Rússar handtaka blaðamann Wall Street Journal fyrir njósnir Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2023 08:33 Bandaríski blaðamaðurinn var handtekinn í Katrínarborg. Vísir/Getty Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa handtekið blaðamann bandaríska blaðsins Wall Street Journal fyrir meintar njósnir. Blaðamaðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi verði hann fundinn sekur um njósnir. Evan Gershkovich, sem er bandarískur ríkisborgari, er sakaður um að hafa reynt að komast yfir leynilegar upplýsingar um rússneskt hergagnafyrirtæki að fyrirmælum bandarískra stjórnvalda, að sögn FSB sem er arftaki alræmdu leyniþjónustu Sovétríkjanna KGB. Blaðamaðurinn er sagður hafa verið handtekinn í Katrínarborg í Úralfjöllum en FSB greinir ekki frá hvenær. Wall Street Journal segist í yfirlýsingu hafna alfarið ásökunum Rússa og krefst þess að hann verði látinn laus tafarlaust. AP-fréttastofan segir að Gershkovich sé fyrsti blaðamaður bandarískrar fréttastofu sem sé handtekinn fyrir njósnir í Rússlandi frá tíma kalda stríðsins. Mikil spenna hefur einkennt samskipti Rússlands og Bandaríkjanna eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra. Rússneski fjölmiðillinn Moscow Times segir að frést hafi af Gershkovich í Katrínarborg við að fjalla um innrás Rússa í Úkraínu og málaliðaherinn Wagner group. Dmitrí Kolezev, blaðamaður frá Katrínarborg sem býr utan Rússlands, segir miðlinum að líklegast sé að blaðamannastörf Gershkovichs hafi verið ástæða þess að hann var handtekinn. Gershkovich er 32 ára gamall og starfaði áður fyrir AFP-fréttaveituna og Moscow Times. AP segir að hann sé fréttaritari WSJ í Moskvu og fjalli sem slíkur um Rússland og Úkraínu. FSB staðfesti að hann hefði heimild til að starfa sem blaðamaður frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Wall Street Journal. Rússland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Evan Gershkovich, sem er bandarískur ríkisborgari, er sakaður um að hafa reynt að komast yfir leynilegar upplýsingar um rússneskt hergagnafyrirtæki að fyrirmælum bandarískra stjórnvalda, að sögn FSB sem er arftaki alræmdu leyniþjónustu Sovétríkjanna KGB. Blaðamaðurinn er sagður hafa verið handtekinn í Katrínarborg í Úralfjöllum en FSB greinir ekki frá hvenær. Wall Street Journal segist í yfirlýsingu hafna alfarið ásökunum Rússa og krefst þess að hann verði látinn laus tafarlaust. AP-fréttastofan segir að Gershkovich sé fyrsti blaðamaður bandarískrar fréttastofu sem sé handtekinn fyrir njósnir í Rússlandi frá tíma kalda stríðsins. Mikil spenna hefur einkennt samskipti Rússlands og Bandaríkjanna eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra. Rússneski fjölmiðillinn Moscow Times segir að frést hafi af Gershkovich í Katrínarborg við að fjalla um innrás Rússa í Úkraínu og málaliðaherinn Wagner group. Dmitrí Kolezev, blaðamaður frá Katrínarborg sem býr utan Rússlands, segir miðlinum að líklegast sé að blaðamannastörf Gershkovichs hafi verið ástæða þess að hann var handtekinn. Gershkovich er 32 ára gamall og starfaði áður fyrir AFP-fréttaveituna og Moscow Times. AP segir að hann sé fréttaritari WSJ í Moskvu og fjalli sem slíkur um Rússland og Úkraínu. FSB staðfesti að hann hefði heimild til að starfa sem blaðamaður frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Wall Street Journal.
Rússland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira