Trúin er athvarf fyrir fólk Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 5. mars 2023 16:30 Kirkjan þjónar mörgum hlutverkum í samfélagi okkar, félagslegum, menningarlegum og trúarlegum en það er hin trúarlega vídd sem aðgreinir hana frá öðrum vettvangi í mannlífinu. Hið trúarlega er í senn flókið og framandi, sem byggir á því að Guð er óáþreifanlegur veruleiki, og einfalt í þeirri merkingu að iðkun trúar varðar heilsu manneskjunnar og sálarheill. Trúin er með öðrum orðum athvarf fyrir fólk. Athvarf í lífsins öldusjó og örugg höfn í þeirri vissu að við erum elskuð sköpun Guðs og að Guð þráir að eiga hlutdeild í lífi okkar. Þekkt dæmisaga eftir bandarískan prest, Theodore Wedel, líkir kristinni kirkju við björgunarstöð við grýtta strönd þar sem sjálfboðaliðar leggja sig í líma við að bjarga fólki úr sjávarháska, hröktum og köldum, og hjúkra því aftur til heilsu. Björgunarstöðin varð þekkt fyrir afrek sín og stuðningur barst úr öllum áttum, þar sem allir sáu þann árangur sem ósérhlífið starfið náði. Með auknum efnum upphófust kröfur um aukin þægindi í björgunarstöðinni og félagsstarf sjálfboðaliða jókst með bættri aðstöðu hússins. Þegar tíminn leið horfðu æ færri út á haf í leit að sjófarendum í sjávarháska og björgunarstarfinu sjálfu var loks falið launuðu starfsfólki, sem sinnti því fyrir samfélagið. Á endanum var svo farið að hrakið fólk var illa séð innan um þá góðborgara sem sóttu björgunarstöðina. Í kjölfar deilna um hlutverk björgunarhússins voru haldnar kosningar um hvort félagið ætti yfir höfuð að sinna björgunarstarfi og eftir að hafa beðið lægri hlut, neyddust þeir sem vildu beina sjónum sínum að sjófarendum í sjávarháska til að stofna nýtt björgunarhús neðar á hinni grýttu strönd. Þannig upphófst sama hringrásin á ný. Fríkirkjan í Reykjavík er dæmi um slíka björgunarstöð og áminning Wedel er brýn í okkar samhengi, að hafa í huga fyrir hvað við stöndum. Það eru mörg í okkar samfélagi í háska við að stíga öldugang lífsins og víða er fólk sem þarfnast stuðnings og athvarfs. Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið leiðandi í aðstoð við barnafjölskyldur og stefnumótun Hjálparstarfsins hefur breytt mjög verklagi og nálgun í neyðaraðstoð á Íslandi. Hjálparstarfið hefur tekið sér stöðu sem talsmaður fátækra í íslensku samfélagi, hefur kortlagt vandann og lagt fram tillögur til lausna. Þá hefur Hjálparstarfið forgangsraðað aðstoð sinni þannig að veita fyrst og fremst barnafjölskyldum aðstoð í formi inneignarkorta og hætt úthlutun á mat en hún tekur af fólki þá reisn að stjórna matarvenjum sínum sjálft. Þessi forgangsröðun hefur ekki verið sársaukalaus en með því að setja barnafjölskyldur í forgang hefur starfið gert meira gagn í aðstæðum fólks og brugðist við bráðum vanda þar sem velferð barna er ógnað af bágum kjörum. UNICEF hefur ítrekað bent á aukningu á fátækt barna á Íslandi. Þessi aukna fátækt er mælanlega mest hjá innflytjendum, sem og einstæðum foreldrum sem ekki hafa sterkt stuðningsnet í kringum sig. Þetta er í takt við þá aukningu á beiðnum um aðstoð til kirkjunnar og forgangsröðun innanlands-aðstoðarinnar. Í hverju barni sem líður skort á Íslandi birtist skömm okkar sem samfélags og sem kirkju. Samfélag kirkjunnar byggir á fátæku barni, sem fæddist inn í þennan heim á jólanótt. Barni sem birtir elsku Guðs í samfélagi okkar. Verkefni okkar sem kristnar manneskjur er að sinna því barni og annast það, í hverjum þeim sem við sjáum að er að berjast í bökkum í lífinu. Þar er líking Theodore Wedel mikilvæg áminning um að beina sjónum okkar út fyrir þann félagsskap sem við þekkjum og teljum okkur örugg í og til þeirra sem enn hafa ekki fundið örugga höfn. Gef oss í dag vort daglegt brauð og döprum heimi af þínum auð, það allt sem eflir líf og ást og gleði. https://youtu.be/MbbrX4UOACs Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Kirkjan þjónar mörgum hlutverkum í samfélagi okkar, félagslegum, menningarlegum og trúarlegum en það er hin trúarlega vídd sem aðgreinir hana frá öðrum vettvangi í mannlífinu. Hið trúarlega er í senn flókið og framandi, sem byggir á því að Guð er óáþreifanlegur veruleiki, og einfalt í þeirri merkingu að iðkun trúar varðar heilsu manneskjunnar og sálarheill. Trúin er með öðrum orðum athvarf fyrir fólk. Athvarf í lífsins öldusjó og örugg höfn í þeirri vissu að við erum elskuð sköpun Guðs og að Guð þráir að eiga hlutdeild í lífi okkar. Þekkt dæmisaga eftir bandarískan prest, Theodore Wedel, líkir kristinni kirkju við björgunarstöð við grýtta strönd þar sem sjálfboðaliðar leggja sig í líma við að bjarga fólki úr sjávarháska, hröktum og köldum, og hjúkra því aftur til heilsu. Björgunarstöðin varð þekkt fyrir afrek sín og stuðningur barst úr öllum áttum, þar sem allir sáu þann árangur sem ósérhlífið starfið náði. Með auknum efnum upphófust kröfur um aukin þægindi í björgunarstöðinni og félagsstarf sjálfboðaliða jókst með bættri aðstöðu hússins. Þegar tíminn leið horfðu æ færri út á haf í leit að sjófarendum í sjávarháska og björgunarstarfinu sjálfu var loks falið launuðu starfsfólki, sem sinnti því fyrir samfélagið. Á endanum var svo farið að hrakið fólk var illa séð innan um þá góðborgara sem sóttu björgunarstöðina. Í kjölfar deilna um hlutverk björgunarhússins voru haldnar kosningar um hvort félagið ætti yfir höfuð að sinna björgunarstarfi og eftir að hafa beðið lægri hlut, neyddust þeir sem vildu beina sjónum sínum að sjófarendum í sjávarháska til að stofna nýtt björgunarhús neðar á hinni grýttu strönd. Þannig upphófst sama hringrásin á ný. Fríkirkjan í Reykjavík er dæmi um slíka björgunarstöð og áminning Wedel er brýn í okkar samhengi, að hafa í huga fyrir hvað við stöndum. Það eru mörg í okkar samfélagi í háska við að stíga öldugang lífsins og víða er fólk sem þarfnast stuðnings og athvarfs. Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið leiðandi í aðstoð við barnafjölskyldur og stefnumótun Hjálparstarfsins hefur breytt mjög verklagi og nálgun í neyðaraðstoð á Íslandi. Hjálparstarfið hefur tekið sér stöðu sem talsmaður fátækra í íslensku samfélagi, hefur kortlagt vandann og lagt fram tillögur til lausna. Þá hefur Hjálparstarfið forgangsraðað aðstoð sinni þannig að veita fyrst og fremst barnafjölskyldum aðstoð í formi inneignarkorta og hætt úthlutun á mat en hún tekur af fólki þá reisn að stjórna matarvenjum sínum sjálft. Þessi forgangsröðun hefur ekki verið sársaukalaus en með því að setja barnafjölskyldur í forgang hefur starfið gert meira gagn í aðstæðum fólks og brugðist við bráðum vanda þar sem velferð barna er ógnað af bágum kjörum. UNICEF hefur ítrekað bent á aukningu á fátækt barna á Íslandi. Þessi aukna fátækt er mælanlega mest hjá innflytjendum, sem og einstæðum foreldrum sem ekki hafa sterkt stuðningsnet í kringum sig. Þetta er í takt við þá aukningu á beiðnum um aðstoð til kirkjunnar og forgangsröðun innanlands-aðstoðarinnar. Í hverju barni sem líður skort á Íslandi birtist skömm okkar sem samfélags og sem kirkju. Samfélag kirkjunnar byggir á fátæku barni, sem fæddist inn í þennan heim á jólanótt. Barni sem birtir elsku Guðs í samfélagi okkar. Verkefni okkar sem kristnar manneskjur er að sinna því barni og annast það, í hverjum þeim sem við sjáum að er að berjast í bökkum í lífinu. Þar er líking Theodore Wedel mikilvæg áminning um að beina sjónum okkar út fyrir þann félagsskap sem við þekkjum og teljum okkur örugg í og til þeirra sem enn hafa ekki fundið örugga höfn. Gef oss í dag vort daglegt brauð og döprum heimi af þínum auð, það allt sem eflir líf og ást og gleði. https://youtu.be/MbbrX4UOACs Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun