Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 17. nóvember 2025 10:31 Vaxandi fjöldi foreldra og kennara lýsa áhyggjum af andlegri líðan ungmenna og rannsóknir benda til þess að áhyggjur þeirra séu á rökum reistar. Þá er ungum börnum sem þjást af kvíða einnig að fjölga og fréttir birtast um aukið ofbeldi barna gagnvart kennurum sínum. Starf kennara virðist í auknum mæli fara í að veita félagsþjónustu. Til að bregðast við þessu þarf að styrkja félags- og sálfræðiþjónustu innan grunnskólanna strax og koma aftur á fót viðveru sálfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Það er óviðunandi staða að börn hafi ekki greiðan aðgang að sálfræðingum í skólum. Við fjölskyldan þekkjum þetta af eigin raun. Þrátt fyrir að hafa fengið aðstoð fyrir barnið okkar í gegnum snemmtæka íhlutun, sem virðist vera eina leiðin til þess að koma barni til sálfræðings í gegnum kerfi borgarinnar, þurftum við að bíða vikum saman eftir samtali við sálfræðing. Kerfið er of þungt, þjónustan ósveigjanleg og það verður að forgangsraða fjármagni og breyta þessu. Borgin hefur ýmis tól til að fylgja eftir líðan ungmenna og eitt þeirra er að eru rannsóknir sem snúa að vímuefnanotkun. Í fjölda ára hefur vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna verið rannsökuð. Niðurstöðum þessara rannsókna er hins vegar ekki fylgt nægilega vel eftir og mætti á auðveldan máta nýta þær á miklu betri hátt með því að greina hvort ákveðnir skólar eða árgangar þurfi meiri aðstoð en aðrir. Þá þurfum við líka að byggja upp teymin innan skólanna með aðkomu félagsráðgjafa sem geta unnið inn í kennslustofum og stutt við nemendur í daglegum samskiptum. Þannig má grípa miku fyrr inn í vanda, minnka framtíðarálag á kerfið og byggja upp sterka menningu innan grunnskólanna fyrir því að börn og ungmenni geti sótt sér aðstoð. Rannsóknir sýna að námsárangur og líðan eru nátengd. Börn sem upplifa öryggi, ró og félagslega tengingu ná betri árangri og þróa sterkari sjálfsmynd. Til þess að skapa gott starfsumhverfi fyrir kennara þurfa nemendur að geta einbeitt sér að náminu. Við þurfum að horfast í augu við að snjalltæki hafa áhrif á einbeitingu, samskipti og sjálfsmynd barna. Bönnum síma í skólum Bann við símanotkun í grunnskólum myndi klárlega ýta undir betri líðan barna í skólum. Það er tími til kominn að starfsfólk grunnskóla og foreldrar taki höndum saman um að síminn sé að öllu leiti geymdur heima eða ofan í tösku á skólatíma. Börn og ungmenni eiga geta að geta treyst því að ekki sé verið að mynda þau eða trufla á skólatíma. Skólinn á að vera vettvangur til raunverulegra samskipta, þar sem börn fá þjálfun í mannlegum samskiptum og læra að leysa úr vandamálum og ágreiningi með eðlilegri framvindu. Til að þetta sé hægt þá þarf góða vinnuaðstöðu í grunnskólum borgarinnar og að bæði aðstæður nemenda og kennara séu með besta móti. Fjárfestum í góðum innviðum og betri þjónustu í grunnskólum og styrkjum þannig kerfið sem hefur mótandi áhrif á börnin okkar. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Símanotkun barna Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Vaxandi fjöldi foreldra og kennara lýsa áhyggjum af andlegri líðan ungmenna og rannsóknir benda til þess að áhyggjur þeirra séu á rökum reistar. Þá er ungum börnum sem þjást af kvíða einnig að fjölga og fréttir birtast um aukið ofbeldi barna gagnvart kennurum sínum. Starf kennara virðist í auknum mæli fara í að veita félagsþjónustu. Til að bregðast við þessu þarf að styrkja félags- og sálfræðiþjónustu innan grunnskólanna strax og koma aftur á fót viðveru sálfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Það er óviðunandi staða að börn hafi ekki greiðan aðgang að sálfræðingum í skólum. Við fjölskyldan þekkjum þetta af eigin raun. Þrátt fyrir að hafa fengið aðstoð fyrir barnið okkar í gegnum snemmtæka íhlutun, sem virðist vera eina leiðin til þess að koma barni til sálfræðings í gegnum kerfi borgarinnar, þurftum við að bíða vikum saman eftir samtali við sálfræðing. Kerfið er of þungt, þjónustan ósveigjanleg og það verður að forgangsraða fjármagni og breyta þessu. Borgin hefur ýmis tól til að fylgja eftir líðan ungmenna og eitt þeirra er að eru rannsóknir sem snúa að vímuefnanotkun. Í fjölda ára hefur vímuefnanotkun og áhættuhegðun ungmenna verið rannsökuð. Niðurstöðum þessara rannsókna er hins vegar ekki fylgt nægilega vel eftir og mætti á auðveldan máta nýta þær á miklu betri hátt með því að greina hvort ákveðnir skólar eða árgangar þurfi meiri aðstoð en aðrir. Þá þurfum við líka að byggja upp teymin innan skólanna með aðkomu félagsráðgjafa sem geta unnið inn í kennslustofum og stutt við nemendur í daglegum samskiptum. Þannig má grípa miku fyrr inn í vanda, minnka framtíðarálag á kerfið og byggja upp sterka menningu innan grunnskólanna fyrir því að börn og ungmenni geti sótt sér aðstoð. Rannsóknir sýna að námsárangur og líðan eru nátengd. Börn sem upplifa öryggi, ró og félagslega tengingu ná betri árangri og þróa sterkari sjálfsmynd. Til þess að skapa gott starfsumhverfi fyrir kennara þurfa nemendur að geta einbeitt sér að náminu. Við þurfum að horfast í augu við að snjalltæki hafa áhrif á einbeitingu, samskipti og sjálfsmynd barna. Bönnum síma í skólum Bann við símanotkun í grunnskólum myndi klárlega ýta undir betri líðan barna í skólum. Það er tími til kominn að starfsfólk grunnskóla og foreldrar taki höndum saman um að síminn sé að öllu leiti geymdur heima eða ofan í tösku á skólatíma. Börn og ungmenni eiga geta að geta treyst því að ekki sé verið að mynda þau eða trufla á skólatíma. Skólinn á að vera vettvangur til raunverulegra samskipta, þar sem börn fá þjálfun í mannlegum samskiptum og læra að leysa úr vandamálum og ágreiningi með eðlilegri framvindu. Til að þetta sé hægt þá þarf góða vinnuaðstöðu í grunnskólum borgarinnar og að bæði aðstæður nemenda og kennara séu með besta móti. Fjárfestum í góðum innviðum og betri þjónustu í grunnskólum og styrkjum þannig kerfið sem hefur mótandi áhrif á börnin okkar. Höfundur starfar sem rekstrarstjóri.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun