Víggirtu dómshús eftir að Trump hvatti til mótmæla Árni Sæberg skrifar 20. mars 2023 20:44 Starfsmenn á vegum lögreglunnar í New York borg reistu varnargirðingar við dómshúsið í borginni í morgun. Seth Wenig/Ap Lögregluyfirvöld í New York í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir það að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verði hugsanlega veitt réttarstaða sakbornings í ríkinu. Lögreglumenn reistu varnargirðingar við dómshús á Manhattan í dag eftir að Trump hvatti fylgjendur sína til mótmæla. Donald Trump sagði á laugardag að hann verði handtekinn á morgun. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Í svokölluðum „sannleik“ sem hann birti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, sagði Trump að „ólöglegur leki“ bendi til þess að hann verði handtekinn á morgun, þriðjudag, og kallaði eftir því að stuðningsmenn hans mótmæli víðs vegar um Bandaríkin. Lögregluyfirvöld í New York ríki, þar sem mál Trumps eru til rannsóknar, eru á tánum vegna hugsanlegrar yfirvofandi ákvörðunar kviðdóms í ríkinu um að Trump verði ákærður. Búist var við því að kviðdómurinn kæmist að niðurstöðu seint í dag eða á miðvikudag. Kviðdómurinn var þó enn að störfum við að afla sönnunargagna í dag, að því er segir í frétt Reuters um málið. Hluti af undirbúningi lögreglunnar var að reisa girðingar utan um og við dómshúsið á Manhattan. Mótmælahvatning hefur hlotið dræmar undirtektir Þrátt fyrir að óttast sé að skilaboð Trumps til stuðningsmanna sinna valdi því að þeir bregðist ókvæða við, líkt og þeir gerðu þann 2. janúar árið 2021 þegar þeir réðust inn í þinghúsið í Washington, virðast undirtektir vera dræmar. Eric Adams, borgarstjóri New York borgar, segir til að mynda að lögreglan þar í borg hafi fylgst vel með samfélagsmiðlum síðustu daga í leit að „óviðeigandi aðgerðum“, en að engar trúverðugar ógnir hafi fundist. Í frétt AP um málið segir að jafnvel sumir af hörðustu stuðningsmönnum forsetans fyrrverandi hafi sagt hvatningu til mótmæla tímasóun eða jafnvel bragð af hálfu lögregluyfirvalda. Þeirra á meðal er Ali Alexander, einn skipuleggjenda „Stop the steal“, hreyfingar sem hélt því ranglega fram að sigri í forsetakosningunum árið 2020 hefði verið „stolið“ af Trump. Hann varaði stuðningsmenn Trumps við því að mótmæla í New York, enda gætu þeir lent í því að vera handteknir eða þaðan af verra, gerðu þeir það. „Þið njótið hvorki frelsis né réttinda þar,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum Twitter. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Donald Trump sagði á laugardag að hann verði handtekinn á morgun. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Í svokölluðum „sannleik“ sem hann birti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, sagði Trump að „ólöglegur leki“ bendi til þess að hann verði handtekinn á morgun, þriðjudag, og kallaði eftir því að stuðningsmenn hans mótmæli víðs vegar um Bandaríkin. Lögregluyfirvöld í New York ríki, þar sem mál Trumps eru til rannsóknar, eru á tánum vegna hugsanlegrar yfirvofandi ákvörðunar kviðdóms í ríkinu um að Trump verði ákærður. Búist var við því að kviðdómurinn kæmist að niðurstöðu seint í dag eða á miðvikudag. Kviðdómurinn var þó enn að störfum við að afla sönnunargagna í dag, að því er segir í frétt Reuters um málið. Hluti af undirbúningi lögreglunnar var að reisa girðingar utan um og við dómshúsið á Manhattan. Mótmælahvatning hefur hlotið dræmar undirtektir Þrátt fyrir að óttast sé að skilaboð Trumps til stuðningsmanna sinna valdi því að þeir bregðist ókvæða við, líkt og þeir gerðu þann 2. janúar árið 2021 þegar þeir réðust inn í þinghúsið í Washington, virðast undirtektir vera dræmar. Eric Adams, borgarstjóri New York borgar, segir til að mynda að lögreglan þar í borg hafi fylgst vel með samfélagsmiðlum síðustu daga í leit að „óviðeigandi aðgerðum“, en að engar trúverðugar ógnir hafi fundist. Í frétt AP um málið segir að jafnvel sumir af hörðustu stuðningsmönnum forsetans fyrrverandi hafi sagt hvatningu til mótmæla tímasóun eða jafnvel bragð af hálfu lögregluyfirvalda. Þeirra á meðal er Ali Alexander, einn skipuleggjenda „Stop the steal“, hreyfingar sem hélt því ranglega fram að sigri í forsetakosningunum árið 2020 hefði verið „stolið“ af Trump. Hann varaði stuðningsmenn Trumps við því að mótmæla í New York, enda gætu þeir lent í því að vera handteknir eða þaðan af verra, gerðu þeir það. „Þið njótið hvorki frelsis né réttinda þar,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum Twitter.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira