Skráargatið – einfalt að velja hollara Hólmfríður Þorgeirsdóttir og óhanna Eyrún Torfadóttir skrifa 13. mars 2023 11:30 Samnorræna matvælamerkið Skráargatið var tekið upp hér á landi í lok árs 2013 sem liður í því að stuðla að bættu mataræði þjóðarinnar og þar með minnka líkur á langvinnum sjúkdómum síðar meir. Merkið tekur mið af Norrænum næringarráðleggingum þar sem lögð er áhersla á minni neyslu á salti og viðbættum sykri en meiri neyslu á trefjum, heilkorni og mjúkri fitu. Markmiðið með Skráargatinu er að auðvelda neytendum að velja hollari matvöru á einfaldan og fljótlegan hátt. Skráargatið sýnir hvaða vörur eru hollari valkostur innan hvers matvælaflokks og þannig er neytendum leiðbeint óháð tungumálakunnáttu eða þekkingu á næringarfræði. Til lengri tíma litið gæti merkið því stuðlað að auknum heilsufarslegum jöfnuði. Skráargatið var upphaflega innleitt í Svíþjóð árið 1989 og er núna líka í notkun í Danmörku, Noregi og Íslandi. Hvað er Skráargatið? Skráargatið er merki sem setja má á umbúðir matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Þessi skilyrði eru: Hollari fita Minna salt Minni sykur Meira af trefjum og heilkorni Merkið má einnig nota á ópakkaðan fisk, grænmeti og ávexti en þessi óunnu matvæli uppfylla skilyrðin fyrir að bera Skráargatið. Einnig má merkja ópakkað brauð, ost og kjöt með merkinu ef næringarsamsetning þessara vara uppfyllir skilyrði til að bera merkið. Fyrir ópökkuð matvæli er t.d. hægt að hafa Skráargatið á skilti, veggspjaldi, hillumerkingu eða verðmiða við vörurnar. Það eru alls 32 flokkar matvæla sem merkja má með Skráargatinu og eru mismunandi skilyrði fyrir hvern flokk. Með merkinu er ekki verið að hvetja fólk til að velja einn matvælaflokk umfram annan heldur til að velja hollari valkost innan hvers matvælaflokks. Neytendur geta treyst því að vörur merktar Skráargatinu séu hollari en aðrar vörur í sama matvælaflokki sem ekki uppfylla skilyrði til að bera merkið. Þó skal tekið fram, að enn sem komið er, eru ekki allar matvörur merktar með Skráargatinu, jafnvel þótt þær uppfylli skilyrðin. Er það í höndum matvælaframleiðenda að merkja vörur sínar með þessu matvælamerki. Markmið með Skráargatinu Auk þess að auðvelda neytendum að velja hollari matvörur við innkaup á skjótan og einfaldan hátt er markmiðið einnig að hvetja matvælaframleiðendur til að þróa hollari vörur og stuðla þannig að auknu framboði á vörum sem geta verið hluti af hollu og fjölbreyttu mataræði. Framboð á skráargatsmerktum vörum jókst hratt á hinum Norðurlöndunum eftir upptöku merkisins og vonandi mun skráargatsmerktum vörum fjölga einnig hér á markaði. Til að svo megi verða er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um hvað skráargatsmerktar vörur standa fyrir. Tæplega helmingur neytenda hér á landi þekkir merkið mjög vel eða nokkuð vel en heldur fleiri neytendur þekkja merkið í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Oft þarf ekki mikið til að bæta mataræðið og getur ein leið til þess verið að velja oftar skráargatsmerktar vörur, til dæmis gróft brauð, fisk, haframjöl, heilhveitipasta, ávexti og grænmeti. Einnig er mikilvægt að forsvarsmenn verslana sjái sér hag í að hafa margar skráargatsmerktar vörur á boðstólum og að þær séu vel sýnilegar viðskiptavinum. Við hvetjum alla til að leita eftir Skráargatinu þegar keypt er í matinn. Skráargatið gerir það einfalt að velja hollari valkost. Matvælastofnun og embætti landlæknis standa sameiginlega að merkinu hér á landi. Allar nánari upplýsingar má nálgast á Skráargatið | Ísland.is (island.is) Höfundar eru verkefnisstjórar næringar hjá embætti landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Samnorræna matvælamerkið Skráargatið var tekið upp hér á landi í lok árs 2013 sem liður í því að stuðla að bættu mataræði þjóðarinnar og þar með minnka líkur á langvinnum sjúkdómum síðar meir. Merkið tekur mið af Norrænum næringarráðleggingum þar sem lögð er áhersla á minni neyslu á salti og viðbættum sykri en meiri neyslu á trefjum, heilkorni og mjúkri fitu. Markmiðið með Skráargatinu er að auðvelda neytendum að velja hollari matvöru á einfaldan og fljótlegan hátt. Skráargatið sýnir hvaða vörur eru hollari valkostur innan hvers matvælaflokks og þannig er neytendum leiðbeint óháð tungumálakunnáttu eða þekkingu á næringarfræði. Til lengri tíma litið gæti merkið því stuðlað að auknum heilsufarslegum jöfnuði. Skráargatið var upphaflega innleitt í Svíþjóð árið 1989 og er núna líka í notkun í Danmörku, Noregi og Íslandi. Hvað er Skráargatið? Skráargatið er merki sem setja má á umbúðir matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Þessi skilyrði eru: Hollari fita Minna salt Minni sykur Meira af trefjum og heilkorni Merkið má einnig nota á ópakkaðan fisk, grænmeti og ávexti en þessi óunnu matvæli uppfylla skilyrðin fyrir að bera Skráargatið. Einnig má merkja ópakkað brauð, ost og kjöt með merkinu ef næringarsamsetning þessara vara uppfyllir skilyrði til að bera merkið. Fyrir ópökkuð matvæli er t.d. hægt að hafa Skráargatið á skilti, veggspjaldi, hillumerkingu eða verðmiða við vörurnar. Það eru alls 32 flokkar matvæla sem merkja má með Skráargatinu og eru mismunandi skilyrði fyrir hvern flokk. Með merkinu er ekki verið að hvetja fólk til að velja einn matvælaflokk umfram annan heldur til að velja hollari valkost innan hvers matvælaflokks. Neytendur geta treyst því að vörur merktar Skráargatinu séu hollari en aðrar vörur í sama matvælaflokki sem ekki uppfylla skilyrði til að bera merkið. Þó skal tekið fram, að enn sem komið er, eru ekki allar matvörur merktar með Skráargatinu, jafnvel þótt þær uppfylli skilyrðin. Er það í höndum matvælaframleiðenda að merkja vörur sínar með þessu matvælamerki. Markmið með Skráargatinu Auk þess að auðvelda neytendum að velja hollari matvörur við innkaup á skjótan og einfaldan hátt er markmiðið einnig að hvetja matvælaframleiðendur til að þróa hollari vörur og stuðla þannig að auknu framboði á vörum sem geta verið hluti af hollu og fjölbreyttu mataræði. Framboð á skráargatsmerktum vörum jókst hratt á hinum Norðurlöndunum eftir upptöku merkisins og vonandi mun skráargatsmerktum vörum fjölga einnig hér á markaði. Til að svo megi verða er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um hvað skráargatsmerktar vörur standa fyrir. Tæplega helmingur neytenda hér á landi þekkir merkið mjög vel eða nokkuð vel en heldur fleiri neytendur þekkja merkið í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Oft þarf ekki mikið til að bæta mataræðið og getur ein leið til þess verið að velja oftar skráargatsmerktar vörur, til dæmis gróft brauð, fisk, haframjöl, heilhveitipasta, ávexti og grænmeti. Einnig er mikilvægt að forsvarsmenn verslana sjái sér hag í að hafa margar skráargatsmerktar vörur á boðstólum og að þær séu vel sýnilegar viðskiptavinum. Við hvetjum alla til að leita eftir Skráargatinu þegar keypt er í matinn. Skráargatið gerir það einfalt að velja hollari valkost. Matvælastofnun og embætti landlæknis standa sameiginlega að merkinu hér á landi. Allar nánari upplýsingar má nálgast á Skráargatið | Ísland.is (island.is) Höfundar eru verkefnisstjórar næringar hjá embætti landlæknis.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun