Helmingur vinnuafls starfar eftir virku jafnlaunakerfi Hildur Björk Pálsdóttir skrifar 7. mars 2023 14:01 Í dag er alþjóðlegur jafnlaunadagur (e. equal pay day). Dagurinn er haldinn í sögumánuði kvenna (womens history month). Gríðarlegum árangri hefur verið náð hér á landi og helmingur vinnuafls vinnur nú eftir virku jafnlaunakerfi. Þó það fari kannski ekki mikið fyrir þessum degi á Íslandi, er hann afar mikilvægur. Að gefa launajafnrétti pláss með þessum hætti er mikilvægt skref í átt til jafnréttis. Launajafnrétti er bundið í lög á Íslandi, með þeim hætti að allar rekstrarheildir sem hafa 25 eða fleiri í starfi þurfa að búa til jafnlaunakerfi og hljóta jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Smæsta fyrirtækið sem er með jafnlaunavottun í dag hefur þrjú í starfi en sá stærsti um 10.400. Það eru 460 fyrirtæki komin með jafnlaunavottun sem nær til tæplega 110 þúsund launþega og 23 eru komin með jafnlaunastaðfestingu sem nær til tæplega 700 launþega. Þetta þýðir að um helmingur vinnuafls á Íslandi starfar nú hjá aðilum með virkt jafnlaunakerfi. Þetta er auðvitað mikilvægt skref í áttina að því að auka jafnrétti á Íslandi og hefur vonandi smitáhrif út fyrir landsteinana. Jafnrétti kynjanna er ein af grunnstoðum í núverandi sáttmála ríkisstjórnarinnar. Ein leið til þess að auka jafnrétti er að setja markmið og þegar markmið ríkisins er að jafna stöðu og rétt kynja, er að binda það í lög. Það er nefnilega ekki það sama að óska þess að hér ríki launajafnrétti eða að hafa það sem markmið. Einhverjar gagnrýnisraddir segja að þróunin í átt að launajafnrétti hafi verið hafin og að jafnlaunavottun eða -staðfesting sé raunverulega ekki að skila neinum mælanlegum árangri. Ég skil að vissu leyti hvaðan þessar raddir koma. Því ég hef sjálf tekið þátt, beinan og óbeinan, í að byggja jafnlaunakerfi með um 50 fyrirtækjum. Það tekur tíma. Það er vandasamt verk og oft yfirþyrmandi að byrja. Til þess að jafnlaunakerfi teljist virkt, þarf að vera til skjölun á verklagi, þ.e. hvernig ætlum við að vinna í jafnlaunakerfinu okkar. Það getur verið mjög tímafrekt verkefni og tekur að jafnaði allt að 6-10 mánuði. Justly Pay frá Origo hjálpar fyrirtækjum oft að stytta þá vegferð niður í 4-20 klukkustundir. Þannig er fyrr hægt að byrja á því sem skiptir mestu máli, að reka virkt jafnlaunakerfi. Jafnlaunakerfi krefst þess að við skoðum meira en bara beina launamyndun. Við þurfum að starfaflokka, það krefst þess að við verðmætametum störfin okkar til þess að greina hvaða störf, sem geta verið ólík, eru jafn verðmæt. Oft kemur í ljós að verðmæti einhverra starfa hafi verið vanmetin og það þarf þá að leiðrétta það. Í mörgum tilfellum greinist launamunur, líka hjá þeim sem telja sig ekki hafa neinn launamun. Einnig kemur betur í ljós hvaða kyn sinna frekar ákveðnum störfum. Oft finnum við líka mun á því hvaða kyn nýta sér betur rétt til fæðingarorlofs eða endurmenntunar. Allt þetta, og fleira til, eru atriði sem við þurfum að skoða til þess að búa til jafnlaunakerfi. Sú almenna þróun í samfélaginu sem þegar var farin af stað, hefði líklega ekki fært þessi atriði upp á yfirborðið. Þess vegna er gott að binda jafnlaunakerfi í lög, með það að markmiði að jafna stöðu og rétt kynjanna í samfélaginu – í víðara samhengi. Ég trúi því, innilega, að það setjist engin niður og ætli sér að mismuna kynjum þegar kemur að launamálum. Við ætlum okkur öll að gera vel. Við erum þó oft sérfræðingar á okkar sviðum og gleymum að skoða stóra samhengið, að rýna það hvort við erum raunverulega að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Stundum kemur á daginn að einhver laun þurfi að leiðrétta. Í öðrum tilfellum kemur á daginn að við þurfum að leggja meiri áherslu á það við starfsfólkið okkar hvaða rétt það á þegar kemur t.d. að því að nýta rétt til fæðingarorlofs eða menntunar. Við gætum þurft að setja það í fyrirrúm að starfsfólkið okkar finni að við gerum starfsfólki okkar kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það gæti einnig þurft að líta á efni og auglýsingar sem sett eru út. Vita öll kyn raunverulega að þau eru velkomin? Er það skýrt í auglýsingum að við erum ekki bara að leita eftir starfsfólki af ákveðnu kyni? Það er margt sem jafnlaunakerfi færir upp á yfirborðið. Ekki bara neðsta línan í Excel skjalinu sem sýnir hvort launamunur sé á milli kynja. Höfundur er sérfræðingur í Justly Pay frá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur jafnlaunadagur (e. equal pay day). Dagurinn er haldinn í sögumánuði kvenna (womens history month). Gríðarlegum árangri hefur verið náð hér á landi og helmingur vinnuafls vinnur nú eftir virku jafnlaunakerfi. Þó það fari kannski ekki mikið fyrir þessum degi á Íslandi, er hann afar mikilvægur. Að gefa launajafnrétti pláss með þessum hætti er mikilvægt skref í átt til jafnréttis. Launajafnrétti er bundið í lög á Íslandi, með þeim hætti að allar rekstrarheildir sem hafa 25 eða fleiri í starfi þurfa að búa til jafnlaunakerfi og hljóta jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Smæsta fyrirtækið sem er með jafnlaunavottun í dag hefur þrjú í starfi en sá stærsti um 10.400. Það eru 460 fyrirtæki komin með jafnlaunavottun sem nær til tæplega 110 þúsund launþega og 23 eru komin með jafnlaunastaðfestingu sem nær til tæplega 700 launþega. Þetta þýðir að um helmingur vinnuafls á Íslandi starfar nú hjá aðilum með virkt jafnlaunakerfi. Þetta er auðvitað mikilvægt skref í áttina að því að auka jafnrétti á Íslandi og hefur vonandi smitáhrif út fyrir landsteinana. Jafnrétti kynjanna er ein af grunnstoðum í núverandi sáttmála ríkisstjórnarinnar. Ein leið til þess að auka jafnrétti er að setja markmið og þegar markmið ríkisins er að jafna stöðu og rétt kynja, er að binda það í lög. Það er nefnilega ekki það sama að óska þess að hér ríki launajafnrétti eða að hafa það sem markmið. Einhverjar gagnrýnisraddir segja að þróunin í átt að launajafnrétti hafi verið hafin og að jafnlaunavottun eða -staðfesting sé raunverulega ekki að skila neinum mælanlegum árangri. Ég skil að vissu leyti hvaðan þessar raddir koma. Því ég hef sjálf tekið þátt, beinan og óbeinan, í að byggja jafnlaunakerfi með um 50 fyrirtækjum. Það tekur tíma. Það er vandasamt verk og oft yfirþyrmandi að byrja. Til þess að jafnlaunakerfi teljist virkt, þarf að vera til skjölun á verklagi, þ.e. hvernig ætlum við að vinna í jafnlaunakerfinu okkar. Það getur verið mjög tímafrekt verkefni og tekur að jafnaði allt að 6-10 mánuði. Justly Pay frá Origo hjálpar fyrirtækjum oft að stytta þá vegferð niður í 4-20 klukkustundir. Þannig er fyrr hægt að byrja á því sem skiptir mestu máli, að reka virkt jafnlaunakerfi. Jafnlaunakerfi krefst þess að við skoðum meira en bara beina launamyndun. Við þurfum að starfaflokka, það krefst þess að við verðmætametum störfin okkar til þess að greina hvaða störf, sem geta verið ólík, eru jafn verðmæt. Oft kemur í ljós að verðmæti einhverra starfa hafi verið vanmetin og það þarf þá að leiðrétta það. Í mörgum tilfellum greinist launamunur, líka hjá þeim sem telja sig ekki hafa neinn launamun. Einnig kemur betur í ljós hvaða kyn sinna frekar ákveðnum störfum. Oft finnum við líka mun á því hvaða kyn nýta sér betur rétt til fæðingarorlofs eða endurmenntunar. Allt þetta, og fleira til, eru atriði sem við þurfum að skoða til þess að búa til jafnlaunakerfi. Sú almenna þróun í samfélaginu sem þegar var farin af stað, hefði líklega ekki fært þessi atriði upp á yfirborðið. Þess vegna er gott að binda jafnlaunakerfi í lög, með það að markmiði að jafna stöðu og rétt kynjanna í samfélaginu – í víðara samhengi. Ég trúi því, innilega, að það setjist engin niður og ætli sér að mismuna kynjum þegar kemur að launamálum. Við ætlum okkur öll að gera vel. Við erum þó oft sérfræðingar á okkar sviðum og gleymum að skoða stóra samhengið, að rýna það hvort við erum raunverulega að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Stundum kemur á daginn að einhver laun þurfi að leiðrétta. Í öðrum tilfellum kemur á daginn að við þurfum að leggja meiri áherslu á það við starfsfólkið okkar hvaða rétt það á þegar kemur t.d. að því að nýta rétt til fæðingarorlofs eða menntunar. Við gætum þurft að setja það í fyrirrúm að starfsfólkið okkar finni að við gerum starfsfólki okkar kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það gæti einnig þurft að líta á efni og auglýsingar sem sett eru út. Vita öll kyn raunverulega að þau eru velkomin? Er það skýrt í auglýsingum að við erum ekki bara að leita eftir starfsfólki af ákveðnu kyni? Það er margt sem jafnlaunakerfi færir upp á yfirborðið. Ekki bara neðsta línan í Excel skjalinu sem sýnir hvort launamunur sé á milli kynja. Höfundur er sérfræðingur í Justly Pay frá Origo.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar