Stór plástur í sár á útidyrahurðinni á Siglufjarðarkirkju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2023 16:10 Hægri hurðin er komin í viðgerð en krossviðsplata fyllir í gatið. Sigurður Ægisson Allt helgihald fellur niður í Siglufjarðarkirkju á sunnudag eftir að útidyrahurð kirkjunnar gaf sig í vindi í morgun. Meðhjálpari segir að hurðin verði lagfærð en svo verði blankur söfnuðurinn að finna leið til að fjárfesta í nýrri hurð. Þessi sé komin vel til ára sinna. Það var á sjöunda tímanum í morgun sem bankað var hjá Jóni Andrjesi Hinrikssyni á Siglufirði. Svipað var uppi á teningnum fyrir þremur til fjórum árum. Sami maður á ferð. „Þá var hurðin opin, skökk og snúinn. Enda er hún barn síns tíma. Í morgun var hún fokin af og lá alveg úti á stétt. Hékk ekki einu sinni á hjörunum,“ segir Jón Andrjes. Hann lýsir sér sem meðhjálpara í hjáverkum við kirkjuna. Hann segir sem svo virðist sem læsingin hafi verið biluð. En hurðin sé svo að segja ónýt. Þó eigi að lappa upp á hana, „hrækja í þetta“ eins og Jón Andrjes kemst að orði, en svo þurfi að fjárfesta í nýrri hurð. „Þótt söfnuðurinn sé blankur.“ Hurðin féll á stéttina en var borin inn á kirkjugólf áður en hún var flutt í góðar hendur siglfirskra smiða.Sigurður Ægisson Hvasst hefur verið á Siglufirði undanfarið í framhaldi af dúnalogni sem var í blíðviðri en kulda á mánudaginn. Smiðir á Siglufirði brugðust skjótt við í morgun. Krossviðsplötu var smellt í gatið svo ekki blæs inn. Þó verður ekkert af messuhaldi um helgina, hvorki barnastarfi né gospelmessa. Hurðin er að líkindum um níutíu ára gömul eða jafngömul kirkjunni. Sigurður Ægisson sóknarprestur, sem greindi frá tíðindunum á Facebook, segir ljóst að kostnaður við kaup á nýrri hurð hlaupi á tveimur til þremur milljónum. Huga þurfi að lausn til langtíma. En á meðan sé allt gert til að helgistarf um páskana geti farið fram samkvæmt áætlun. Fjallabyggð Þjóðkirkjan Veður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Það var á sjöunda tímanum í morgun sem bankað var hjá Jóni Andrjesi Hinrikssyni á Siglufirði. Svipað var uppi á teningnum fyrir þremur til fjórum árum. Sami maður á ferð. „Þá var hurðin opin, skökk og snúinn. Enda er hún barn síns tíma. Í morgun var hún fokin af og lá alveg úti á stétt. Hékk ekki einu sinni á hjörunum,“ segir Jón Andrjes. Hann lýsir sér sem meðhjálpara í hjáverkum við kirkjuna. Hann segir sem svo virðist sem læsingin hafi verið biluð. En hurðin sé svo að segja ónýt. Þó eigi að lappa upp á hana, „hrækja í þetta“ eins og Jón Andrjes kemst að orði, en svo þurfi að fjárfesta í nýrri hurð. „Þótt söfnuðurinn sé blankur.“ Hurðin féll á stéttina en var borin inn á kirkjugólf áður en hún var flutt í góðar hendur siglfirskra smiða.Sigurður Ægisson Hvasst hefur verið á Siglufirði undanfarið í framhaldi af dúnalogni sem var í blíðviðri en kulda á mánudaginn. Smiðir á Siglufirði brugðust skjótt við í morgun. Krossviðsplötu var smellt í gatið svo ekki blæs inn. Þó verður ekkert af messuhaldi um helgina, hvorki barnastarfi né gospelmessa. Hurðin er að líkindum um níutíu ára gömul eða jafngömul kirkjunni. Sigurður Ægisson sóknarprestur, sem greindi frá tíðindunum á Facebook, segir ljóst að kostnaður við kaup á nýrri hurð hlaupi á tveimur til þremur milljónum. Huga þurfi að lausn til langtíma. En á meðan sé allt gert til að helgistarf um páskana geti farið fram samkvæmt áætlun.
Fjallabyggð Þjóðkirkjan Veður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira