Leyndó í beinni útsendingu Sigmar Guðmundsson skrifar 17. mars 2023 07:01 Nýjustu vendingar í málefnum Lindarhvols eru sennilega þær furðulegustu hingað til. Hjá ríkisstjórnarflokkunum hefur farið gríðarleg orka í að koma í veg fyrir að almenningur fái að sjá greinargerð sem einn ríkisendurskoðandi vann um Lindarhvol, en hún stangast í veigamiklum atriðum á við skýrslu sem annar ríkisendurskoðandi gerði um sama mál. En í vikunni fékk meirihlutinn í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd algerlega brilljant hugmynd. Ný og frumleg nálgun sem á bæði að svala kröfu almennings um aukið gagnsæi, en um leið að viðhalda leyndinni tryggilega. Sigurður Þórðarsson, settur ríkisendurskoðandi, verður boðaður fyrir nefndina á opinn fund en greinargerðin verður áfram sveipuð leyndarhjúpi. Gagnsæið er orðið svo mikið og upplýsingagjöfin svo yfirþyrmandi að halda á fund í beinni útsendingu um trúnaðarmál sem þingmennirnir vilja opinbera en ætla samt ekki að gera það. Settur ríkisendurskoðandi á að sitja fyrir svörum um eitthvað sem engin veit hvað er og ekki má tala um -og alls ekki spyrja um - þótt ríkisstjórnarflokkunum finnist að samtalið eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum í trúnaði. Þetta opinbera trúnaðarsamtal í beinni útsendingu um trúnaðargögnin fer fram eftir helgi þar sem sá sem situr fyrir svörum má alls ekki svara vegna trúnaðar. Þegar ég vann í sjónvarpinu voru svona trúnaðarmál sem ræða þurfti opinberlega afgreidd þannig að gesturinn var blörraður og röddinni breytt. Í tilfelli Alþingis er annar kostur í boði og hann er talsvert betri. Afléttum trúnaði af greinargerðinni og ræðum opinberlega, efnislega og án trúnaðar, í beinni útsendingu, hvernig farið var með fjármuni almennings. Hundruð milljarða. Almenningur á rétt á því. Þessi fyrirhugaði farsi stjórnarmeirihlutans um leyndardóma Leyndarhvols er með þeim lélegri á dagskrá Alþingis í manna minnum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Enn aukast flækjur Lindarhvolsmálsins á Alþingi Þingmenn eru enn að vandræðast með hvort opinbera eigi greinargerð frá fyrrverandi settum ríkisendurskoðanda um eignarhaldsfélag ríkisins utan um eignir sem það leysti til sín eftir hrun bankanna. Málið verður furðulegra með hverjum deginum sem líður 16. mars 2023 21:01 Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Nýjustu vendingar í málefnum Lindarhvols eru sennilega þær furðulegustu hingað til. Hjá ríkisstjórnarflokkunum hefur farið gríðarleg orka í að koma í veg fyrir að almenningur fái að sjá greinargerð sem einn ríkisendurskoðandi vann um Lindarhvol, en hún stangast í veigamiklum atriðum á við skýrslu sem annar ríkisendurskoðandi gerði um sama mál. En í vikunni fékk meirihlutinn í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd algerlega brilljant hugmynd. Ný og frumleg nálgun sem á bæði að svala kröfu almennings um aukið gagnsæi, en um leið að viðhalda leyndinni tryggilega. Sigurður Þórðarsson, settur ríkisendurskoðandi, verður boðaður fyrir nefndina á opinn fund en greinargerðin verður áfram sveipuð leyndarhjúpi. Gagnsæið er orðið svo mikið og upplýsingagjöfin svo yfirþyrmandi að halda á fund í beinni útsendingu um trúnaðarmál sem þingmennirnir vilja opinbera en ætla samt ekki að gera það. Settur ríkisendurskoðandi á að sitja fyrir svörum um eitthvað sem engin veit hvað er og ekki má tala um -og alls ekki spyrja um - þótt ríkisstjórnarflokkunum finnist að samtalið eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum í trúnaði. Þetta opinbera trúnaðarsamtal í beinni útsendingu um trúnaðargögnin fer fram eftir helgi þar sem sá sem situr fyrir svörum má alls ekki svara vegna trúnaðar. Þegar ég vann í sjónvarpinu voru svona trúnaðarmál sem ræða þurfti opinberlega afgreidd þannig að gesturinn var blörraður og röddinni breytt. Í tilfelli Alþingis er annar kostur í boði og hann er talsvert betri. Afléttum trúnaði af greinargerðinni og ræðum opinberlega, efnislega og án trúnaðar, í beinni útsendingu, hvernig farið var með fjármuni almennings. Hundruð milljarða. Almenningur á rétt á því. Þessi fyrirhugaði farsi stjórnarmeirihlutans um leyndardóma Leyndarhvols er með þeim lélegri á dagskrá Alþingis í manna minnum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Enn aukast flækjur Lindarhvolsmálsins á Alþingi Þingmenn eru enn að vandræðast með hvort opinbera eigi greinargerð frá fyrrverandi settum ríkisendurskoðanda um eignarhaldsfélag ríkisins utan um eignir sem það leysti til sín eftir hrun bankanna. Málið verður furðulegra með hverjum deginum sem líður 16. mars 2023 21:01
Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar