Hamarinn spyr ekki um stétt, stöðu eða kennitölu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 20. apríl 2023 08:00 Margrét segir nauðsynlegt að grípa ungmennin sem fyrst, sérstaklega þau sem komi fylgdarlaus. Börn af erlendum uppruna geta átt erfitt með að finna sig í skipulögðu tómstundastarfi og sérstaklega ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Í Hafnarfirði er starfrækt ungmennahús sem spyr ekki um stétt né stöðu, eða kennitölu. Samkvæmt gögnum frá starfshópi sem skilaði af sér niðurstöðum árið 2021 er lang minnst virkni í skipulögðu félagsstarfi frá aldrinum 16-18 ára. Það þarf ekki að koma mikið á óvart. Það er á þessu aldursbili sem ungmenni fara í framhaldsskóla og félagslífið þar tekur oft yfir. Það er einmitt aldurinn sem Hamarinn þjónustar en Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ segir mjög fjölbreyttan hóp sækja húsið. „Við erum bara með alla flóruna myndi ég segja, frá morgni til kvölds. En kannski í ljósi aðstæðna þá er að koma til okkar mikið af krökkum sem eru að bíða eftir því að fá úrlausn sinna mála varðandi kennitölur og fleira.“ Það er samt ekkert endilega auðvelt að ná til unga fólksins, þau eru ekki á sömu samfélagsmiðlum og fullorðnir og eiga kannski erfiðara með að finna út úr því hvar svona starf er að finna. „Við erum virk á samfélagsmiðlum, sérstaklega instagram, því krakkarnir eru hættir á facebook. En við erum líka í samstarfi við Red cross youth club. Þau koma hérna og eru með skipulögð kvöld tvisvar í mánuði. Þannig oftar kynnast krakkarnir Hamrinum og halda áfram að koma.“ Þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi hrynur eftir að grunnskólagöngu lýkur. Kassim kemur frá Venesúela en foreldrar hans eru upprunalega frá Líbanon, hann hefur verið duglegur að sækja Hamarinn heim, en hvernig frétti hann af húsinu? „Ég eignaðist vini á hótelinu og þeir fóru með mig hingað. Ég hef eignast marga vini hér. Þetta er góður staður.“ „Ég spila biljarð og hitti mikið af fólki. Þegar ég kom í fyrsta skiptið þá voru þrjátíu strákar hérna. Helmingurinn af öllum vinum mínum kemur í Hamarinn.“ Biljarð er vinsæl afþreying í ungmennahúsinu. Vísir/Bjarni Ísak Thomas stundar líka ungmennahúsið, hann heldur að það sé hægt að ná til ungmenna sem tala ekki íslensku. En hvernig heyrir ungt fólk af erlendum uppruna af húsinu? „Mér finnst ólíklegt að það hafi verið í gegnum foreldra, þar sem að mjög lítið af auglýsingunum sem ég hef sé hafa verið að ná almennilega til foreldra. Ég held að þau hafi sjálf séð auglýsingar um Hamarinn og orðið forvitinn eða heyrt frá vinum eða álíka. Það er mun líklegra.“ „Það er klárlega ekki nógu mikið gert til þess að koma fólki af erlendum uppruna inn í tómstundastarf. Það er mjög takmarkað úrval af tómstundastarfi á ensku eða öðrum tungumálum.“ Margrét segir að við verðum að grípa utan um ungt fólk á flótta. „Síðan má heldur ekki gleyma því að mikið af þessum krökkum eru að koma hingað ein. Við verðum að kippa þeim inn. Strax.“ Hafnarfjörður Félagsmál Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Samkvæmt gögnum frá starfshópi sem skilaði af sér niðurstöðum árið 2021 er lang minnst virkni í skipulögðu félagsstarfi frá aldrinum 16-18 ára. Það þarf ekki að koma mikið á óvart. Það er á þessu aldursbili sem ungmenni fara í framhaldsskóla og félagslífið þar tekur oft yfir. Það er einmitt aldurinn sem Hamarinn þjónustar en Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ segir mjög fjölbreyttan hóp sækja húsið. „Við erum bara með alla flóruna myndi ég segja, frá morgni til kvölds. En kannski í ljósi aðstæðna þá er að koma til okkar mikið af krökkum sem eru að bíða eftir því að fá úrlausn sinna mála varðandi kennitölur og fleira.“ Það er samt ekkert endilega auðvelt að ná til unga fólksins, þau eru ekki á sömu samfélagsmiðlum og fullorðnir og eiga kannski erfiðara með að finna út úr því hvar svona starf er að finna. „Við erum virk á samfélagsmiðlum, sérstaklega instagram, því krakkarnir eru hættir á facebook. En við erum líka í samstarfi við Red cross youth club. Þau koma hérna og eru með skipulögð kvöld tvisvar í mánuði. Þannig oftar kynnast krakkarnir Hamrinum og halda áfram að koma.“ Þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi hrynur eftir að grunnskólagöngu lýkur. Kassim kemur frá Venesúela en foreldrar hans eru upprunalega frá Líbanon, hann hefur verið duglegur að sækja Hamarinn heim, en hvernig frétti hann af húsinu? „Ég eignaðist vini á hótelinu og þeir fóru með mig hingað. Ég hef eignast marga vini hér. Þetta er góður staður.“ „Ég spila biljarð og hitti mikið af fólki. Þegar ég kom í fyrsta skiptið þá voru þrjátíu strákar hérna. Helmingurinn af öllum vinum mínum kemur í Hamarinn.“ Biljarð er vinsæl afþreying í ungmennahúsinu. Vísir/Bjarni Ísak Thomas stundar líka ungmennahúsið, hann heldur að það sé hægt að ná til ungmenna sem tala ekki íslensku. En hvernig heyrir ungt fólk af erlendum uppruna af húsinu? „Mér finnst ólíklegt að það hafi verið í gegnum foreldra, þar sem að mjög lítið af auglýsingunum sem ég hef sé hafa verið að ná almennilega til foreldra. Ég held að þau hafi sjálf séð auglýsingar um Hamarinn og orðið forvitinn eða heyrt frá vinum eða álíka. Það er mun líklegra.“ „Það er klárlega ekki nógu mikið gert til þess að koma fólki af erlendum uppruna inn í tómstundastarf. Það er mjög takmarkað úrval af tómstundastarfi á ensku eða öðrum tungumálum.“ Margrét segir að við verðum að grípa utan um ungt fólk á flótta. „Síðan má heldur ekki gleyma því að mikið af þessum krökkum eru að koma hingað ein. Við verðum að kippa þeim inn. Strax.“
Hafnarfjörður Félagsmál Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira