„Við erum ennþá í áfalli eftir þetta“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. mars 2023 19:30 Í samtali við Vísi fyrr í dag segir kærasta konunnar sem slasaðist að nokkuð hafi verið dregið úr atvikalýsingum í fréttum um slysið í gær. Vísir/Vilhelm „Við héldum að þetta væri eitthvað hryðjuverkadæmi. Það var ekki eins og þetta væri einhver lítil Súkka að bakka óvarlega út úr stæði,“ segir kærasta konunnar sem slasaðist í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík. Fram kom í frétt Vísis í gær að samkvæmt Þorsteini Gunnarssyni varðstjóra hjá slökkviliðinu var um óviljaverk að ræða og betur fór en á horfðist. Fram kom að kona hefði slasast í óhappinu og verið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, ásamt einum til viðbótar. Þorsteinn sagðist halda að engin teljandi meiðsl hefðu orðið á fólki. Hins vegar varð töluvert tjón á bílunum, og á húsnæðinu þar sem bíllinn ók á rúðu verslunarrýmisins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig greint frá atvikinu og kom þar fram að „glerbrotum hefði rignt yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar.“ Þá kom fram bílinn hefði ekið utan í konu. „Við vorum bara hérna með sitt hvorn viðskiptavininn og svo bara þetta gerðist mjög snöggt. Við heyrðum miklar drunur og svo kom bara bílinn hérna inn,“ sagði Auður Bryndís Sigurðardóttir, eigandi hársgreiðslustofunnar Hárfélagsins, í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöldi. Svakalegt högg Í samtali við Vísi fyrr í dag segir kærasta konunnar sem slasaðist að nokkuð hafi verið dregið úr atvikalýsingum í fréttum um slysið í gær. „Að bíllinn hafi „keyrt utan í konu“ er bara alls ekki rétt. Það er ekki eins og hann hafi bara aðeins nuddast utan í hana. Hann stígur bensínið í botn, bæði bakkar yfir hana og keyrir svo yfir hana.“ Konan sem Vísir ræddi við segist hafa skutlað kærustu sinni í klippingu áður en þetta gerðist og rétt verið búin að kveðja hana þegar slysið átti sér stað. Hún hafi því horft upp á þetta allt saman. Líkt og fram hefur komið keyrði maðurinn á sjö bíla.Vísir/Vilhelm „Ég sat í bílstjórasætinu, hurðin var opin og ég er að segja bless við hana áður en hún fer í klippingu. Og þá kemur hann með svakalegu höggi. Þetta var eldri maður sem var með bílinn sinn í gangi, stór nýr Benz-jeppi. Hann kemst ekki inn um bílstjórahurðina því einhver lagði svo þétt upp að, þannig að hann fer farþegamegin og ætlar að klöngrast yfir. Hann stígur ekki í gólfið heldur stígur bensíngjöfina í botn og bíllinn smellur í bakkgír. Hann bakkar yfir hana og kemur svo á sömu ferð til baka því hann ætlar að setja bílinn í park en setur í drive. Hann er ennþá með bensíngjöfina í botni og keyrir svo aftur yfir hana. Svo endar hann inni í hárgreiðslustofunni.“ Líkt og fram hefur komið keyrði maðurinn á sjö bíla. „Það var bara eins og hann væri óður því í fyrstu virtist hann ekki einu sinni vera undir stýri,“ segir konan. „Ég næ að hlaupa út og einhvern veginn náði ég að lyfta henni upp af götunni og forða okkur í burtu. Við héldum að bíllinn kæmi aftur því það var eins og það væri ennþá hreyfing á honum og við vissum ekki hvað manninum gekk til á þessari stundu. Svo var bara hringt á neyðarlínuna og allt fer í gang.“ Hún segir áfallið hafa verið mikið og meiðsli kærustu sinnar séu umtalsverð. „Hún er mjög mikið marin og það blæddi inn á vöðva og naglaförin eftir dekkin sjást hér og þar. Við erum ennþá í áfalli eftir þetta. Það er bara mildi að ekki hafið farið verr og hugur okkur er auðvitað hjá bílstjóranum, þar sem þetta var slys.” Slökkvilið Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Fram kom í frétt Vísis í gær að samkvæmt Þorsteini Gunnarssyni varðstjóra hjá slökkviliðinu var um óviljaverk að ræða og betur fór en á horfðist. Fram kom að kona hefði slasast í óhappinu og verið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, ásamt einum til viðbótar. Þorsteinn sagðist halda að engin teljandi meiðsl hefðu orðið á fólki. Hins vegar varð töluvert tjón á bílunum, og á húsnæðinu þar sem bíllinn ók á rúðu verslunarrýmisins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var einnig greint frá atvikinu og kom þar fram að „glerbrotum hefði rignt yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar.“ Þá kom fram bílinn hefði ekið utan í konu. „Við vorum bara hérna með sitt hvorn viðskiptavininn og svo bara þetta gerðist mjög snöggt. Við heyrðum miklar drunur og svo kom bara bílinn hérna inn,“ sagði Auður Bryndís Sigurðardóttir, eigandi hársgreiðslustofunnar Hárfélagsins, í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöldi. Svakalegt högg Í samtali við Vísi fyrr í dag segir kærasta konunnar sem slasaðist að nokkuð hafi verið dregið úr atvikalýsingum í fréttum um slysið í gær. „Að bíllinn hafi „keyrt utan í konu“ er bara alls ekki rétt. Það er ekki eins og hann hafi bara aðeins nuddast utan í hana. Hann stígur bensínið í botn, bæði bakkar yfir hana og keyrir svo yfir hana.“ Konan sem Vísir ræddi við segist hafa skutlað kærustu sinni í klippingu áður en þetta gerðist og rétt verið búin að kveðja hana þegar slysið átti sér stað. Hún hafi því horft upp á þetta allt saman. Líkt og fram hefur komið keyrði maðurinn á sjö bíla.Vísir/Vilhelm „Ég sat í bílstjórasætinu, hurðin var opin og ég er að segja bless við hana áður en hún fer í klippingu. Og þá kemur hann með svakalegu höggi. Þetta var eldri maður sem var með bílinn sinn í gangi, stór nýr Benz-jeppi. Hann kemst ekki inn um bílstjórahurðina því einhver lagði svo þétt upp að, þannig að hann fer farþegamegin og ætlar að klöngrast yfir. Hann stígur ekki í gólfið heldur stígur bensíngjöfina í botn og bíllinn smellur í bakkgír. Hann bakkar yfir hana og kemur svo á sömu ferð til baka því hann ætlar að setja bílinn í park en setur í drive. Hann er ennþá með bensíngjöfina í botni og keyrir svo aftur yfir hana. Svo endar hann inni í hárgreiðslustofunni.“ Líkt og fram hefur komið keyrði maðurinn á sjö bíla. „Það var bara eins og hann væri óður því í fyrstu virtist hann ekki einu sinni vera undir stýri,“ segir konan. „Ég næ að hlaupa út og einhvern veginn náði ég að lyfta henni upp af götunni og forða okkur í burtu. Við héldum að bíllinn kæmi aftur því það var eins og það væri ennþá hreyfing á honum og við vissum ekki hvað manninum gekk til á þessari stundu. Svo var bara hringt á neyðarlínuna og allt fer í gang.“ Hún segir áfallið hafa verið mikið og meiðsli kærustu sinnar séu umtalsverð. „Hún er mjög mikið marin og það blæddi inn á vöðva og naglaförin eftir dekkin sjást hér og þar. Við erum ennþá í áfalli eftir þetta. Það er bara mildi að ekki hafið farið verr og hugur okkur er auðvitað hjá bílstjóranum, þar sem þetta var slys.”
Slökkvilið Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira