Lögregla rannsakar möguleg lögbrot starfsmannsins að Reykjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 12:27 Fjölmörg börn hafa sótt skólabúðirnar að Reykjum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur hafið rannsókn vegna starfsmanns skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði, sem sagt var upp á dögunum eftir að upp komst að hann hefði kennt börnum að vinna sér skaða. Frá þessu greinir RÚV og hefur eftir Birgi Jónssyni, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Hann segir lögreglu hafa tekið ákvörðun um að rannsaka málið að eigin frumkvæði; ekki hafi borist kærur frá foreldrum. Rannsókn málsins er á frumstigi en til skoðunar er meðal annars hvort starfsmaðurinn hafi brotið gegn 99. grein barnaverndarlaga þar sem segir: „Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ „Þetta er mikill harmleikur“ „Í síðustu viku kom upp atvik hjá okkur sem leiddi til þess að viðkomandi var sagt upp störfum hjá okkur,“ sagði Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skólabúða Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi þegar málið kom fyrst upp. Samkvæmt heimildum Vísis sýndi starfsmaðurinn börnunum aðferðir við að vinna sér mein og ræddi um hvernig tilfinning það væri að deyja. Þá talaði hann einnig um valdamismun milli kynjanna. „Ég ætla ekki að fara út í það sem átti sér stað. Ég á erfitt með að tjá mig um það allt saman. En það er þannig að það var farið í mál sem samræmist ekki okkar kennsluáætlun. Engan veginn. Þarna var farið töluvert langt út fyrir það allt saman, það sem við leggjum upp fyrir þessar kennslustundir,“ sagði Sigurður. Hann sagði um 30 börn hafa verið í umræddri kennslustund, sem sögðu kennurum sínum frá. „Þetta er mikill harmleikur,“ sagði hann. Seinna kom í ljós að fleiri skólar höfðu gert athugasemdir við kennslu starfsmannsins. Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Húnaþing vestra Mannréttindi Tengdar fréttir Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða. 31. mars 2023 09:42 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV og hefur eftir Birgi Jónssyni, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Hann segir lögreglu hafa tekið ákvörðun um að rannsaka málið að eigin frumkvæði; ekki hafi borist kærur frá foreldrum. Rannsókn málsins er á frumstigi en til skoðunar er meðal annars hvort starfsmaðurinn hafi brotið gegn 99. grein barnaverndarlaga þar sem segir: „Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ „Þetta er mikill harmleikur“ „Í síðustu viku kom upp atvik hjá okkur sem leiddi til þess að viðkomandi var sagt upp störfum hjá okkur,“ sagði Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skólabúða Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi þegar málið kom fyrst upp. Samkvæmt heimildum Vísis sýndi starfsmaðurinn börnunum aðferðir við að vinna sér mein og ræddi um hvernig tilfinning það væri að deyja. Þá talaði hann einnig um valdamismun milli kynjanna. „Ég ætla ekki að fara út í það sem átti sér stað. Ég á erfitt með að tjá mig um það allt saman. En það er þannig að það var farið í mál sem samræmist ekki okkar kennsluáætlun. Engan veginn. Þarna var farið töluvert langt út fyrir það allt saman, það sem við leggjum upp fyrir þessar kennslustundir,“ sagði Sigurður. Hann sagði um 30 börn hafa verið í umræddri kennslustund, sem sögðu kennurum sínum frá. „Þetta er mikill harmleikur,“ sagði hann. Seinna kom í ljós að fleiri skólar höfðu gert athugasemdir við kennslu starfsmannsins.
Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Húnaþing vestra Mannréttindi Tengdar fréttir Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða. 31. mars 2023 09:42 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða. 31. mars 2023 09:42