Taugaveiklun í Seðlabankanum Sigurjón Þórðarson skrifar 23. mars 2023 07:30 Flest í efnahagslega umhverfi landsins er hagfellt; fisk- og álverð er hátt, ferðamenn streyma til landsins og hagvöxtur á kínverskum mælikvarða á sl. ári eða rúm 6%. Vandi efnahagslífsins er mikil verðbólga sem orsakast annars vegar af hækkun á verði erlendra aðfanga og hins vegar vegna skorts á húsnæði. En húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi undanfarin misseri. Vissulega hafa stjórnvöld kynnt verðbólgubálið með griðarlegum verðskrárhækkunum á þjónustugjöldum. Seðlabankinn hefur brugðist við verðbólgunni með gengdarlausum vaxtahækkunum en vandséð að hækkanir Seðlabankans geti haft nokkur áhrif á t.d. olíuverð á heimsmarkaði eða aukið framboð á íbúðarhúsnæði eða hvað þá lækkað gjaldheimtu Bjarna Ben. Margt bendir til þess að vaxtahækkanirnar hafi þveröfug áhrif, m.a. vegna þess að þær draga úr hvötum til byggingu íbúðarhúsnæðis og auka rekstrarkostnað fyrirtækja sem fyrirtæki velta síðan eðlilega út í verðlagið. Ýmislegt bendir til þess að það ríki ákveðið ójafnvægi og óðagot í Seðlabankanum, þ.e. að menn skrúfi upp vextina, án þess að meta heildstætt þau áhrif sem gríðarlegar hækkanir stýrivaxta hafa á hagkerfið. Vaxtahækkanirnar hafa vissulega lítil áhrif á verðbólguna, en hafa mikil á afkomu skuldsettra heimila og nú svo mikil að það stefnir í óefni. Það er sturluð staðreynd að stjórnvöld séu markvisst að setja heimilin og einkum heimili yngri kynlsóðanna á vonarvöl, og það þegar vel árar í samfélaginu. Seðlabankinn er að setja heimilinn á hausinn í miðju góðæri. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Flest í efnahagslega umhverfi landsins er hagfellt; fisk- og álverð er hátt, ferðamenn streyma til landsins og hagvöxtur á kínverskum mælikvarða á sl. ári eða rúm 6%. Vandi efnahagslífsins er mikil verðbólga sem orsakast annars vegar af hækkun á verði erlendra aðfanga og hins vegar vegna skorts á húsnæði. En húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi undanfarin misseri. Vissulega hafa stjórnvöld kynnt verðbólgubálið með griðarlegum verðskrárhækkunum á þjónustugjöldum. Seðlabankinn hefur brugðist við verðbólgunni með gengdarlausum vaxtahækkunum en vandséð að hækkanir Seðlabankans geti haft nokkur áhrif á t.d. olíuverð á heimsmarkaði eða aukið framboð á íbúðarhúsnæði eða hvað þá lækkað gjaldheimtu Bjarna Ben. Margt bendir til þess að vaxtahækkanirnar hafi þveröfug áhrif, m.a. vegna þess að þær draga úr hvötum til byggingu íbúðarhúsnæðis og auka rekstrarkostnað fyrirtækja sem fyrirtæki velta síðan eðlilega út í verðlagið. Ýmislegt bendir til þess að það ríki ákveðið ójafnvægi og óðagot í Seðlabankanum, þ.e. að menn skrúfi upp vextina, án þess að meta heildstætt þau áhrif sem gríðarlegar hækkanir stýrivaxta hafa á hagkerfið. Vaxtahækkanirnar hafa vissulega lítil áhrif á verðbólguna, en hafa mikil á afkomu skuldsettra heimila og nú svo mikil að það stefnir í óefni. Það er sturluð staðreynd að stjórnvöld séu markvisst að setja heimilin og einkum heimili yngri kynlsóðanna á vonarvöl, og það þegar vel árar í samfélaginu. Seðlabankinn er að setja heimilinn á hausinn í miðju góðæri. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.