Prigozhin segir menn sína óttast að verða gerðir að blórabögglum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2023 12:50 Prigozhin ávarpaði Vólódímír Selenskí í myndskeiði fyrir helgi og hvatti forsetann til að draga hermenn sína til baka frá Bakhmut. AP/Prigozhin Press Service Stofnandi Wagner málaliðahópsins segir bardagamenn hópsins í Úkraínu ekki hafa fengið umsamin skotfæri frá Rússlandi og segir annað hvort um að ræða afleiðngar skrifræðis eða hrein og klár svik. Samskipti Yevgeny Prigozhin, sem áður var afar náinn Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og stjórnvalda í Moskvu hafa farið versnandi síðustu vikur og mánuði, meðal annars vegna yfirlýsinga Prigozhin um þátt sveita Wagner í sókn Rússa. Bardagamenn Wagner í Úkraínu eru taldir hlaupa á tugum þúsunda en margir þeirra sátu í fangelsum Rússlands áður en þeir voru sendir á vígvöllinn. Sumir, þeirra á meðal Prigozhin, vilja meina að sveitirnar gegni nú lykilhlutverki í sókn Rússa. Prigozhin sagði í gær að skjöl hefðu verið undirrituð 22. febrúar síðastliðinn, þar sem kveðið var á um sendingu skotfæra til Bakhmut næsta dag. Þessar sendingar hefðu hins vegar ekki skilað sér. Í myndskeiði sem deilt var á samfélagsmiðlum á laugardag en virðist hafa verið tekið upp í febrúar sagði Prigozhin menn sína óttast að til stæði að gera þá að blórabögglum ef Rússar töpuðu stríðinu. „Hvað ef [stjórnvöld í Rússlandi] eru að reyna að koma sökinni á okkur, að segja að við séum þrjótar, og að það er ástæðan fyrir því að þeir eru ekki að senda okkur skotfæri, sjá okkur fyrir vopnum, og ekki að gera okkur kleift að endurnýja mannaflann okkar, þar á meðal með föngum?“ segir Prigozhin. Þá heldur hann því fram að ef málaliðar Wagner hörfuð í Bakhmut, þar sem harðir bardagar hafa staðið yfir, þá myndi öll framvarðarlína Rússa hrynja. Prigozhin sagði bardagamenn sína berjast gegn öllum úkraínska hernum og „tortíma“ honum. Á sama tíma væru hermenn Rússa að gera allt sem þeir gætu til að halda í við Wagner-liða. Hugveitan Institute for the Study of War segir Úkraínumenn líklega að gefa undan í Bakhmut en að þeir væru enn að valda töluverðu mannfalli meðal Rússa. Greint var frá því um helgina að götubardagar stæðu yfir í borginni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Samskipti Yevgeny Prigozhin, sem áður var afar náinn Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og stjórnvalda í Moskvu hafa farið versnandi síðustu vikur og mánuði, meðal annars vegna yfirlýsinga Prigozhin um þátt sveita Wagner í sókn Rússa. Bardagamenn Wagner í Úkraínu eru taldir hlaupa á tugum þúsunda en margir þeirra sátu í fangelsum Rússlands áður en þeir voru sendir á vígvöllinn. Sumir, þeirra á meðal Prigozhin, vilja meina að sveitirnar gegni nú lykilhlutverki í sókn Rússa. Prigozhin sagði í gær að skjöl hefðu verið undirrituð 22. febrúar síðastliðinn, þar sem kveðið var á um sendingu skotfæra til Bakhmut næsta dag. Þessar sendingar hefðu hins vegar ekki skilað sér. Í myndskeiði sem deilt var á samfélagsmiðlum á laugardag en virðist hafa verið tekið upp í febrúar sagði Prigozhin menn sína óttast að til stæði að gera þá að blórabögglum ef Rússar töpuðu stríðinu. „Hvað ef [stjórnvöld í Rússlandi] eru að reyna að koma sökinni á okkur, að segja að við séum þrjótar, og að það er ástæðan fyrir því að þeir eru ekki að senda okkur skotfæri, sjá okkur fyrir vopnum, og ekki að gera okkur kleift að endurnýja mannaflann okkar, þar á meðal með föngum?“ segir Prigozhin. Þá heldur hann því fram að ef málaliðar Wagner hörfuð í Bakhmut, þar sem harðir bardagar hafa staðið yfir, þá myndi öll framvarðarlína Rússa hrynja. Prigozhin sagði bardagamenn sína berjast gegn öllum úkraínska hernum og „tortíma“ honum. Á sama tíma væru hermenn Rússa að gera allt sem þeir gætu til að halda í við Wagner-liða. Hugveitan Institute for the Study of War segir Úkraínumenn líklega að gefa undan í Bakhmut en að þeir væru enn að valda töluverðu mannfalli meðal Rússa. Greint var frá því um helgina að götubardagar stæðu yfir í borginni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira