðirnir ættu að vera sem næst jafnsettir þegar kemur að greiðslu eftirlauna. Heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins Unnið hefur verið að heildarendurskoðun örorkulífeyriskerfisins og boðar félagsmálaráðherra frumvarp þar að lútandi strax í haust. Samkvæmt væntanlegu frumvarpi á nýtt örorkulífeyriskerfi að taka gildi 1. janúar 2025. Eftir þessari endurskoðun hefur verið beðið lengi og það hlýtur að vera fagnaðarefni að þessar breytingar líti nú dagsins ljós. Eða hvað? Fjármögnun breytinga á kostnað jöfnunar örorkubyrði Fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 hefur verið lögð fram á þinginu og er nú til umræðu. Áætlunin er yfirgripsmikið plagg og á köflum er erfitt að ná utan um allt það sem þar er að finna en plaggið geymir vel á sjötta hundrað blaðsíður. Oft er það þannig að breytingar á einu málefnasviði geta haft áhrif á öðru og því er mikilvægt að lesa þetta vel. Á blaðsíðu 357, þar sem fjallað er um örorku og málefni fatlaðs fólks, er eftirfarandi texta að finna: „Gert er ráð fyrir 16,3 ma.kr. auknum framlögum á tímabili áætlunarinnar vegna heildarendurskoðunar örorkulífeyriskerfisins. Þá er gert ráð fyrir að framlag til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóðanna verði endurskoðað og það svigrúm sem skapast verði nýtt til að styðja við áformaðar breytingar.“ Ég fæ ekki annað séð en að með þessu eigi að færa til það fjármagn sem í dag er nýtt til þess að jafna örorkubyrði lífeyrissjóðanna og verja því í staðinn til þess að endurskoða greiðslur almannatryggingakerfisins til örorkubóta. Félagsmálaráðherra hefur nú staðfest við mig á þinginu að sú ályktun mín sé rétt. Það á sem sagt að færa til fjármuni úr einum vasanum í annan eins og svo oft áður. Hvað segja stéttarfélögin við þessu? Ég er alveg handviss um að ekkert samráð hefur verið haft við aðila vinnumarkaðarins eða lífeyrissjóðina vegna þessara fyrirætlana félagsmálaráðherra. Það verður athyglisvert að heyra viðbrögð þeirra við áformum ráðherra um niðurfellingu réttinda sem hafa verið til staðar allt frá árinu 2005. Réttinda sem tryggja það fyrst og fremst að fólk í líkamlega erfiðri vinnu búi ekki við lakari kjör á eftirlaunaaldri en aðrir. Og hvað skyldi vinnumarkaðsráðherrann segja? Þá verður einnig athyglisvert að fá að heyra skoðanir vinnumarkaðsráðherra, sem á að gæta að réttindum á vinnumarkaði, um þessa ráðagerð félagsmálaráðherra. Sér í lagi þar sem um einn og sama manninn er um að ræða. Finnst honum kannski bara allt í lagi að mikilvæg réttindi á vinnumarkað séu bara felld niður með einu pennastriki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun