Gul viðvörun í húsnæðiskortinu Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 28. mars 2023 17:00 Nýverið kynnti seðlabankastjóri tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Peningastefnunefnd ákvað að hækka stýrivexti um heila prósentu og flestir landsmenn, ef ekki allir, eru nú orðnir meðvitaðir um það hvaða afleiðingar þetta hefur á rekstur heimila. Stýrivaxtahækkanir og verðbólga hækka lánin, matarkarfan er orðin dýrari, tryggingar hafa hækkað og veski landsmanna léttist í takt. Þær jákvæðu fréttir bárust hins vegar í morgun að verðbólgan virðist vera að þokast niður. Einn fyrir alla, allir fyrir einn Afleiðingar af þessum hækkunum eru auðvitað margþættar. Þetta er þungt högg fyrir marga en hefur kannski hvað mest áhrif á einstaklinga og húsnæðismarkaðinn, sérstaklega þá sem eru að taka sín fyrstu skref hvað varðar húsnæðiskaup, starfsframa og stofnun fjölskyldu. Ungt fólk á varla möguleika í núverandi aðstæðum. Fjölmargir berjast í bökkum við að eiga fyrir afborgunum og sumir neyðast jafnvel til að selja eignir sem þó getur reynst erfitt líkt og markaðurinn er í dag. Þessi þróun mun að öllu óbreyttu halda áfram þegar fastir vextir óverðtryggðra lána renna sitt skeið. Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaðnum hefur dregist verulega saman og er það bein afleiðing aðgerða Seðlabankans sem ég hef margoft bent á. Þetta er vond þróun og húsnæðismarkaðurinn sem hefur verið í mikilli grósku undanfarin ár er nú botnfrosinn. Seðlabankanum hefur tekist ætlunarverkið sem var að kæla markaðinn, en við verðum að spyrja okkur að því hvernig við ætlum að bregðast við í nútíð og til framtíðar. Á tímum hækkandi verðbólgu og vaxta stoppar lífið samt sem áður ekki og við sjáum margt fólk, ungt fjölskyldufólk og aðra fyrstu kaupendur í fullkominni pattstöðu. Fólk verður áfram að finna sér heimili en húsnæðisverð, lánakjör og aðrar aðstæður leyfa það ekki. Hvað er til ráða? Það gefur augaleið að grípa þurfi fyrstu kaupendur og gera sérstakar ráðstafanir til að leysa þann hnút sem við erum komin í. Til viðbótar þurfum við auðvitað að hafa skýra sýn á uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Ég hef áður skrifað og rætt um ýmsar leiðir til að bregðast við stöðunni og ég er farin að upplifi mig sem rispaða plötu. Við þurfum á einhverjum tímapunkti að horfa til rýmkunar á reglum og kröfum hvað varðar veitingu hlutdeildarlána til fyrstu kaupenda. Við þurfum núna að breyta reglum er varða veðsetningu lána fyrstu kaupenda svo að auðveldara sé að festa kaup á húsnæði. Við þurfum núna að greina umhverfi framkvæmdaðila og mér þykir líklegast að nauðsynlegt sé að ráðast í sértækar aðgerðir fyrir þá sem fyrirhuga byggingu hagkvæmra íbúða á næstu mánuðum og má þar horfa til sérstakra, og tímabundna, lánaskilmála hjá fjármálafyrirtækjum. Þetta væri þá sú sértæka aðgerð sem þyrfti til svo til tryggja megi nauðsynlega uppbyggingu íbúðarhúsnæðis til framtíðar og koma í veg fyrir fyrirsjáanlega stöðnun. Þá ákalla ég lífeyrissjóðina um að koma inn með öflugri hætti og taka þátt í uppbyggingu heilbrigðs leigumarkaðar. Þurfi til þess lagabreytingu þá er það okkar þingmanna að bregðast þar við. Ég er full meðvitaður um þann línudans sem þetta er á tímum hárra vaxta og verðbólgu, en núverandi ástand mun einungis leiða til hærra leiguverðs og auka þrýsting á mjög hátt fasteignaverð þegar núverandi ástandi slotar. Það eru ýmis verkfæri til staðar og spurningin er að nýta þau. Ég er tilbúinn til þess að vinna að lausn mála og kalla á fleiri til að vera með mér í því liði. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Seðlabankinn Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nýverið kynnti seðlabankastjóri tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Peningastefnunefnd ákvað að hækka stýrivexti um heila prósentu og flestir landsmenn, ef ekki allir, eru nú orðnir meðvitaðir um það hvaða afleiðingar þetta hefur á rekstur heimila. Stýrivaxtahækkanir og verðbólga hækka lánin, matarkarfan er orðin dýrari, tryggingar hafa hækkað og veski landsmanna léttist í takt. Þær jákvæðu fréttir bárust hins vegar í morgun að verðbólgan virðist vera að þokast niður. Einn fyrir alla, allir fyrir einn Afleiðingar af þessum hækkunum eru auðvitað margþættar. Þetta er þungt högg fyrir marga en hefur kannski hvað mest áhrif á einstaklinga og húsnæðismarkaðinn, sérstaklega þá sem eru að taka sín fyrstu skref hvað varðar húsnæðiskaup, starfsframa og stofnun fjölskyldu. Ungt fólk á varla möguleika í núverandi aðstæðum. Fjölmargir berjast í bökkum við að eiga fyrir afborgunum og sumir neyðast jafnvel til að selja eignir sem þó getur reynst erfitt líkt og markaðurinn er í dag. Þessi þróun mun að öllu óbreyttu halda áfram þegar fastir vextir óverðtryggðra lána renna sitt skeið. Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaðnum hefur dregist verulega saman og er það bein afleiðing aðgerða Seðlabankans sem ég hef margoft bent á. Þetta er vond þróun og húsnæðismarkaðurinn sem hefur verið í mikilli grósku undanfarin ár er nú botnfrosinn. Seðlabankanum hefur tekist ætlunarverkið sem var að kæla markaðinn, en við verðum að spyrja okkur að því hvernig við ætlum að bregðast við í nútíð og til framtíðar. Á tímum hækkandi verðbólgu og vaxta stoppar lífið samt sem áður ekki og við sjáum margt fólk, ungt fjölskyldufólk og aðra fyrstu kaupendur í fullkominni pattstöðu. Fólk verður áfram að finna sér heimili en húsnæðisverð, lánakjör og aðrar aðstæður leyfa það ekki. Hvað er til ráða? Það gefur augaleið að grípa þurfi fyrstu kaupendur og gera sérstakar ráðstafanir til að leysa þann hnút sem við erum komin í. Til viðbótar þurfum við auðvitað að hafa skýra sýn á uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Ég hef áður skrifað og rætt um ýmsar leiðir til að bregðast við stöðunni og ég er farin að upplifi mig sem rispaða plötu. Við þurfum á einhverjum tímapunkti að horfa til rýmkunar á reglum og kröfum hvað varðar veitingu hlutdeildarlána til fyrstu kaupenda. Við þurfum núna að breyta reglum er varða veðsetningu lána fyrstu kaupenda svo að auðveldara sé að festa kaup á húsnæði. Við þurfum núna að greina umhverfi framkvæmdaðila og mér þykir líklegast að nauðsynlegt sé að ráðast í sértækar aðgerðir fyrir þá sem fyrirhuga byggingu hagkvæmra íbúða á næstu mánuðum og má þar horfa til sérstakra, og tímabundna, lánaskilmála hjá fjármálafyrirtækjum. Þetta væri þá sú sértæka aðgerð sem þyrfti til svo til tryggja megi nauðsynlega uppbyggingu íbúðarhúsnæðis til framtíðar og koma í veg fyrir fyrirsjáanlega stöðnun. Þá ákalla ég lífeyrissjóðina um að koma inn með öflugri hætti og taka þátt í uppbyggingu heilbrigðs leigumarkaðar. Þurfi til þess lagabreytingu þá er það okkar þingmanna að bregðast þar við. Ég er full meðvitaður um þann línudans sem þetta er á tímum hárra vaxta og verðbólgu, en núverandi ástand mun einungis leiða til hærra leiguverðs og auka þrýsting á mjög hátt fasteignaverð þegar núverandi ástandi slotar. Það eru ýmis verkfæri til staðar og spurningin er að nýta þau. Ég er tilbúinn til þess að vinna að lausn mála og kalla á fleiri til að vera með mér í því liði. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun