Hjartað á réttum stað í mannréttindum Eva Einarsdóttir skrifar 21. mars 2023 13:30 Í dag fer fram aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International þar sem m.a. verður kynnt ný ársskýrsla samtakanna. Þegar horft er í baksýnisspegilinn kemur fyrst upp í hugann að í byrjun síðasta árs var heimurinn enn að berjast við heimsfaraldur sem hafði víðtæk áhrif á réttindi fólks, svo sem tjáningarfrelsi og ferðafrelsi sem og auðvitað heilsu. Í febrúar gerðist svo það sem maður sá ekki fyrir, innrás Rússlands í Úkraínu. Snemma árs gaf Amnesty International út ítarlega skýrslu um aðskilnaðarstefnu Ísraels og hryllilegar aðgerðir gegn palestínsku fólki: umfangsmiklar landtökur og eignarnám, ólögmæt dráp, þvingaða brottflutninga, verulega skerðingu á ferðafrelsi og þess að fólki sé synjað um ríkisfang eða ríkisborgararétt. Skýrslan hlaut mikla umfjöllun bæði i fjölmiðlum og innan alþjóðasamfélagsins, svo sem innan alþjóðadómstólsins í Haag. Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Það er því miður alltof ströng löggjöf í mörgum löndum gegn sjálfsákvörðunarvaldi fólks til þungunarrofs. Ekki þarf að leita lengra en til Færeyja, þar sem þungunarrofslög eru með þeim ströngustu sem þekkjast í Evrópu. Í ár mun Amnesty International meðal annars beita sér fyrir því að þessum lögum verði breytt. Við heyrum daglega neikvæðar fréttir í fjölmiðlum en það er mikilvægt bæði fyrir okkur sem störfum fyrir hreyfinguna og einnig fyrir ykkur sem styðjið við starfið, bæði fjárhagslega og með gjörðum, að heyra af öllum þeim sigrum sem nást. Árið 2022 náðist heilmikið fram: fólk sem sætti ólögmætri fangelsisvist fékk frelsi á ný, gerendur mannréttindabrota voru látnir sæta ábyrgð, mikilvægar ályktanir voru samþykktar á alþjóðavettvangi og umbætur á löggjöf áttu sér stað í ýmsum löndum. Afnám dauðarefsingarinnar á heimsvísu hélt áfram að mjakast í rétta átt og einnig urðu framfarir á sviði kvenréttinda og hinsegin fólks. Þrátt fyrir góðar fréttir frá hinum ýmsu löndum hefur Amnesty International greint bakslag í ýmsum málaflokkum. Skertari réttindi hinsegin fólks, sýnilegri rasismi, bann við þungunarrofi, mannréttindabrot í stríðshrjáðum löndum og aukinn fjöldi flóttafólks minnir okkur á af hverju það er mikilvægt að við sameinumst sem flest í að standa vörð um mannréttindi. Íslandsdeild Amnesty International heldur úti öflugu fræðslustarfi og það gera fjölmörg önnur samtök sem starfa í þágu mannréttinda. Skólar, samtök, stofnanir og fyrirtæki geta óskað eftir slíkri fræðslu og eins er heimasíða deildarinnar með víðtækt fræðsluefni. Það var ánægjulegt í lok ársins 2022 þegar Íslandsdeild Amnesty náði markmiði sínu í stærstu árlegu herferð samtakanna, Þitt nafn bjargar lífi, og safnaði alls 57.803 undirskriftum. Það má ýmislegt um okkur hér á Íslandi segja og margt má bæta en við erum mörg með hjartað á réttum stað þegar kemur að mannréttinda- og mannúðarmálum. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn kl. 17:00 á skrifstofu samtakanna að Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Öll velkomin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í dag fer fram aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International þar sem m.a. verður kynnt ný ársskýrsla samtakanna. Þegar horft er í baksýnisspegilinn kemur fyrst upp í hugann að í byrjun síðasta árs var heimurinn enn að berjast við heimsfaraldur sem hafði víðtæk áhrif á réttindi fólks, svo sem tjáningarfrelsi og ferðafrelsi sem og auðvitað heilsu. Í febrúar gerðist svo það sem maður sá ekki fyrir, innrás Rússlands í Úkraínu. Snemma árs gaf Amnesty International út ítarlega skýrslu um aðskilnaðarstefnu Ísraels og hryllilegar aðgerðir gegn palestínsku fólki: umfangsmiklar landtökur og eignarnám, ólögmæt dráp, þvingaða brottflutninga, verulega skerðingu á ferðafrelsi og þess að fólki sé synjað um ríkisfang eða ríkisborgararétt. Skýrslan hlaut mikla umfjöllun bæði i fjölmiðlum og innan alþjóðasamfélagsins, svo sem innan alþjóðadómstólsins í Haag. Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Það er því miður alltof ströng löggjöf í mörgum löndum gegn sjálfsákvörðunarvaldi fólks til þungunarrofs. Ekki þarf að leita lengra en til Færeyja, þar sem þungunarrofslög eru með þeim ströngustu sem þekkjast í Evrópu. Í ár mun Amnesty International meðal annars beita sér fyrir því að þessum lögum verði breytt. Við heyrum daglega neikvæðar fréttir í fjölmiðlum en það er mikilvægt bæði fyrir okkur sem störfum fyrir hreyfinguna og einnig fyrir ykkur sem styðjið við starfið, bæði fjárhagslega og með gjörðum, að heyra af öllum þeim sigrum sem nást. Árið 2022 náðist heilmikið fram: fólk sem sætti ólögmætri fangelsisvist fékk frelsi á ný, gerendur mannréttindabrota voru látnir sæta ábyrgð, mikilvægar ályktanir voru samþykktar á alþjóðavettvangi og umbætur á löggjöf áttu sér stað í ýmsum löndum. Afnám dauðarefsingarinnar á heimsvísu hélt áfram að mjakast í rétta átt og einnig urðu framfarir á sviði kvenréttinda og hinsegin fólks. Þrátt fyrir góðar fréttir frá hinum ýmsu löndum hefur Amnesty International greint bakslag í ýmsum málaflokkum. Skertari réttindi hinsegin fólks, sýnilegri rasismi, bann við þungunarrofi, mannréttindabrot í stríðshrjáðum löndum og aukinn fjöldi flóttafólks minnir okkur á af hverju það er mikilvægt að við sameinumst sem flest í að standa vörð um mannréttindi. Íslandsdeild Amnesty International heldur úti öflugu fræðslustarfi og það gera fjölmörg önnur samtök sem starfa í þágu mannréttinda. Skólar, samtök, stofnanir og fyrirtæki geta óskað eftir slíkri fræðslu og eins er heimasíða deildarinnar með víðtækt fræðsluefni. Það var ánægjulegt í lok ársins 2022 þegar Íslandsdeild Amnesty náði markmiði sínu í stærstu árlegu herferð samtakanna, Þitt nafn bjargar lífi, og safnaði alls 57.803 undirskriftum. Það má ýmislegt um okkur hér á Íslandi segja og margt má bæta en við erum mörg með hjartað á réttum stað þegar kemur að mannréttinda- og mannúðarmálum. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn kl. 17:00 á skrifstofu samtakanna að Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Öll velkomin.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar