Þjóðverjar deila um lokun síðustu kjarnorkuveranna Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2023 20:00 Lengi hefur staðið til að loka kjarnorkuverum Þýskalands en margir eru ósammála því. AP/Lars Klemmer Þjóðverjar slökktu í gær á þremur síðustu kjarnorkuverunum í landinu. Lokun orkuveranna hafði verið frestað um nokkra mánuði vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem leiddi til þess að Þjóðverjar hættu að kaupa jarðeldsneyti frá Rússlandi og að orkuverð hækkaði töluvert í landinu, eins og víða annarsstaðar í Evrópu. Þýska þjóðin skiptist í fylkingar um það hvað hvort ákvörðunin hafi verið röng eða ekki. Umhverfissinnar og vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hafa margir fagnað því að orkuverunum hafi lokað en íhaldssamir stjórnmálamenn og forkólfar atvinnulífsins hafa samkvæmt frétt DW verið gagnrýnir á ákvörðunina og segja hana ógna orkuöryggi Þýskalands. Sérfræðingar segja líklegt að Þjóðverjar muni þurfa að fylla upp í holuna sem lokun orkuveranna skilur á orkukerfi landsins með því að brenna kol, gas og olíu. Orkuverin höfðu verið starfrækt í sex áratugi. Yfirvöld í Þýskalandi segja að það myndi kosta gífurlega fjárfestingu að halda kjarnorkuverunum þremur áfram í gangi, þar sem þau séu orðin mjög gömul. Betra sé að nota þá peninga í fjárfestingar í endurnýjanlegri orku, samkvæmt frétt BBC. Christian Lindner, fjármálaráðherra og leiðtogi FDP, sagði í gær að endurnýjanlegir orkugjafar væru framtíðin, en ef hann hefði haft eitthvað um málið að segja hefði rekstri kjarnorkuveranna verið haldið áfram um tíma, til vonar og vara. Óttast er að orkuverð muni hækka á nýjan leik. Þjóðverjar fá um 44 prósent allrar orku í landinu frá endurnýjanlegum orkulindum og bindur ríkisstjórnin vonir við að það hlutfall geti verið komið upp í áttatíu prósent fyrir árið 2030. Lög hafa verið sett sem gera auðveldara að byggja sólar- og vindorkuver. Áhugasamir geta séð ítarlega sjónvarpsfrétt DW á ensku um kjarnorkuverin frá því í gær. Þar er meðal annars rætt við almenning í Þýskalandi og farið yfir hvað hvor hliðin hefur um málið að segja. Óttast slys Í frétt DW segir að að hluta til megi rekja lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi til slyssins í Fukushima í Japan árið 2011 og slyssins í Tsjernobyl árið 1986. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hafi á sínum tíma samþykkt að loka orkuverunum í Þýskalandi. Í öðrum ríkjum eins og í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kína og Frakklandi eru vonir bundnar við að kjarnorkuver geti leyst jarðeldsneyti af hólmi. Í Japan hafi til að mynda verið ákveðið í fyrra að hætta við að loka kjarnorkuverunum þar. Stærsta kjarnorkuver Evrópu tekið í notkun Þá tóku Finnar í dag í notkun stærsta kjarnorkuver Evrópu. Eftir átján mánaða smíði, sem stóð mun lengur yfir en átti að gera upprunalega, var kveikt á einum af þremur kjarnakljúfum í orkuverinu í Olkilutoto í dag. Samkvæmt frétt finnska ríkisútvarpsins YLE, átti framkvæmdum upprunalega að ljúka árið 2009. YLE segir að fyrsti kjarnakljúfurinn sjái Finnum fyrir um fjórtán prósentum af raforkuframleiðslu þeirra. Þegar hinir tveir kjarnakljúfar orkuversins verða einnig teknir í notkun mun orkuverið framleiða um þrjátíu prósent af orku Finnlands. Samkvæmt áætlunum á að starfrækja orkuverið í minnst sextíu ár og er mögulegt að fjórða kjarnakljúfnum verði bætt við. Þýskaland Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Umhverfismál Finnland Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Þýska þjóðin skiptist í fylkingar um það hvað hvort ákvörðunin hafi verið röng eða ekki. Umhverfissinnar og vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hafa margir fagnað því að orkuverunum hafi lokað en íhaldssamir stjórnmálamenn og forkólfar atvinnulífsins hafa samkvæmt frétt DW verið gagnrýnir á ákvörðunina og segja hana ógna orkuöryggi Þýskalands. Sérfræðingar segja líklegt að Þjóðverjar muni þurfa að fylla upp í holuna sem lokun orkuveranna skilur á orkukerfi landsins með því að brenna kol, gas og olíu. Orkuverin höfðu verið starfrækt í sex áratugi. Yfirvöld í Þýskalandi segja að það myndi kosta gífurlega fjárfestingu að halda kjarnorkuverunum þremur áfram í gangi, þar sem þau séu orðin mjög gömul. Betra sé að nota þá peninga í fjárfestingar í endurnýjanlegri orku, samkvæmt frétt BBC. Christian Lindner, fjármálaráðherra og leiðtogi FDP, sagði í gær að endurnýjanlegir orkugjafar væru framtíðin, en ef hann hefði haft eitthvað um málið að segja hefði rekstri kjarnorkuveranna verið haldið áfram um tíma, til vonar og vara. Óttast er að orkuverð muni hækka á nýjan leik. Þjóðverjar fá um 44 prósent allrar orku í landinu frá endurnýjanlegum orkulindum og bindur ríkisstjórnin vonir við að það hlutfall geti verið komið upp í áttatíu prósent fyrir árið 2030. Lög hafa verið sett sem gera auðveldara að byggja sólar- og vindorkuver. Áhugasamir geta séð ítarlega sjónvarpsfrétt DW á ensku um kjarnorkuverin frá því í gær. Þar er meðal annars rætt við almenning í Þýskalandi og farið yfir hvað hvor hliðin hefur um málið að segja. Óttast slys Í frétt DW segir að að hluta til megi rekja lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi til slyssins í Fukushima í Japan árið 2011 og slyssins í Tsjernobyl árið 1986. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hafi á sínum tíma samþykkt að loka orkuverunum í Þýskalandi. Í öðrum ríkjum eins og í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kína og Frakklandi eru vonir bundnar við að kjarnorkuver geti leyst jarðeldsneyti af hólmi. Í Japan hafi til að mynda verið ákveðið í fyrra að hætta við að loka kjarnorkuverunum þar. Stærsta kjarnorkuver Evrópu tekið í notkun Þá tóku Finnar í dag í notkun stærsta kjarnorkuver Evrópu. Eftir átján mánaða smíði, sem stóð mun lengur yfir en átti að gera upprunalega, var kveikt á einum af þremur kjarnakljúfum í orkuverinu í Olkilutoto í dag. Samkvæmt frétt finnska ríkisútvarpsins YLE, átti framkvæmdum upprunalega að ljúka árið 2009. YLE segir að fyrsti kjarnakljúfurinn sjái Finnum fyrir um fjórtán prósentum af raforkuframleiðslu þeirra. Þegar hinir tveir kjarnakljúfar orkuversins verða einnig teknir í notkun mun orkuverið framleiða um þrjátíu prósent af orku Finnlands. Samkvæmt áætlunum á að starfrækja orkuverið í minnst sextíu ár og er mögulegt að fjórða kjarnakljúfnum verði bætt við.
Þýskaland Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Umhverfismál Finnland Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira