Stór plástur í sár á útidyrahurðinni á Siglufjarðarkirkju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2023 16:10 Hægri hurðin er komin í viðgerð en krossviðsplata fyllir í gatið. Sigurður Ægisson Allt helgihald fellur niður í Siglufjarðarkirkju á sunnudag eftir að útidyrahurð kirkjunnar gaf sig í vindi í morgun. Meðhjálpari segir að hurðin verði lagfærð en svo verði blankur söfnuðurinn að finna leið til að fjárfesta í nýrri hurð. Þessi sé komin vel til ára sinna. Það var á sjöunda tímanum í morgun sem bankað var hjá Jóni Andrjesi Hinrikssyni á Siglufirði. Svipað var uppi á teningnum fyrir þremur til fjórum árum. Sami maður á ferð. „Þá var hurðin opin, skökk og snúinn. Enda er hún barn síns tíma. Í morgun var hún fokin af og lá alveg úti á stétt. Hékk ekki einu sinni á hjörunum,“ segir Jón Andrjes. Hann lýsir sér sem meðhjálpara í hjáverkum við kirkjuna. Hann segir sem svo virðist sem læsingin hafi verið biluð. En hurðin sé svo að segja ónýt. Þó eigi að lappa upp á hana, „hrækja í þetta“ eins og Jón Andrjes kemst að orði, en svo þurfi að fjárfesta í nýrri hurð. „Þótt söfnuðurinn sé blankur.“ Hurðin féll á stéttina en var borin inn á kirkjugólf áður en hún var flutt í góðar hendur siglfirskra smiða.Sigurður Ægisson Hvasst hefur verið á Siglufirði undanfarið í framhaldi af dúnalogni sem var í blíðviðri en kulda á mánudaginn. Smiðir á Siglufirði brugðust skjótt við í morgun. Krossviðsplötu var smellt í gatið svo ekki blæs inn. Þó verður ekkert af messuhaldi um helgina, hvorki barnastarfi né gospelmessa. Hurðin er að líkindum um níutíu ára gömul eða jafngömul kirkjunni. Sigurður Ægisson sóknarprestur, sem greindi frá tíðindunum á Facebook, segir ljóst að kostnaður við kaup á nýrri hurð hlaupi á tveimur til þremur milljónum. Huga þurfi að lausn til langtíma. En á meðan sé allt gert til að helgistarf um páskana geti farið fram samkvæmt áætlun. Fjallabyggð Þjóðkirkjan Veður Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Það var á sjöunda tímanum í morgun sem bankað var hjá Jóni Andrjesi Hinrikssyni á Siglufirði. Svipað var uppi á teningnum fyrir þremur til fjórum árum. Sami maður á ferð. „Þá var hurðin opin, skökk og snúinn. Enda er hún barn síns tíma. Í morgun var hún fokin af og lá alveg úti á stétt. Hékk ekki einu sinni á hjörunum,“ segir Jón Andrjes. Hann lýsir sér sem meðhjálpara í hjáverkum við kirkjuna. Hann segir sem svo virðist sem læsingin hafi verið biluð. En hurðin sé svo að segja ónýt. Þó eigi að lappa upp á hana, „hrækja í þetta“ eins og Jón Andrjes kemst að orði, en svo þurfi að fjárfesta í nýrri hurð. „Þótt söfnuðurinn sé blankur.“ Hurðin féll á stéttina en var borin inn á kirkjugólf áður en hún var flutt í góðar hendur siglfirskra smiða.Sigurður Ægisson Hvasst hefur verið á Siglufirði undanfarið í framhaldi af dúnalogni sem var í blíðviðri en kulda á mánudaginn. Smiðir á Siglufirði brugðust skjótt við í morgun. Krossviðsplötu var smellt í gatið svo ekki blæs inn. Þó verður ekkert af messuhaldi um helgina, hvorki barnastarfi né gospelmessa. Hurðin er að líkindum um níutíu ára gömul eða jafngömul kirkjunni. Sigurður Ægisson sóknarprestur, sem greindi frá tíðindunum á Facebook, segir ljóst að kostnaður við kaup á nýrri hurð hlaupi á tveimur til þremur milljónum. Huga þurfi að lausn til langtíma. En á meðan sé allt gert til að helgistarf um páskana geti farið fram samkvæmt áætlun.
Fjallabyggð Þjóðkirkjan Veður Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira