Ummerki um fleiri flóð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2023 09:52 Aðstæður voru erfiðar í Neskaupstað í gær. Mynd/Landsbjörg Snjóathugunarmenn Veðurstofunnar eru byrjaðir að skoða aðstæður á Austfjörðum eftir snjóflóð gærdagsins. Ummerki eru um að fleiri snjóflóð hafi fallið fyrir ofan Neskaupstað en þau sem vart varð við í gær. Þetta kemur fram í uppfærslu á vef Veðurstofunnar, þar sem fjallað er um snjóflóð gærdagsins. Veður hefur skánað á Austfjörðum sem hefur gefið snjóathugunarmönnum færi á að kanna aðstæður. „Í Neskaupstað hafa ummerki sést um fleiri snjóflóð eftir að skyggni batnaði. Stórt flóð féll úr Bakkagili en það náði ekki húsum. Snjóflóð féll einnig úr Skágili og lenti utan í skógrækt og síðan á varnarkeilum og alla leið niður á varnargarðinn undir Drangagili. Úr Ytra-Tröllagili fór snjóflóð sem nær niður að varnarkeilum. Áður var vitað um snjóflóð úr Nesgili sem féll á fjölbýlishús við Víðimýri í gærmorgun og snjóflóð úr Miðstrandargili (Miðstrandarskarði) sem féll út í sjó meðfram leiðigarði innan við þéttbýlið. Einnig fór snjóflóð yfir veg í Fannardal,“ segir á vef Veðurstofunnar. Engin snjóflóð hafa sést á Eskifirði en þar var ráðist í rýmingu í gær af öryggisástæðum. Eitt snjóflóð náði út á veg við álverið í Reyðarfirði. Mynd sem sýnir varðargarðana fyrir ofan Neskaupstað. Ljóst er að að minnsta kosti eitt snjóflóð fór alla leið að einum varnargarðinum undir Drangagili. Úr Ytra-Tröllagili fór snjóflóð sem nær niður að varnarkeilum.Vísir/Vilhelm Á Seyðisfirði féll snjóflóð úr Bjólfsöxl á mannlaust hús utan við þéttbýlið, og talið er að fleiri flóð hafi fallið í Bjólfi en að þau hafi verið lítil. Mörg þessara flóða eru frekar þunn og virðast hafa farið hratt og getur verið erfitt að sjá ummerki um þau þegar birtuskilyrði eru slæm. „Mikill snjór er til fjalla víða á svæðinu og veikleiki virðist vera útbreiddur. Rýmingar eru í gildi í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði. Veður ætti að haldast þokkalegt í dag og dregið hefur verulega úr snjóflóðahættu frá því í gær, en ekki er hægt að útiloka stöku snjóflóð á meðan ennþá éljar og skefur aðeins til fjalla. Á morgun bætir í úrkomu á ný með vaxandi vindi í austlægri átt. Spáð er mikilli úrkomu fram á laugardag. Heldur hlýnar og gæti orðið slydda í byggð en snjókoma til fjalla. Viðbúið er að snjóflóðahætta aukist á ný á Austfjörðum í þessu veðri.“ Snjóflóð í Neskaupstað Veður Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir „Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana“ Þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í morgun og þá hafa snjóflóð fallið í Mjóafirði og á Reyðarfirði utan byggðar. Íbúi í Neskaupstað segir atburðina erfiða fyrir marga og áminning um mannskæð snjóflóð í bænum fyrir hálfri öld. 27. mars 2023 23:46 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Snjóflóð féll á yfirgefna byggingu á Seyðisfirði Snjóflóð féll á byggingu á Seyðisfirði í dag. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Landsbjargar var um að ræða yfirgefna byggingu. Töluverður fjöldi björgunarsveitarmanna eru nú komnir austur og tilbúnir til aðstoðar. 27. mars 2023 18:45 Fara af neyðarstigi á hættustig Þegar snjóflóð féllu á Neskaupstað í morgun var neyðarstigi Almannavarna lýst yfir. Nú hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákveðið að fara af neyðarstigi niður á hættustig. 27. mars 2023 19:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Þetta kemur fram í uppfærslu á vef Veðurstofunnar, þar sem fjallað er um snjóflóð gærdagsins. Veður hefur skánað á Austfjörðum sem hefur gefið snjóathugunarmönnum færi á að kanna aðstæður. „Í Neskaupstað hafa ummerki sést um fleiri snjóflóð eftir að skyggni batnaði. Stórt flóð féll úr Bakkagili en það náði ekki húsum. Snjóflóð féll einnig úr Skágili og lenti utan í skógrækt og síðan á varnarkeilum og alla leið niður á varnargarðinn undir Drangagili. Úr Ytra-Tröllagili fór snjóflóð sem nær niður að varnarkeilum. Áður var vitað um snjóflóð úr Nesgili sem féll á fjölbýlishús við Víðimýri í gærmorgun og snjóflóð úr Miðstrandargili (Miðstrandarskarði) sem féll út í sjó meðfram leiðigarði innan við þéttbýlið. Einnig fór snjóflóð yfir veg í Fannardal,“ segir á vef Veðurstofunnar. Engin snjóflóð hafa sést á Eskifirði en þar var ráðist í rýmingu í gær af öryggisástæðum. Eitt snjóflóð náði út á veg við álverið í Reyðarfirði. Mynd sem sýnir varðargarðana fyrir ofan Neskaupstað. Ljóst er að að minnsta kosti eitt snjóflóð fór alla leið að einum varnargarðinum undir Drangagili. Úr Ytra-Tröllagili fór snjóflóð sem nær niður að varnarkeilum.Vísir/Vilhelm Á Seyðisfirði féll snjóflóð úr Bjólfsöxl á mannlaust hús utan við þéttbýlið, og talið er að fleiri flóð hafi fallið í Bjólfi en að þau hafi verið lítil. Mörg þessara flóða eru frekar þunn og virðast hafa farið hratt og getur verið erfitt að sjá ummerki um þau þegar birtuskilyrði eru slæm. „Mikill snjór er til fjalla víða á svæðinu og veikleiki virðist vera útbreiddur. Rýmingar eru í gildi í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði. Veður ætti að haldast þokkalegt í dag og dregið hefur verulega úr snjóflóðahættu frá því í gær, en ekki er hægt að útiloka stöku snjóflóð á meðan ennþá éljar og skefur aðeins til fjalla. Á morgun bætir í úrkomu á ný með vaxandi vindi í austlægri átt. Spáð er mikilli úrkomu fram á laugardag. Heldur hlýnar og gæti orðið slydda í byggð en snjókoma til fjalla. Viðbúið er að snjóflóðahætta aukist á ný á Austfjörðum í þessu veðri.“
Snjóflóð í Neskaupstað Veður Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir „Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana“ Þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í morgun og þá hafa snjóflóð fallið í Mjóafirði og á Reyðarfirði utan byggðar. Íbúi í Neskaupstað segir atburðina erfiða fyrir marga og áminning um mannskæð snjóflóð í bænum fyrir hálfri öld. 27. mars 2023 23:46 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Snjóflóð féll á yfirgefna byggingu á Seyðisfirði Snjóflóð féll á byggingu á Seyðisfirði í dag. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Landsbjargar var um að ræða yfirgefna byggingu. Töluverður fjöldi björgunarsveitarmanna eru nú komnir austur og tilbúnir til aðstoðar. 27. mars 2023 18:45 Fara af neyðarstigi á hættustig Þegar snjóflóð féllu á Neskaupstað í morgun var neyðarstigi Almannavarna lýst yfir. Nú hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákveðið að fara af neyðarstigi niður á hættustig. 27. mars 2023 19:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
„Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana“ Þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í morgun og þá hafa snjóflóð fallið í Mjóafirði og á Reyðarfirði utan byggðar. Íbúi í Neskaupstað segir atburðina erfiða fyrir marga og áminning um mannskæð snjóflóð í bænum fyrir hálfri öld. 27. mars 2023 23:46
„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14
Snjóflóð féll á yfirgefna byggingu á Seyðisfirði Snjóflóð féll á byggingu á Seyðisfirði í dag. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Landsbjargar var um að ræða yfirgefna byggingu. Töluverður fjöldi björgunarsveitarmanna eru nú komnir austur og tilbúnir til aðstoðar. 27. mars 2023 18:45
Fara af neyðarstigi á hættustig Þegar snjóflóð féllu á Neskaupstað í morgun var neyðarstigi Almannavarna lýst yfir. Nú hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákveðið að fara af neyðarstigi niður á hættustig. 27. mars 2023 19:15