Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2023 12:31 Herbergið sem eldurinn kom upp í var mjög illa farið. Vísir/Arnar Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hádegisbil í gær vegna elds í húsi við Funahöfða 17a. Eldur hafði kviknað í herbergi á annarri hæð hússins en þar er að finna gistirými, sem eru til útleigu. Slökkvistarf gekk hratt og enginn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Eldurinn var ekki stór og bundinn við eitt herbergi. „En samt alvarlegur. Þarna eru margir íbúar og alltaf alvarlegt þegar þannig kemur upp. Töluverður eldur í einu herbergi og mikið tjón í því og töluvert tjón vegna sóts og lyktar,“ segir Vernharð Gunnarsson, deildarstjóri á aðgerðasviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Sextíu eru skráðir til heimilis í húsinu en rúmlega þrjátíu herbergi. Vernharð segir erfitt að vita hve margir búa þarna nákvæmlega. „Þegar við komum á staðinn þá höfðu fjórtán flúið út úr byggingunni,“ segir hann. Á radarnum hjá slökkviliðinu Húsnæðið hefur á undanförnum áratug nokkrum sinnum verið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum vegna aðstæðna þar. Fjallað var um það í þáttunum Brestir á Stöð 2 árið 2014 þar sem rætt var við leigjendur, sem lýstu aðbúnaði mjög slæmum. Þá kveikti leigjandi í húsinu árið 2018 en sá glímdi við veikindi. „Þetta er ein af þeim byggingum sem við höfum haft ár radarnum vegna íbúðar í atvinnuhúsnæði. Við töldum fyrst í gær að þetta væri samþykkt íbúðarhúsnæði en við nánari athugun kom í ljós að erindi til byggingarfulltrúa hafði á sínum tíma verið synjað,“ segir Vernharð. Slökkviliðið hafi gert athugasemdir við brunavarnir í húsinu en ekki talið tilefni til að grípa til harðari aðgerða. Nú verði gengið eftir því að brunavarnir verði efldar. „Þar með talið að fá uppdrætti og teikningar af húsnæðinu samþykktar hjá byggingarfulltrúa.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að um tuttugu herbergi væru í húsinu en það hefur verið leiðrétt. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um hádegisbil í gær vegna elds í húsi við Funahöfða 17a. Eldur hafði kviknað í herbergi á annarri hæð hússins en þar er að finna gistirými, sem eru til útleigu. Slökkvistarf gekk hratt og enginn var fluttur á slysadeild til skoðunar. Eldurinn var ekki stór og bundinn við eitt herbergi. „En samt alvarlegur. Þarna eru margir íbúar og alltaf alvarlegt þegar þannig kemur upp. Töluverður eldur í einu herbergi og mikið tjón í því og töluvert tjón vegna sóts og lyktar,“ segir Vernharð Gunnarsson, deildarstjóri á aðgerðasviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Sextíu eru skráðir til heimilis í húsinu en rúmlega þrjátíu herbergi. Vernharð segir erfitt að vita hve margir búa þarna nákvæmlega. „Þegar við komum á staðinn þá höfðu fjórtán flúið út úr byggingunni,“ segir hann. Á radarnum hjá slökkviliðinu Húsnæðið hefur á undanförnum áratug nokkrum sinnum verið til umfjöllunar hjá fjölmiðlum vegna aðstæðna þar. Fjallað var um það í þáttunum Brestir á Stöð 2 árið 2014 þar sem rætt var við leigjendur, sem lýstu aðbúnaði mjög slæmum. Þá kveikti leigjandi í húsinu árið 2018 en sá glímdi við veikindi. „Þetta er ein af þeim byggingum sem við höfum haft ár radarnum vegna íbúðar í atvinnuhúsnæði. Við töldum fyrst í gær að þetta væri samþykkt íbúðarhúsnæði en við nánari athugun kom í ljós að erindi til byggingarfulltrúa hafði á sínum tíma verið synjað,“ segir Vernharð. Slökkviliðið hafi gert athugasemdir við brunavarnir í húsinu en ekki talið tilefni til að grípa til harðari aðgerða. Nú verði gengið eftir því að brunavarnir verði efldar. „Þar með talið að fá uppdrætti og teikningar af húsnæðinu samþykktar hjá byggingarfulltrúa.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að um tuttugu herbergi væru í húsinu en það hefur verið leiðrétt.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira