Ákærð fyrir að senda konu og barnsmóður manns nektarmyndir af honum Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2023 08:00 Konan sendi tveimur barnsmæðrum mannsins nektarmyndefni af honum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Ekki kemur fram í ákærunni hvernig konan sendi myndefnið. Vísir/Getty Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur konu fyrir kynferðisbrot. Hún dreifði nektarmyndum og myndskeiði af karlmanni án samþykkis hans til eiginkonu hans og barnmóður hans og annarrar barnmóður hans. Í ákærunni kemur fram að myndskeiðið sem konan sendi barnsmæðrum mannsins sýndi getnaðarlim hans. Myndefninu dreifði konan í september árið 2021. Háttsemi konunnar er sögð hafa verið til þess fallin að særa blygðunarsemi kvennanna tveggja sem hún sendi myndefnið. Brot konunnar eru talin varða við 199. grein a. og 209. grein almennra hegningarlaga. Það fyrra fjallar um dreifingu á nektarefni án samþykkis og við broti gegn því liggur allt að fjögurra ára fangelsi eða sekt. Síðarnefnd ákvæðið fjallar um lostugt athæfi sem særir blygðunarkennd. Við því liggur einnig fjögurra ára fangelsi en sex mánaða ef brotið þykir smávægilegt. Nýlega sýknaði Héraðsdómur Reykjaness konu af ákæru um að hafa dreift nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og konu sem maðurinn var í samskiptum við, meðal annars á þeirri forsendu að athæfið hafi ekki verið „lostugt“. Í dómnum kom fram að hvergi væri skýrt í lögum eða lögskýringargögnum hvert inntak hugtaksins „lostugt athæfi“ væri. Dómstólar hafi mótað skýringu og talið að með því væri átt við athöfn af kynferðislegum toga sem gengi skemmra en samræði og önnur kynferðismök. Í því máli voru meint brot konunnar framin fyrir lagabreytingu sem gerð var árið 2021. Samkvæmt nýju lögunum getur sá sem dreifir nektarmyndum eða myndböndum af öðrum í leyfisleysi átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi, sé það gert af ásetningi. Þannig þarf dreifing nektarmynda ekki lengur að teljast lostugt athæfi til þess að vera refsiverð. Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir „Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25. febrúar 2023 09:01 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Í ákærunni kemur fram að myndskeiðið sem konan sendi barnsmæðrum mannsins sýndi getnaðarlim hans. Myndefninu dreifði konan í september árið 2021. Háttsemi konunnar er sögð hafa verið til þess fallin að særa blygðunarsemi kvennanna tveggja sem hún sendi myndefnið. Brot konunnar eru talin varða við 199. grein a. og 209. grein almennra hegningarlaga. Það fyrra fjallar um dreifingu á nektarefni án samþykkis og við broti gegn því liggur allt að fjögurra ára fangelsi eða sekt. Síðarnefnd ákvæðið fjallar um lostugt athæfi sem særir blygðunarkennd. Við því liggur einnig fjögurra ára fangelsi en sex mánaða ef brotið þykir smávægilegt. Nýlega sýknaði Héraðsdómur Reykjaness konu af ákæru um að hafa dreift nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og konu sem maðurinn var í samskiptum við, meðal annars á þeirri forsendu að athæfið hafi ekki verið „lostugt“. Í dómnum kom fram að hvergi væri skýrt í lögum eða lögskýringargögnum hvert inntak hugtaksins „lostugt athæfi“ væri. Dómstólar hafi mótað skýringu og talið að með því væri átt við athöfn af kynferðislegum toga sem gengi skemmra en samræði og önnur kynferðismök. Í því máli voru meint brot konunnar framin fyrir lagabreytingu sem gerð var árið 2021. Samkvæmt nýju lögunum getur sá sem dreifir nektarmyndum eða myndböndum af öðrum í leyfisleysi átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi, sé það gert af ásetningi. Þannig þarf dreifing nektarmynda ekki lengur að teljast lostugt athæfi til þess að vera refsiverð.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir „Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25. febrúar 2023 09:01 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ 25. febrúar 2023 09:01