Bóluefni við krabbameini sögð klár innan nokkurra ára Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. apríl 2023 23:09 Kappið sem lagt var á að finna Covid-bóluefni hefur fleygt vísindamönnum fram við að finna bóluefni gegn alls kyns öðrum sjúkdómum. vísir/vilhelm Bóluefni við krabbameini, hjartveiki, lungnasjúkdómum og fjölda annarra sjúkdóma gætu verið tilbúin innan nokkurra ára, að sögn lyfjasérfræðinga. Framfarirnar sem náðust við þróun Covid-bóluefnisins hafa mikla þýðingu við þróun þessara bóluefna. Guardian greinir frá þessu. Talið er að umrædd bóluefni verði komin á markað fyrir árið 2030. Haft er eftir Paul Burton yfirlækni lyfjafyrirtækisins Moderna, sem vann að þróun mRNA bóluefnis við Covid, að hægt verði að veita vörn gegn fyrrgreindum sjúkdómum, jafnvel innan næstu fimm ára. „Þessi bóluefni verða til staðar og þau verða mjög árangursrík. Þau munu bjarga lífi mörg hundruð þúsunda, ef ekki milljóna manna,“ segir Burton. „Ég held að við munum geta boðið upp á sérhæft bóluefni við hvers konar krabbameinsæxlum.“ Hann útskýrir að með tækninni verði hægt taka vefjasýni úr æxli krabbameinssjúklings og sérsníða í framhaldinu mRNA-bóluefni fyrir þann sama sjúkling. Áratuga framþróun á nokkrum mánuðum Burton bætir við að hægt verði að veita vörn gegn alls kyns öndunarfærasjúkdómum með einni sprautu. Væri þá notast við mRNA tæknina sem „kennir“ frumum að mynda prótín sem kalla fram ónæmissvörun líkamans gegn sjúkdómum. Burton bindur miklar vonir við tæknina: „Hægt verður að bjóða upp á mRNA-meðferðir gegn sjaldgæfum sjúkdómum sem áður fyrr var ekki hægt að veita lyfjagjöf gegn. Að 10 árum liðnum verður hægt að greina erfðafræðilegar orsakir sjúkdóma og lækna þær með mRNA-tækni.“ Vísindamenn hafi hins vegar áhyggjur af því að magn fjárfestinga, sem fékkst við þróun Covid bóluefnis, muni dvína á næstu árum og þar með þróun fyrrgreindra bóluefna. Áratuga framþróun hafi átt sérstað á aðeins nokkurra mánaða skeiði þegar unnið var að þróun Covid-bóluefnisins. Hér má lesa umfjöllun Guardian í heild sinni. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Guardian greinir frá þessu. Talið er að umrædd bóluefni verði komin á markað fyrir árið 2030. Haft er eftir Paul Burton yfirlækni lyfjafyrirtækisins Moderna, sem vann að þróun mRNA bóluefnis við Covid, að hægt verði að veita vörn gegn fyrrgreindum sjúkdómum, jafnvel innan næstu fimm ára. „Þessi bóluefni verða til staðar og þau verða mjög árangursrík. Þau munu bjarga lífi mörg hundruð þúsunda, ef ekki milljóna manna,“ segir Burton. „Ég held að við munum geta boðið upp á sérhæft bóluefni við hvers konar krabbameinsæxlum.“ Hann útskýrir að með tækninni verði hægt taka vefjasýni úr æxli krabbameinssjúklings og sérsníða í framhaldinu mRNA-bóluefni fyrir þann sama sjúkling. Áratuga framþróun á nokkrum mánuðum Burton bætir við að hægt verði að veita vörn gegn alls kyns öndunarfærasjúkdómum með einni sprautu. Væri þá notast við mRNA tæknina sem „kennir“ frumum að mynda prótín sem kalla fram ónæmissvörun líkamans gegn sjúkdómum. Burton bindur miklar vonir við tæknina: „Hægt verður að bjóða upp á mRNA-meðferðir gegn sjaldgæfum sjúkdómum sem áður fyrr var ekki hægt að veita lyfjagjöf gegn. Að 10 árum liðnum verður hægt að greina erfðafræðilegar orsakir sjúkdóma og lækna þær með mRNA-tækni.“ Vísindamenn hafi hins vegar áhyggjur af því að magn fjárfestinga, sem fékkst við þróun Covid bóluefnis, muni dvína á næstu árum og þar með þróun fyrrgreindra bóluefna. Áratuga framþróun hafi átt sérstað á aðeins nokkurra mánaða skeiði þegar unnið var að þróun Covid-bóluefnisins. Hér má lesa umfjöllun Guardian í heild sinni.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira