Þjóðinni muni þykja mjög vænt um nafnið Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. apríl 2023 12:00 Hús íslenskunnar verður vígt í dag, eftir langan aðdraganda. Vísir/vilhelm Hús íslenskunnar verður vígt í dag og nafn þess, sem mikil leynd hvílir yfir, opinberað. Menningarráðherra segir daginn marka tímamót fyrir íslenska tungu. Þá séu fleiri handrit á heimleið frá Danmörku sem sýnd verða í húsinu strax á næsta ári. Bygging Húss íslenskunnar við Suðurgötu í Reykjavík á sér afar langan aðdraganda; fyrstu hugmyndir komu fram árið 2005 en verkefnið sett á bið í efnahagshruninu. Lóðin undir húsið stóð því óhreyfð um árabil og var uppnefnd „hola íslenskra fræða“. Sannarlega réttnefni á þeim tímapunkti. En nú er húsið risið og klukkan hálf fimm síðdegis verður það loksins vígt. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra er himinlifandi með þennan langþráða áfanga. „Ég legg mikla áherslu á að húsið sé opið og aðgengilegt fólkinu í landinu. Loksins geta Íslendingar skoðað handritin sín,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra fyrir framan holu íslenskra fræða árið 2019, þegar framkvæmdir hófust á ný eftir hlé.Vísir/vilhelm Í húsinu verður starfsemi Árnastofnunar og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verða áðurnefnd handrit einnig varðveitt og önnur frumgögn um íslenska menningu. Og Lilja boðar viðbót við sagnaarfinn. „Það mun fara mjög vel um handritin. Ég lagði nú ýmislegt á okkur til að fá fleiri handrit inn í húsið. Og það er mjög ánægjulegt að greina frá því að vegna þess erum við að fara í aukið samstarf við dönsk yfirvöld og við munum fá fleiri handrit inn í húsið og þau verða til sýnis árið 2024 þegar við opnum grunnsýninguna,“ segir Lilja. Efnt var til samkeppni um nafn á hinu nýja húsi íslenskunnar. Á fjórða þúsund tillögur bárust - og nafnið sem varð fyrir valinu verður tilkynnt við vígsluna í dag. „Mér fannst alveg frábært að fá alla þessa þátttöku og það voru margir sem höfðu skoðun á því hvert ætti að vera nafn hússins. Og ég er býsna sannfærð um að þjóðinni eigi eftir að þykja mjög vænt um þetta nafn.“ Íslensk fræði Íslensk tunga Menning Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20 Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag. 21. apríl 2021 17:07 Sjáðu Hús íslenskunnar taka á sig mynd Framkvæmdir við Hús íslenskunnar hafa gengið vel það sem af er ári, þrátt fyrir afleitt vetrarveður og heimsfaraldur kórónuveiru. 5. maí 2020 18:57 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Bygging Húss íslenskunnar við Suðurgötu í Reykjavík á sér afar langan aðdraganda; fyrstu hugmyndir komu fram árið 2005 en verkefnið sett á bið í efnahagshruninu. Lóðin undir húsið stóð því óhreyfð um árabil og var uppnefnd „hola íslenskra fræða“. Sannarlega réttnefni á þeim tímapunkti. En nú er húsið risið og klukkan hálf fimm síðdegis verður það loksins vígt. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra er himinlifandi með þennan langþráða áfanga. „Ég legg mikla áherslu á að húsið sé opið og aðgengilegt fólkinu í landinu. Loksins geta Íslendingar skoðað handritin sín,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra fyrir framan holu íslenskra fræða árið 2019, þegar framkvæmdir hófust á ný eftir hlé.Vísir/vilhelm Í húsinu verður starfsemi Árnastofnunar og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verða áðurnefnd handrit einnig varðveitt og önnur frumgögn um íslenska menningu. Og Lilja boðar viðbót við sagnaarfinn. „Það mun fara mjög vel um handritin. Ég lagði nú ýmislegt á okkur til að fá fleiri handrit inn í húsið. Og það er mjög ánægjulegt að greina frá því að vegna þess erum við að fara í aukið samstarf við dönsk yfirvöld og við munum fá fleiri handrit inn í húsið og þau verða til sýnis árið 2024 þegar við opnum grunnsýninguna,“ segir Lilja. Efnt var til samkeppni um nafn á hinu nýja húsi íslenskunnar. Á fjórða þúsund tillögur bárust - og nafnið sem varð fyrir valinu verður tilkynnt við vígsluna í dag. „Mér fannst alveg frábært að fá alla þessa þátttöku og það voru margir sem höfðu skoðun á því hvert ætti að vera nafn hússins. Og ég er býsna sannfærð um að þjóðinni eigi eftir að þykja mjög vænt um þetta nafn.“
Íslensk fræði Íslensk tunga Menning Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20 Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag. 21. apríl 2021 17:07 Sjáðu Hús íslenskunnar taka á sig mynd Framkvæmdir við Hús íslenskunnar hafa gengið vel það sem af er ári, þrátt fyrir afleitt vetrarveður og heimsfaraldur kórónuveiru. 5. maí 2020 18:57 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20
Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag. 21. apríl 2021 17:07
Sjáðu Hús íslenskunnar taka á sig mynd Framkvæmdir við Hús íslenskunnar hafa gengið vel það sem af er ári, þrátt fyrir afleitt vetrarveður og heimsfaraldur kórónuveiru. 5. maí 2020 18:57