Það fæst nánast allt í Bjarnabúð í Bolungarvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2023 10:30 Stefanía Birgisdóttir, sem alltaf er kölluð Steffí er mjög sátt og ánægð með að reka eina elstu verslun landsins í Bolungarvík, Bjarnabúð. Hér er hún með Jóni Páli, bæjarstjóra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarnabúð í Bolungarvík, ein elsta verslun landsins stendur alltaf fyrir sínu, enda mikið verslað í versluninni, en hún líkist einna helst gömlu kaupfélögum þar sem allt milli himins og jarðar fékkst. Vöruúrvalið er ótrúlega mikið í Bjarnabúð þrátt fyrir að plássið sé ekkert rosalega mikið í versluninni. Þar er hægt að fá allt frá mjólk upp í fín föt, bækur og leikföng svo eitthvað sé nefnt. Stefanía Birgisdóttir hefur verið með verslunina í að verða 28 ár. „Já þetta er ein elsta verslun landsins en hér er búin að vera verslun síðan 1920. Þetta er bara gamaldags verslun, sem selur allt, allt frá matvöru til leikfanga, gjafavöru, fatnaðar, þetta er bara svona eins og magasín en bara í litlum stíl,“ segir Stefanía. Og eru Bolvíkingar duglegir að versla hjá þér? „Já, já, ég á alveg mína góðu kúnna, það er svona eins og alls staðar. Mér finnst daglega amstrið við verslunarreksturinn skemmtilegast og að hitta fólkið, mæta í vinnuna og það er oft þannig að þegar maður kemur heim eftir vinnudaginn þá er maður búin að fá félagspakkann í vinnunni,“ segir Stefanía og hlær. Stefanía segist enn hafa gaman af því að mæta í vinnuna á hverjum degi en þegar sú löngun hverfi þá mun hún hætta með verslunina. En það er ein vara, sem hún er mjög stolt af að vera með í Bjarnabúð. „Já, að er Vestfirski hnoðmörinn en þá er mörinn búin að hanga í hjalli í þó nokkurn tíma grænfiðruð og þá eru hún hökkuð og hnoðuð og þá kemur Vestfirskur hnoðmör og hann sel ég.“ Og bæjarstjórinn er stoltur af Stefaníu og versluninni. „Þegar maður er í barnaafmæli og maður kaupir hérna gjöfina þá veit Steffí hverjir eru búnir að kaupa hvað, þannig að hún getur leiðbeint manni með að það sé ekki verið að kaupa sömu gjöfina tvisvar, sem ég held að sé þjónusta, sem hvergi er hægt að fá á Íslandi. Þetta er hluti af því að eiga heima í Bolungarvík að eiga svona búð, það er ómetanlegt,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri. Það fæst allt milli himins og jarðar í Bjarnabúð, einni elsti verslun landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bolungarvík Verslun Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Vöruúrvalið er ótrúlega mikið í Bjarnabúð þrátt fyrir að plássið sé ekkert rosalega mikið í versluninni. Þar er hægt að fá allt frá mjólk upp í fín föt, bækur og leikföng svo eitthvað sé nefnt. Stefanía Birgisdóttir hefur verið með verslunina í að verða 28 ár. „Já þetta er ein elsta verslun landsins en hér er búin að vera verslun síðan 1920. Þetta er bara gamaldags verslun, sem selur allt, allt frá matvöru til leikfanga, gjafavöru, fatnaðar, þetta er bara svona eins og magasín en bara í litlum stíl,“ segir Stefanía. Og eru Bolvíkingar duglegir að versla hjá þér? „Já, já, ég á alveg mína góðu kúnna, það er svona eins og alls staðar. Mér finnst daglega amstrið við verslunarreksturinn skemmtilegast og að hitta fólkið, mæta í vinnuna og það er oft þannig að þegar maður kemur heim eftir vinnudaginn þá er maður búin að fá félagspakkann í vinnunni,“ segir Stefanía og hlær. Stefanía segist enn hafa gaman af því að mæta í vinnuna á hverjum degi en þegar sú löngun hverfi þá mun hún hætta með verslunina. En það er ein vara, sem hún er mjög stolt af að vera með í Bjarnabúð. „Já, að er Vestfirski hnoðmörinn en þá er mörinn búin að hanga í hjalli í þó nokkurn tíma grænfiðruð og þá eru hún hökkuð og hnoðuð og þá kemur Vestfirskur hnoðmör og hann sel ég.“ Og bæjarstjórinn er stoltur af Stefaníu og versluninni. „Þegar maður er í barnaafmæli og maður kaupir hérna gjöfina þá veit Steffí hverjir eru búnir að kaupa hvað, þannig að hún getur leiðbeint manni með að það sé ekki verið að kaupa sömu gjöfina tvisvar, sem ég held að sé þjónusta, sem hvergi er hægt að fá á Íslandi. Þetta er hluti af því að eiga heima í Bolungarvík að eiga svona búð, það er ómetanlegt,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri. Það fæst allt milli himins og jarðar í Bjarnabúð, einni elsti verslun landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bolungarvík Verslun Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira