Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2023 11:16 Upp komst í byrjun árs 2019. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. Upp komst í byrjun árs 2019 að bílaleigan hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem voru seldir og hóf lögregla í kjölfarið rannsókn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en í frétt RÚV segir að Haraldur Sveinn hafi ekki mætt fyrir dóm. Verjandi hans hafi þó sagt að Haraldur hafi ekki átt heimangengt en að hann vilji koma sem fyrst fyrir dóm til að lýsa afstöðu sinni til ákæruefnisins. Fram kom að Haraldur hafi játað verknaðinn við rannsókn og sagðist verjandinn reikna með að afstaða fyrir dómi yrði sú sama. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að Haraldur sé ákærður fyrir skjalafals, en fjársvik til vara. Er hann sagður hafa fengið annan mann til að falsa með rafrænum hætti kílómetramælana í aksturstölvum þannig að þeir sýndu færri ekna kílómetra. Þannig hafi hann ætlað að blekkja kaupendur bílanna, auðvelda endursöluna og fá hærra verð fyrir bílana. Sömuleiðis hafi Haraldur látið breyta stöðu á kílómetramælum í Rentcentric-tölvukerfi bílaleigunnar til að samræma skráðar upplýsingar í kerfinu þannig að rangar upplýsingar myndu skila sér í gerða kaupsamninga, asöl og önnur heimildarskjöl við eigendaskipti. Fram kemur að bílarnir hafi verið seldir á tímabilinu 2014 til 2018. Hafi komið fram að mælarnir hafi í mörgum tilvikum verið lækkaðir um tugi þúsunda, mest rúmlega 50 þúsund kólómetra. Sex kaupendur bíla fara fram á skaðabætur í málinu, allt frá 310 þúsund krónum upp í rúmlega 1,1 milljón króna, auk dráttarvaxta. Procar Bílaleigur Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Procar- og Skeljungsmálið komin til saksóknara Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á tveimur umfangsmiklum efnahagsbrotamálum er lokið. Um er að ræða Skeljungsmálið annars vegar og Procar-málið hins vegar. 16. desember 2021 16:45 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Upp komst í byrjun árs 2019 að bílaleigan hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem voru seldir og hóf lögregla í kjölfarið rannsókn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en í frétt RÚV segir að Haraldur Sveinn hafi ekki mætt fyrir dóm. Verjandi hans hafi þó sagt að Haraldur hafi ekki átt heimangengt en að hann vilji koma sem fyrst fyrir dóm til að lýsa afstöðu sinni til ákæruefnisins. Fram kom að Haraldur hafi játað verknaðinn við rannsókn og sagðist verjandinn reikna með að afstaða fyrir dómi yrði sú sama. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að Haraldur sé ákærður fyrir skjalafals, en fjársvik til vara. Er hann sagður hafa fengið annan mann til að falsa með rafrænum hætti kílómetramælana í aksturstölvum þannig að þeir sýndu færri ekna kílómetra. Þannig hafi hann ætlað að blekkja kaupendur bílanna, auðvelda endursöluna og fá hærra verð fyrir bílana. Sömuleiðis hafi Haraldur látið breyta stöðu á kílómetramælum í Rentcentric-tölvukerfi bílaleigunnar til að samræma skráðar upplýsingar í kerfinu þannig að rangar upplýsingar myndu skila sér í gerða kaupsamninga, asöl og önnur heimildarskjöl við eigendaskipti. Fram kemur að bílarnir hafi verið seldir á tímabilinu 2014 til 2018. Hafi komið fram að mælarnir hafi í mörgum tilvikum verið lækkaðir um tugi þúsunda, mest rúmlega 50 þúsund kólómetra. Sex kaupendur bíla fara fram á skaðabætur í málinu, allt frá 310 þúsund krónum upp í rúmlega 1,1 milljón króna, auk dráttarvaxta.
Procar Bílaleigur Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Procar- og Skeljungsmálið komin til saksóknara Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á tveimur umfangsmiklum efnahagsbrotamálum er lokið. Um er að ræða Skeljungsmálið annars vegar og Procar-málið hins vegar. 16. desember 2021 16:45 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Procar- og Skeljungsmálið komin til saksóknara Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á tveimur umfangsmiklum efnahagsbrotamálum er lokið. Um er að ræða Skeljungsmálið annars vegar og Procar-málið hins vegar. 16. desember 2021 16:45
Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01