Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2023 11:01 Háttvirtur þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi birti grein undir heitinu Raunveruleg staða nautgriparæktar í síðustu útgáfu Bændablaðsins. Vill undirrituð taka undir að staða nautgriparæktunar í dag sé orðin grafalvarleg og hjá alltof mörgum nautgripabændum komin yfir þolmörk, því líkt og háttvirtur þingmaður benti réttilega á þá hefur rekstrarniðurstaða greinarinnar vegna áranna 2017-2021 verið í öllum tilfellum neikvæð. En þessi staða nautgriparæktunar í dag ætti ekki að koma stjórnvöldum á óvart því að þessi stefna var tekin og undirrituð árið 2015 þegar tollasamningur við ESB var innleiddur. Síðan eru liðin átta ár og rekstrarafkoma nautakjötsframleiðslu hefur verið neikvæð hvert ár síðan, á það hefur verið bent margsinnis. Það verður ekki hjá því komist að benda á þá staðreynd að Framsókn hefur verið í lykilstöðu í fleiri ár sitjandi í ríkisstjórn til þess að jafna stöðu bænda, tryggja rekstraafkomu landbúnaðarins og þar með fæðu- og matvælaöryggi landsins. Forysta flokksins hefur aftur á móti ekki sýnt fram á raunverulegan vilja eða dugnað til stuðnings bændum og eftir sitja því bændur landsins með matvælaráðherra í dag sem einfaldlega styður ekki kjötframleiðslu heldur þess í stað róttækar loftslagsaðgerðir á kostnað landbúnaðarins. Það þarf varla að taka það fram, en allar aðgerðir ætlaðar til þess að efla landbúnaðinn fela í sér að það sé ekki ráð nema í tíma sé tekið. Rekstrarvandi nautgriparæktunar liggur hjá stjórnvöldum sem ákváðu að svara innlendri nautakjötseftirspurn með því að margfalda innflutning á nautakjöti í stað þess að renna styrktum stoðum undir innlenda nautakjötsframleiðslu og þar með tryggja bæði framboð nautakjöts og rekstrarafkomu nautgripabænda. Staðreyndin er sú að síðan tollasamningurinn við ESB var innleiddur hefur íslensk nautakjötsframleiðsla þurft að standa undir því að innflutt nautakjöt hefur aukist úr 175 tonnum í 801 tonn. Þar stendur hnífurinn fastur í kúnni, með þeim markaðsafleiðingum að afurðaverð nautakjöts til nautgripabænda hefur ekki staðið undir framleiðslukostnaði, í fleiri ár. Og aftur, á þetta hefur margsinnis verið bent á. Tímabundinn niðurfelling virðisaukaskatts til nautgripabænda mun ekki skila raunverulegum árangri til framtíðar ef á sama tíma er ekkert aðhafst gegn stefnulausum innflutningi á nautakjöti. Rétt er að fagna öllum góðum hugmyndum sem hafa það markmið að efla nautakjötsframleiðslu landsins sem og annan landbúnað. En þá skulum við líka einblína á alvöru aðgerðir sem skila árangri til lengri tíma litið, aðgerðir sem fela í sér framtíðarsýn. Nautgripabændur eiga skilið raunverulegar aðgerðir sem stuðla að árangri til framtíðar. Allt tal um tímabundna niðurfellingu virðisaukaskatts yrði ekkert nema tímabundinn plástur á opið legusár nautgripabænda á sama tíma og það stefnir hraðbyri í annað metár í innflutningi á nautakjöti. Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar er því heimatilbúið hjá stjórnvöldum í formi margföldunar á innflutningi nautakjöts og svo algjört aðgerðaleysis gagnvart íslenskum nautgripabændum. Staða og framtíð nautgriparæktar veltur á raunverulegum vilja stjórnvalda til innlendrar kjötframleiðslu. Höfundur er kúabóndi og varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Miðflokkurinn Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Háttvirtur þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi birti grein undir heitinu Raunveruleg staða nautgriparæktar í síðustu útgáfu Bændablaðsins. Vill undirrituð taka undir að staða nautgriparæktunar í dag sé orðin grafalvarleg og hjá alltof mörgum nautgripabændum komin yfir þolmörk, því líkt og háttvirtur þingmaður benti réttilega á þá hefur rekstrarniðurstaða greinarinnar vegna áranna 2017-2021 verið í öllum tilfellum neikvæð. En þessi staða nautgriparæktunar í dag ætti ekki að koma stjórnvöldum á óvart því að þessi stefna var tekin og undirrituð árið 2015 þegar tollasamningur við ESB var innleiddur. Síðan eru liðin átta ár og rekstrarafkoma nautakjötsframleiðslu hefur verið neikvæð hvert ár síðan, á það hefur verið bent margsinnis. Það verður ekki hjá því komist að benda á þá staðreynd að Framsókn hefur verið í lykilstöðu í fleiri ár sitjandi í ríkisstjórn til þess að jafna stöðu bænda, tryggja rekstraafkomu landbúnaðarins og þar með fæðu- og matvælaöryggi landsins. Forysta flokksins hefur aftur á móti ekki sýnt fram á raunverulegan vilja eða dugnað til stuðnings bændum og eftir sitja því bændur landsins með matvælaráðherra í dag sem einfaldlega styður ekki kjötframleiðslu heldur þess í stað róttækar loftslagsaðgerðir á kostnað landbúnaðarins. Það þarf varla að taka það fram, en allar aðgerðir ætlaðar til þess að efla landbúnaðinn fela í sér að það sé ekki ráð nema í tíma sé tekið. Rekstrarvandi nautgriparæktunar liggur hjá stjórnvöldum sem ákváðu að svara innlendri nautakjötseftirspurn með því að margfalda innflutning á nautakjöti í stað þess að renna styrktum stoðum undir innlenda nautakjötsframleiðslu og þar með tryggja bæði framboð nautakjöts og rekstrarafkomu nautgripabænda. Staðreyndin er sú að síðan tollasamningurinn við ESB var innleiddur hefur íslensk nautakjötsframleiðsla þurft að standa undir því að innflutt nautakjöt hefur aukist úr 175 tonnum í 801 tonn. Þar stendur hnífurinn fastur í kúnni, með þeim markaðsafleiðingum að afurðaverð nautakjöts til nautgripabænda hefur ekki staðið undir framleiðslukostnaði, í fleiri ár. Og aftur, á þetta hefur margsinnis verið bent á. Tímabundinn niðurfelling virðisaukaskatts til nautgripabænda mun ekki skila raunverulegum árangri til framtíðar ef á sama tíma er ekkert aðhafst gegn stefnulausum innflutningi á nautakjöti. Rétt er að fagna öllum góðum hugmyndum sem hafa það markmið að efla nautakjötsframleiðslu landsins sem og annan landbúnað. En þá skulum við líka einblína á alvöru aðgerðir sem skila árangri til lengri tíma litið, aðgerðir sem fela í sér framtíðarsýn. Nautgripabændur eiga skilið raunverulegar aðgerðir sem stuðla að árangri til framtíðar. Allt tal um tímabundna niðurfellingu virðisaukaskatts yrði ekkert nema tímabundinn plástur á opið legusár nautgripabænda á sama tíma og það stefnir hraðbyri í annað metár í innflutningi á nautakjöti. Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar er því heimatilbúið hjá stjórnvöldum í formi margföldunar á innflutningi nautakjöts og svo algjört aðgerðaleysis gagnvart íslenskum nautgripabændum. Staða og framtíð nautgriparæktar veltur á raunverulegum vilja stjórnvalda til innlendrar kjötframleiðslu. Höfundur er kúabóndi og varaþingmaður Miðflokksins.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun