Hættulegur staður allt árið um kring Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2023 11:45 Mikill ís er í gilinu. Frá björgunaraðgerðum við Glym í gær. Landsbjörg Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. Konan, erlendur ferðamaður, var á göngu með maka sínum við fossinn Glym þegar hún féll fram af gilbrúninni. Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir ljóst að fallið hafi verið mjög hátt, á annað hundrað metra. Lögregla rannsakar slysið og vinnur nú meðal annars að því að ná í ættingja konunnar. Aðstæður hafi verið hættulegar og mikil hálka á svæðinnu. Undir þetta tekur Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Eina leiðin fyrir björgunarfólk til að komast að konunni hafi verið gangandi upp gilið. „En það var erfitt, hættulegt. Mikil hætta á hruni og tók langan tíma. Þarna var og er mjög mikill ís, bæði i gilinu og eins uppi á gilbörmum, þannig að aðstæður þarna eru bara hættulegar,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Egill „Við þurfum að girða okkur í brók“ Öryggi vegfarenda við Glym sé ábótavant. „Gönguleiðin upp að Glym er víðast hvar á gilbrúninni og þar sem endapunkturinn er, þar sem fólk vill taka af sér mynd, þar er það á gilbarminum. En þar er ekkert sem það getur gripið í, hvorki bandspottar né keðjur eða neitt, og það ætti kannski ekki að vera erfitt að koma einhverjum búnaði fyrir sem varnaði því að fólk færi beint fram af.“ Þá sýni slysið að nauðsynlegra úrbóta sé þörf í stærra samhengi. „Þessi staður er hættulegur allt árið um kring og enn hættulegri núna þegar er ís á gönguleiðinni. En það eru miklu fleiri staðir um allt land þar sem er hætta búin ferðamönnum og við þurfum bara að setja okkur það markmið að gestirnir okkar geti verið öruggir á þessum vinsælu ferðamannastöðum.“ Gerist þetta bara of hægt? „Ég held að það sé alveg ljóst að það sé staðan. Þetta slys sýnir okkur að við þurfum að girða okkur í brók og gera þetta almennilega,“ segir Jón Þór. Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49 Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. 22. mars 2023 14:43 Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Konan, erlendur ferðamaður, var á göngu með maka sínum við fossinn Glym þegar hún féll fram af gilbrúninni. Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir ljóst að fallið hafi verið mjög hátt, á annað hundrað metra. Lögregla rannsakar slysið og vinnur nú meðal annars að því að ná í ættingja konunnar. Aðstæður hafi verið hættulegar og mikil hálka á svæðinnu. Undir þetta tekur Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Eina leiðin fyrir björgunarfólk til að komast að konunni hafi verið gangandi upp gilið. „En það var erfitt, hættulegt. Mikil hætta á hruni og tók langan tíma. Þarna var og er mjög mikill ís, bæði i gilinu og eins uppi á gilbörmum, þannig að aðstæður þarna eru bara hættulegar,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Egill „Við þurfum að girða okkur í brók“ Öryggi vegfarenda við Glym sé ábótavant. „Gönguleiðin upp að Glym er víðast hvar á gilbrúninni og þar sem endapunkturinn er, þar sem fólk vill taka af sér mynd, þar er það á gilbarminum. En þar er ekkert sem það getur gripið í, hvorki bandspottar né keðjur eða neitt, og það ætti kannski ekki að vera erfitt að koma einhverjum búnaði fyrir sem varnaði því að fólk færi beint fram af.“ Þá sýni slysið að nauðsynlegra úrbóta sé þörf í stærra samhengi. „Þessi staður er hættulegur allt árið um kring og enn hættulegri núna þegar er ís á gönguleiðinni. En það eru miklu fleiri staðir um allt land þar sem er hætta búin ferðamönnum og við þurfum bara að setja okkur það markmið að gestirnir okkar geti verið öruggir á þessum vinsælu ferðamannastöðum.“ Gerist þetta bara of hægt? „Ég held að það sé alveg ljóst að það sé staðan. Þetta slys sýnir okkur að við þurfum að girða okkur í brók og gera þetta almennilega,“ segir Jón Þór.
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49 Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. 22. mars 2023 14:43 Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49
Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. 22. mars 2023 14:43
Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52