Hélt hnífi að kviði manns á veitingastað við Hverfisgötu Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2023 10:45 Atvikið átti sér stað á ónefndum veitingastað við Hverfisgötu í Reykjavík í janúar 2020. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa hótað öðrum manni með því að hafa haldið hnífi upp að kviði hans á veitingastað við Hverfisgötu í Reykjavík að næturlagi í janúar 2020. Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í eitt ár. Í ákæru kemur fram að atvikið hafi átt sér stað aðfararnótt 12. janúar 2020 og hafi hótunin verið til þess fallin að vekja hjá manninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök í málinu, en öllum hluðaðeigandi ber saman um að upphaf málsins hafi tengst skuldauppgjöri þar sem ákærði hafi skuldað brotaþola pening. Fram kemur að lögregla hafi verið kölluð út og handtekið ákærða þar sem dyraverðir hafi verið með hann í tökum eftir að hafa vísað honum út af staðnum vegna hnífaburðar og hótana. Illa fyrir kallaður Í dómi segir að ósamræmi hafi verið í framburði ákærða fyrir dómi og skýrslutöku hjá lögreglu. Hann hafi sagt við skýrslutöku að hann hafi tekið fram hnífinn en ekki verið með hnífsblaðið útdregið, en í framburði fyrir dómi sagði hann að hann hafi ekki verið með neinn hníf á sér og að hnífnum hafi verið komið fyrir á honum fyrir handtöku. Útskýrði hann ósamræmið á þann veg að hann hafi verið illa fyrir kallaður í skýrslutöku lögreglu. Dómari mat hins vegar framburði brotaþola og vitna skýra og trúverðuga og í öllum aðalatriðum í samræmi við skýrslur þeirra hjá lögreglu. Þótti dómara ljóst að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem fram kom í ákæru og taldi hæfilega refsingu vera þrjátíu daga fangelsi. Þó bæri að fresta fullnustu refsingarinnar, en tafir á meðferð málsins voru metnar til mildunar. Fjórum sinum gengist undir sátt Fram kemur að maðurinn hafi samkvæmt sakavottorði fjórum sinnum gengist undir sátt hjá lögreglustjóra vegna umferðarlagabrota frá ágúst 2021. Þá hafi hann gengist undir viðurlagaákvörðun í september 2019 vegna umferðarlagabrota og skjalamisnotkunar. Auk fangelsisrefsingarinnar var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda, eina milljón króna. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í eitt ár. Í ákæru kemur fram að atvikið hafi átt sér stað aðfararnótt 12. janúar 2020 og hafi hótunin verið til þess fallin að vekja hjá manninum ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð. Ákærði neitaði sök í málinu, en öllum hluðaðeigandi ber saman um að upphaf málsins hafi tengst skuldauppgjöri þar sem ákærði hafi skuldað brotaþola pening. Fram kemur að lögregla hafi verið kölluð út og handtekið ákærða þar sem dyraverðir hafi verið með hann í tökum eftir að hafa vísað honum út af staðnum vegna hnífaburðar og hótana. Illa fyrir kallaður Í dómi segir að ósamræmi hafi verið í framburði ákærða fyrir dómi og skýrslutöku hjá lögreglu. Hann hafi sagt við skýrslutöku að hann hafi tekið fram hnífinn en ekki verið með hnífsblaðið útdregið, en í framburði fyrir dómi sagði hann að hann hafi ekki verið með neinn hníf á sér og að hnífnum hafi verið komið fyrir á honum fyrir handtöku. Útskýrði hann ósamræmið á þann veg að hann hafi verið illa fyrir kallaður í skýrslutöku lögreglu. Dómari mat hins vegar framburði brotaþola og vitna skýra og trúverðuga og í öllum aðalatriðum í samræmi við skýrslur þeirra hjá lögreglu. Þótti dómara ljóst að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem fram kom í ákæru og taldi hæfilega refsingu vera þrjátíu daga fangelsi. Þó bæri að fresta fullnustu refsingarinnar, en tafir á meðferð málsins voru metnar til mildunar. Fjórum sinum gengist undir sátt Fram kemur að maðurinn hafi samkvæmt sakavottorði fjórum sinnum gengist undir sátt hjá lögreglustjóra vegna umferðarlagabrota frá ágúst 2021. Þá hafi hann gengist undir viðurlagaákvörðun í september 2019 vegna umferðarlagabrota og skjalamisnotkunar. Auk fangelsisrefsingarinnar var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda, eina milljón króna.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent