Sjötíu ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni fagnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. apríl 2023 13:04 Frú Vigdís Finnbogadóttir var heiðursgestur á 60 ára afmælishátíð Menntaskólans að Laugarvatni 12. apríl 2013. Hér er hún með fráfarandi skólameistara, Halldóri Páli Halldórssyni. Í ár verður Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti Íslands sérstakur heiðursgestur á 70 ára afmæli skólans miðvikudaginn 12. apríl næstkomandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Menntaskólinn að Laugarvatni fagnar sjötíu ára afmæli sínu í vikunni, eða miðvikudaginn 12. apríl. Sérstök hátíðardagskrá verður að því tilefni þar sem forseti Íslands verður sérstakur heiðursgestur. Einnig verður opið hús í skólanum á afmælisdaginn þar sem öllum landsmönnum er boðið að koma í heimsókn til að skoða skólann, heimavistina og þiggja veitingar. Menntaskólinn á Laugarvatni var stofnaður 12. apríl 1953 og hefur starfað óslitið í að verða sjötíu ára. Í dag eru 130 nemendur í skólanum, sem búa á heimavist skólans. Mikið er lagt upp úr hátíðardagskránni á afmælisdaginn sjálfan miðvikudaginn 12. apríl, sem hefst klukkan 13:00 í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Jóna Katrín Hilmarsdóttir er skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni. „Það vita kannski ekki allir að Menntaskólinn að Laugarvatni er þriðji elsti framhaldsskóli landsins. Þannig að við ætlum að halda upp á þetta með hátíðarsamkomu í íþróttahúsinu á Laugarvatni og þar verða Guðni forseti íslenska lýðveldisins og fleiri bara mjög góðir gestir,“ segir Jóna Katrín og bætir við skemmtilegum fróðleiksmola. „Já, við fengum ábendingu frá nemanda að forsetaembættið íslenska og skólameistaraembættið á Laugarvatni eiga það sameiginlegt að það er sjötti skólameistarinn og sjötti forsetinn núna í embætti, sem er svona skemmtileg tilviljun.“ Um 130 nemendur eru nú í Menntaskólanum að Laugarvatni og búa þau í heimavist skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur skólinn mikið breyst á þessum sjötíu árum? „Já í rauninni gjörbreyst en að öðru leyti er þetta alltaf það sama. Andinn hérna, þessi samkennd, sem skapast á milli þeirra, sem dvelja í skólanum saman. Ég held að það sé bæði alveg einstakt og líka bara eitthvað, sem við höfum náð að halda í gegnum þessa sjö áratugi. Það eru ýmsar gamlar hefðir, sem hafa þurft að hverfa en nýjar komnar í staðinn. Þessi samheldni og þessi helstu manngildi, við höldum enn í þau. Og þetta líka að búa saman á heimavist í þrjú til fjögur ár, það skapar bara einhver tengsl þegar maður er á þessum aldri, já þetta eru vinatengsl, sem eru aldrei rofin held ég,“ segir Jóna Katrín. Svona lítur hátíðardagskráin út miðvikudaginn 12. apríl klukkan 13:00.Aðsend Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni.Aðsend Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Forseti Íslands Framhaldsskólar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Menntaskólinn á Laugarvatni var stofnaður 12. apríl 1953 og hefur starfað óslitið í að verða sjötíu ára. Í dag eru 130 nemendur í skólanum, sem búa á heimavist skólans. Mikið er lagt upp úr hátíðardagskránni á afmælisdaginn sjálfan miðvikudaginn 12. apríl, sem hefst klukkan 13:00 í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Jóna Katrín Hilmarsdóttir er skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni. „Það vita kannski ekki allir að Menntaskólinn að Laugarvatni er þriðji elsti framhaldsskóli landsins. Þannig að við ætlum að halda upp á þetta með hátíðarsamkomu í íþróttahúsinu á Laugarvatni og þar verða Guðni forseti íslenska lýðveldisins og fleiri bara mjög góðir gestir,“ segir Jóna Katrín og bætir við skemmtilegum fróðleiksmola. „Já, við fengum ábendingu frá nemanda að forsetaembættið íslenska og skólameistaraembættið á Laugarvatni eiga það sameiginlegt að það er sjötti skólameistarinn og sjötti forsetinn núna í embætti, sem er svona skemmtileg tilviljun.“ Um 130 nemendur eru nú í Menntaskólanum að Laugarvatni og búa þau í heimavist skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur skólinn mikið breyst á þessum sjötíu árum? „Já í rauninni gjörbreyst en að öðru leyti er þetta alltaf það sama. Andinn hérna, þessi samkennd, sem skapast á milli þeirra, sem dvelja í skólanum saman. Ég held að það sé bæði alveg einstakt og líka bara eitthvað, sem við höfum náð að halda í gegnum þessa sjö áratugi. Það eru ýmsar gamlar hefðir, sem hafa þurft að hverfa en nýjar komnar í staðinn. Þessi samheldni og þessi helstu manngildi, við höldum enn í þau. Og þetta líka að búa saman á heimavist í þrjú til fjögur ár, það skapar bara einhver tengsl þegar maður er á þessum aldri, já þetta eru vinatengsl, sem eru aldrei rofin held ég,“ segir Jóna Katrín. Svona lítur hátíðardagskráin út miðvikudaginn 12. apríl klukkan 13:00.Aðsend Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni.Aðsend
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Forseti Íslands Framhaldsskólar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira