Meira en heildartekjur ríkissjóðs Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. apríl 2023 11:30 Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða króna á síðasta ári. Í byrjun 2021 voru tryggðar innistæður hins vegar um 1.000 milljarðar. Tryggðar innistæður á Íslandi hafa þannig aukizt um í kringum 100 milljarða króna á ári á undanförnum árum. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum. Hérlend stjórnvöld hafa lagt áherzlu á mikilvægi þess að Ísland fái undanþágu frá ákvæðum tilskipunarinnar um ríkisábyrgð en um leið viðurkennt að ólíklegt sé að slík undanþága verði veitt. Til samanburðar voru heildartekjur ríkissjóðs á síðasta ári rúmir 1.142 milljarðar króna eða hátt í 86 milljörðum minni en tryggðar innistæður um síðustu áramót. Tryggðar innistæður miðast við 100 þúsund evra hámark, eða um 15 milljónir króna, samkvæmt gildandi lögum hér á landi en í tilskipun Evrópusambandsins segir að miða skuli við 100 þúsund evrur að lágmarki og hærri upphæðir í ákveðnum tilfellum. Ríkisábyrgð ljóslega fyrir að fara Með hliðsjón af efni tilskipunar Evrópusambandsins um innistæðutryggingar er ljóst að um ríkisábyrgð er að ræða. Það er að auki skilningur sambandsins. Þannig segir í 10. grein hennar að ríki skuli sjá til þess að innistæðutryggingasjóðir séu í stakk búnir til þess að standa við skuldbindingar sínar og tryggja enn fremur aðgengi þeirra að skammtímafjármögnun til þess að mæta kröfum á hendur þeim. Málið varðar þannig kjarna Icesave-málsins sem eins og kunnugt er snerist fyrst og fremst um það hvort íslenzk ríkisábyrgð væri á innistæðum Icesave-netbankans, sem rekinn var í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt þágildandi tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Svo fór að lokum að EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í lok janúar 2013 að henni hefði ekki verið fyrir að fara. Tekið var fram í eldri tilskipuninni að óheimilt væri að veita innistæðutryggingasjóðum opinberan stuðning. Hugsunin var sú að bankar á Evrópska efnahagssvæðinu stæðu jafnfætis í þessum efnum óháð því hvar höfuðstöðvar þeirra væru staðsettar. Með öðrum orðum er þessu algerlega snúið á haus í nýrri tilskipuninni. Þá má geta þess að samkvæmt eldri tilskipuninni var tryggingin 20 þúsund evrur. Viðbrögð ESB við Icesave-deilunni Markmiðið með nýrri tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar er ljóslega ekki sízt að bregðast við Icesave-málinu og dómi EFTA-dómstólsins. Hafa má í huga í því sambandi að Evrópusambandið stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir dómstólnum og tók þannig formlega afstöðu gegn landinu. Með tilskipuninni er afstaða sambandsins í málinu, að ríkisábyrgð sé á innistæðum, niður negld lagalega. Tilskipun Evrópusambandsins hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn sem fyrr segir en viðbúið er að þess verði krafizt fyrr en síðar. Haustið 2019 sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, á Alþingi að yrði tilskipunin innleidd með ríkisábyrgð myndi Ísland tapa Icesave-málum framtíðarinnar. Réttara er að slíkt mál muni væntanlega ekki koma upp enda ríkisábyrgð þá staðreynd. Fleiri hafa séð ástæðu til þess að vara við umræddri tilskipun Evrópusambandsins. Þar á meðal Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi fulltrúi í málflutningsteymi Íslands sem rak og flutti Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólnum, sem varaði við því fyrr á þessu ári að um væri að ræða hættulega löggjöf fyrir hagsmuni Íslands. Full ástæða er til þess að taka undir þau varnaðarorð hans. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða króna á síðasta ári. Í byrjun 2021 voru tryggðar innistæður hins vegar um 1.000 milljarðar. Tryggðar innistæður á Íslandi hafa þannig aukizt um í kringum 100 milljarða króna á ári á undanförnum árum. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum. Hérlend stjórnvöld hafa lagt áherzlu á mikilvægi þess að Ísland fái undanþágu frá ákvæðum tilskipunarinnar um ríkisábyrgð en um leið viðurkennt að ólíklegt sé að slík undanþága verði veitt. Til samanburðar voru heildartekjur ríkissjóðs á síðasta ári rúmir 1.142 milljarðar króna eða hátt í 86 milljörðum minni en tryggðar innistæður um síðustu áramót. Tryggðar innistæður miðast við 100 þúsund evra hámark, eða um 15 milljónir króna, samkvæmt gildandi lögum hér á landi en í tilskipun Evrópusambandsins segir að miða skuli við 100 þúsund evrur að lágmarki og hærri upphæðir í ákveðnum tilfellum. Ríkisábyrgð ljóslega fyrir að fara Með hliðsjón af efni tilskipunar Evrópusambandsins um innistæðutryggingar er ljóst að um ríkisábyrgð er að ræða. Það er að auki skilningur sambandsins. Þannig segir í 10. grein hennar að ríki skuli sjá til þess að innistæðutryggingasjóðir séu í stakk búnir til þess að standa við skuldbindingar sínar og tryggja enn fremur aðgengi þeirra að skammtímafjármögnun til þess að mæta kröfum á hendur þeim. Málið varðar þannig kjarna Icesave-málsins sem eins og kunnugt er snerist fyrst og fremst um það hvort íslenzk ríkisábyrgð væri á innistæðum Icesave-netbankans, sem rekinn var í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt þágildandi tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Svo fór að lokum að EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í lok janúar 2013 að henni hefði ekki verið fyrir að fara. Tekið var fram í eldri tilskipuninni að óheimilt væri að veita innistæðutryggingasjóðum opinberan stuðning. Hugsunin var sú að bankar á Evrópska efnahagssvæðinu stæðu jafnfætis í þessum efnum óháð því hvar höfuðstöðvar þeirra væru staðsettar. Með öðrum orðum er þessu algerlega snúið á haus í nýrri tilskipuninni. Þá má geta þess að samkvæmt eldri tilskipuninni var tryggingin 20 þúsund evrur. Viðbrögð ESB við Icesave-deilunni Markmiðið með nýrri tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar er ljóslega ekki sízt að bregðast við Icesave-málinu og dómi EFTA-dómstólsins. Hafa má í huga í því sambandi að Evrópusambandið stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir dómstólnum og tók þannig formlega afstöðu gegn landinu. Með tilskipuninni er afstaða sambandsins í málinu, að ríkisábyrgð sé á innistæðum, niður negld lagalega. Tilskipun Evrópusambandsins hefur ekki enn verið tekin upp í EES-samninginn sem fyrr segir en viðbúið er að þess verði krafizt fyrr en síðar. Haustið 2019 sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, á Alþingi að yrði tilskipunin innleidd með ríkisábyrgð myndi Ísland tapa Icesave-málum framtíðarinnar. Réttara er að slíkt mál muni væntanlega ekki koma upp enda ríkisábyrgð þá staðreynd. Fleiri hafa séð ástæðu til þess að vara við umræddri tilskipun Evrópusambandsins. Þar á meðal Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi fulltrúi í málflutningsteymi Íslands sem rak og flutti Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólnum, sem varaði við því fyrr á þessu ári að um væri að ræða hættulega löggjöf fyrir hagsmuni Íslands. Full ástæða er til þess að taka undir þau varnaðarorð hans. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar