Stelpur, hafið þið heyrt um LSD? Þorgerður M Þorbjarnardóttir skrifar 20. mars 2023 12:01 Svo hljóðaði spurning sem gamalgróinn jeppamaður spurði mig og samstarfskonu mína þegar ég vann við landvörslu á norðaustur-hálendi íslands árið 2021. Það kom á okkur fát enda kom spurningin eins og þruma úr heiðskýru lofti og órætt hvert hann var að fara með þetta. Sem betur fer ítrekaði hann spurninguna áður en við náðum að svara og hélt áfram. „Lang Stærsti Draumurinn”, það voru uppi hugmyndir hér að virkja jökulsá á fjöllum og búa til risastórt uppistöðulón á norðaustur hálendinu eins og það leggur sig og búa þannig til kynstrin öll af raforku til að lokka hingað frekari stóriðju. Þessa skilgreiningu LSD hafði ég ekki heyrt um áður en hugmyndin hljómar fáránlega. Svo fáránlega að við fórum að skellihlæja. Svæðið er stórkostlegt í hráleika sínum og þangað streyma ferðamenn allstaðar að úr heiminum. Svæðið hefur svo mikla sérstöðu á heimsvísu að geimfarar NASA heimsækja svæðið á hverju ári til að prufa ýmsan búnað sem þarf að virka í köldum, basískum eyðimörkum í geimnum. Það kemur upp svipuð tilfinning þegar ég hugsa um alla þá vindorkukosti sem eru í deiglunni um þessar mundir. Þar vegur sérstaklega þungt Klausturselsvirkjun í sveitarfélaginu Múlaþing sem fyrirtækið Zephyr sækist eftir að reisa á Fljórsdalsheiði. Áformuð mannvirki eru af þvílíkri stærðargráðu að þau minna á LSD. Fyrirhugað er að reisa 70 - 100 risamöstur. Hvert mastur 250 m hátt, á hæð við 3 Hallgrímskirkjur. Veltið því fyrir ykkur hvað eitt slíkt mastur er þungt. Hvert er burðarþol veganna núna? Það liggur í augum uppi að það þyrfti að byggja aðliggjandi veg að hverju einasta mastri. Ekki bara einhvern veg, heldur veg sem ber þessi þyngsli. Virkjanasvæðið yrði alls 41 ferkílómetri en til viðmiðunar er manngert lón Kárahnjúkavirkjunar 57 ferkílómetrar. Aðrir slæmir fylgifiskar Klausturselsvirkjunar eru hljóð- og ljósmengun, sjónmengun, og plastmengun en landvernd hefur tekið saman þessa áhættuþætti í umsögn sinni. Fljótsdalsheiði er lítt snortið heiðarland með viðkvæmt vatnasvið og vistkerfi sem eru mikilvæg fyrir fuglastofna og eru einnig búsvæði hreindýra. Ætlum við virkilega að svara þeirri orkuþörf sem fylgir orkuskiptunum með því að sækja í þessi bjargráð? Íslendingar framleiða nú þegar meiri orku á mann en nokkur önnur þjóð sem við berum okkur saman við, og þessi orkuöflun hefur þegar krafist mikilla fórna á náttúrverðmætum. Samkvæmt skýrslu Dasgupta sem Breska fjármálaráðuneytið gaf út hefur á heimsvísu, milli áranna 1992 og 2014 framleiðsluverðmæti TVÖFALDAST á MANN. Á meðan mannkynið óx um 13% Á sama tíma töpuðum við 40% náttúrulegra verðmæta á mann. Þessi verðmæti eru hvergi í fjármálaskýrslum eða tekin fram í vergri landsframleiðslu. Ætla Íslendingar að halda eyrinum en kasta krónunni með því að sækja aðföngin áfram í náttúruna með tilheyrandi raski á náttúrulegum ferlum í stað þess að sækja þau í framleiðsluverðmætin sem við eigum nú þegar. Við getum bætt nýtingu, breytt framleiðsluháttum og sett sjálf orkuskiptin í algjöran forgang. Landvernd beitir sér gegn því að náttúran eigi enn einusinni að borga brúsann. Við höfum sett fram orkuskiptahermi og sviðsmyndir sem sýna að Íslendingar hafa val um hvernig við forgangsröðum. Ég hvet ykkur til þess að skrifa undir áskorun Landverndar til Zephyr og Múlaþings um að falla frá áformunum um Kalusturselsvirkjun. Undirskriftarlistann má finna hér. Einnig vil ég benda áfrekari upplýsingar varðandi orkuskipti sem við getum verið stolt af. Höfundur er stjórnarmeðlimur hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Svo hljóðaði spurning sem gamalgróinn jeppamaður spurði mig og samstarfskonu mína þegar ég vann við landvörslu á norðaustur-hálendi íslands árið 2021. Það kom á okkur fát enda kom spurningin eins og þruma úr heiðskýru lofti og órætt hvert hann var að fara með þetta. Sem betur fer ítrekaði hann spurninguna áður en við náðum að svara og hélt áfram. „Lang Stærsti Draumurinn”, það voru uppi hugmyndir hér að virkja jökulsá á fjöllum og búa til risastórt uppistöðulón á norðaustur hálendinu eins og það leggur sig og búa þannig til kynstrin öll af raforku til að lokka hingað frekari stóriðju. Þessa skilgreiningu LSD hafði ég ekki heyrt um áður en hugmyndin hljómar fáránlega. Svo fáránlega að við fórum að skellihlæja. Svæðið er stórkostlegt í hráleika sínum og þangað streyma ferðamenn allstaðar að úr heiminum. Svæðið hefur svo mikla sérstöðu á heimsvísu að geimfarar NASA heimsækja svæðið á hverju ári til að prufa ýmsan búnað sem þarf að virka í köldum, basískum eyðimörkum í geimnum. Það kemur upp svipuð tilfinning þegar ég hugsa um alla þá vindorkukosti sem eru í deiglunni um þessar mundir. Þar vegur sérstaklega þungt Klausturselsvirkjun í sveitarfélaginu Múlaþing sem fyrirtækið Zephyr sækist eftir að reisa á Fljórsdalsheiði. Áformuð mannvirki eru af þvílíkri stærðargráðu að þau minna á LSD. Fyrirhugað er að reisa 70 - 100 risamöstur. Hvert mastur 250 m hátt, á hæð við 3 Hallgrímskirkjur. Veltið því fyrir ykkur hvað eitt slíkt mastur er þungt. Hvert er burðarþol veganna núna? Það liggur í augum uppi að það þyrfti að byggja aðliggjandi veg að hverju einasta mastri. Ekki bara einhvern veg, heldur veg sem ber þessi þyngsli. Virkjanasvæðið yrði alls 41 ferkílómetri en til viðmiðunar er manngert lón Kárahnjúkavirkjunar 57 ferkílómetrar. Aðrir slæmir fylgifiskar Klausturselsvirkjunar eru hljóð- og ljósmengun, sjónmengun, og plastmengun en landvernd hefur tekið saman þessa áhættuþætti í umsögn sinni. Fljótsdalsheiði er lítt snortið heiðarland með viðkvæmt vatnasvið og vistkerfi sem eru mikilvæg fyrir fuglastofna og eru einnig búsvæði hreindýra. Ætlum við virkilega að svara þeirri orkuþörf sem fylgir orkuskiptunum með því að sækja í þessi bjargráð? Íslendingar framleiða nú þegar meiri orku á mann en nokkur önnur þjóð sem við berum okkur saman við, og þessi orkuöflun hefur þegar krafist mikilla fórna á náttúrverðmætum. Samkvæmt skýrslu Dasgupta sem Breska fjármálaráðuneytið gaf út hefur á heimsvísu, milli áranna 1992 og 2014 framleiðsluverðmæti TVÖFALDAST á MANN. Á meðan mannkynið óx um 13% Á sama tíma töpuðum við 40% náttúrulegra verðmæta á mann. Þessi verðmæti eru hvergi í fjármálaskýrslum eða tekin fram í vergri landsframleiðslu. Ætla Íslendingar að halda eyrinum en kasta krónunni með því að sækja aðföngin áfram í náttúruna með tilheyrandi raski á náttúrulegum ferlum í stað þess að sækja þau í framleiðsluverðmætin sem við eigum nú þegar. Við getum bætt nýtingu, breytt framleiðsluháttum og sett sjálf orkuskiptin í algjöran forgang. Landvernd beitir sér gegn því að náttúran eigi enn einusinni að borga brúsann. Við höfum sett fram orkuskiptahermi og sviðsmyndir sem sýna að Íslendingar hafa val um hvernig við forgangsröðum. Ég hvet ykkur til þess að skrifa undir áskorun Landverndar til Zephyr og Múlaþings um að falla frá áformunum um Kalusturselsvirkjun. Undirskriftarlistann má finna hér. Einnig vil ég benda áfrekari upplýsingar varðandi orkuskipti sem við getum verið stolt af. Höfundur er stjórnarmeðlimur hjá Landvernd.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun