Minkamars - Áskorun til stjórnvalda að banna loðdýraeldi á Íslandi Björn M. Sigurjónsson skrifar 3. mars 2023 11:01 Nú í marsmánuði standa Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) fyrir vitundarvakningu um loðdýraeldi á Íslandi. Samtökin vilja með því vekja almenning til vitundar um þessa iðju og skora á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi. Íslensk stjórnvöld færu þá að dæmi 22 Evrópuríkja sem hafa bannað loðdýreldi þar sem það samrýmist ekki lögum um velferð dýra í Evrópu. Skv. upplýsingum Hagstofunnar eru um 9 loðdýrabú starfandi á Íslandi með um 30 starfsmenn og 16.500 minka. Þessi 10 bú fá 80 milljónir króna í styrk til niðurgreiðslu fóðurs, ella mun starfsemin ekki arðbær að mati forsvarsmanna greinarinnar. Minkar eru haldnir í búrum úr vírneti sem eru 30x70 cm að stærð. Lífshlaup hvolpanna er að eftir got eru þeir aldir í 7 mánuði. Þá eru þeir aflífaðir með gasi. Aflífunin fer þannig fram að þeim er komið í loftþéttan kassa og gasi er hleypt á. Það tekur allt að 60 sekúndur uns yrðlingarnir missa meðvitund, og drepast eftir 5 mínútur þegar kolmonoxíð mettunin hefur eytt súrefninu úr hjarta og heila. Þessar fyrstu 60 sekúndur eru afa kvalafullar fyrir yrðlingana, gasið veldur sviða og hægri köfnun. Þá eru yrðlingarnir fláðir og skinnið verkað með rotvarnarefnum. Sum þeirra efna eru krabbameinsvaldandi og niðurbrot þeirra er allt að 20 ár. Í fatnaði, t.d. barnafatnaði, hafa fundist leifar þessarra efna. Þess vegna hefur Sviss bannað notkun loðfelda í fatnaði, þar sem það situr í feldinum og getur borist í menn. Verkun og framleiðsla eins minkaskinns hefur jafnstórt kolefnisfótspor og eins dags neysla meðalneytanda. Þetta sýnir finnsk rannsókn. Sútun og verkun skinna ýmis efnamengun sem er hættuleg fólki og því eru strangar reglur um frárennsli, vatnsnotkun og frágang efna í loðdýraeldi. Helstu rökin fyrir minkaeldi á sínum tíma, var að bændum gæfist kostur á fjölbreyttari búskaparháttum, menn eygðu tekjumöguleika á sölu skinna og það átti svo að tryggja áframhaldandi búsetu í dreifbýli og jaðarsvæðum. Á þeim áratugum sem liðnir eru frá þeim draumum, er ljóst að minkaeldi er ekki sú gullnáma sem vonast var eftir, og hefur enga þjóðhagslega þýðingu. Árið 2014 var sett reglugerð um lágmarksbúrastærð í minkaeldi. Á þeim tíma uppfylltu aðeins 30% minkabúa þær stærðarkröfur, og því fór að mínkabændur fengu frest til 2020 til að uppfylla kröfur reglugerðarinnar um lágmarks búrastærð. Reglugerðin var innleidd eftir tilskipun Evrópusambandsins og kaupendur og seljendur skinna á uppboðsmörkuðum gera þá kröfu að minkabændur uppfylli ákvæði reglugerðarinnar um búrastærð. Forsvarsmenn minkabænda bentu á að þessar kröfur um búrastærð hefðu í för með sér svo mikinn kostnað, að það verði óarðbært að stunda þessa iðju. Í frétt í Bændablaðinu barmar formaður minkabænda sér yfir því að eftir mögur ár, vanti 400 milljónir inn í greinina. Tölur Hagstofunnar um afkomu minkabúa sýna að verðsveiflur á mörkuðum gerir reksturinn óarðbæran svo árum skiptir. Afleiðingin af þessu er að annað hvort er lítið eigið fé eftir í rekstri minkabúa eða að skattfé almennings er notað til að halda þessum fáu minkabændum uppi. Samantekið má því segja að engin rök standa lengur til minka- og loðdýraeldis. Loðdýraeldi er andstætt öllum sjónarmiðum um dýravelferð, þarf fé skattborgara til að ná endum saman, er vafasamt frá umhverfisverndarsjónarmiði og hefur enga þýðingu fyrir byggðastefnu eða landbúnað. Samtök um Dýravelferð á Íslandi, skora því á matvæla- og landbúnaðarráðherra að leggja fram áætlun sem miðar að því að loðdýraeldi verði lagt af og bannað innan fjögurra ára. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loðdýrarækt Dýraheilbrigði Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nú í marsmánuði standa Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) fyrir vitundarvakningu um loðdýraeldi á Íslandi. Samtökin vilja með því vekja almenning til vitundar um þessa iðju og skora á stjórnvöld að setja bann við loðdýraeldi. Íslensk stjórnvöld færu þá að dæmi 22 Evrópuríkja sem hafa bannað loðdýreldi þar sem það samrýmist ekki lögum um velferð dýra í Evrópu. Skv. upplýsingum Hagstofunnar eru um 9 loðdýrabú starfandi á Íslandi með um 30 starfsmenn og 16.500 minka. Þessi 10 bú fá 80 milljónir króna í styrk til niðurgreiðslu fóðurs, ella mun starfsemin ekki arðbær að mati forsvarsmanna greinarinnar. Minkar eru haldnir í búrum úr vírneti sem eru 30x70 cm að stærð. Lífshlaup hvolpanna er að eftir got eru þeir aldir í 7 mánuði. Þá eru þeir aflífaðir með gasi. Aflífunin fer þannig fram að þeim er komið í loftþéttan kassa og gasi er hleypt á. Það tekur allt að 60 sekúndur uns yrðlingarnir missa meðvitund, og drepast eftir 5 mínútur þegar kolmonoxíð mettunin hefur eytt súrefninu úr hjarta og heila. Þessar fyrstu 60 sekúndur eru afa kvalafullar fyrir yrðlingana, gasið veldur sviða og hægri köfnun. Þá eru yrðlingarnir fláðir og skinnið verkað með rotvarnarefnum. Sum þeirra efna eru krabbameinsvaldandi og niðurbrot þeirra er allt að 20 ár. Í fatnaði, t.d. barnafatnaði, hafa fundist leifar þessarra efna. Þess vegna hefur Sviss bannað notkun loðfelda í fatnaði, þar sem það situr í feldinum og getur borist í menn. Verkun og framleiðsla eins minkaskinns hefur jafnstórt kolefnisfótspor og eins dags neysla meðalneytanda. Þetta sýnir finnsk rannsókn. Sútun og verkun skinna ýmis efnamengun sem er hættuleg fólki og því eru strangar reglur um frárennsli, vatnsnotkun og frágang efna í loðdýraeldi. Helstu rökin fyrir minkaeldi á sínum tíma, var að bændum gæfist kostur á fjölbreyttari búskaparháttum, menn eygðu tekjumöguleika á sölu skinna og það átti svo að tryggja áframhaldandi búsetu í dreifbýli og jaðarsvæðum. Á þeim áratugum sem liðnir eru frá þeim draumum, er ljóst að minkaeldi er ekki sú gullnáma sem vonast var eftir, og hefur enga þjóðhagslega þýðingu. Árið 2014 var sett reglugerð um lágmarksbúrastærð í minkaeldi. Á þeim tíma uppfylltu aðeins 30% minkabúa þær stærðarkröfur, og því fór að mínkabændur fengu frest til 2020 til að uppfylla kröfur reglugerðarinnar um lágmarks búrastærð. Reglugerðin var innleidd eftir tilskipun Evrópusambandsins og kaupendur og seljendur skinna á uppboðsmörkuðum gera þá kröfu að minkabændur uppfylli ákvæði reglugerðarinnar um búrastærð. Forsvarsmenn minkabænda bentu á að þessar kröfur um búrastærð hefðu í för með sér svo mikinn kostnað, að það verði óarðbært að stunda þessa iðju. Í frétt í Bændablaðinu barmar formaður minkabænda sér yfir því að eftir mögur ár, vanti 400 milljónir inn í greinina. Tölur Hagstofunnar um afkomu minkabúa sýna að verðsveiflur á mörkuðum gerir reksturinn óarðbæran svo árum skiptir. Afleiðingin af þessu er að annað hvort er lítið eigið fé eftir í rekstri minkabúa eða að skattfé almennings er notað til að halda þessum fáu minkabændum uppi. Samantekið má því segja að engin rök standa lengur til minka- og loðdýraeldis. Loðdýraeldi er andstætt öllum sjónarmiðum um dýravelferð, þarf fé skattborgara til að ná endum saman, er vafasamt frá umhverfisverndarsjónarmiði og hefur enga þýðingu fyrir byggðastefnu eða landbúnað. Samtök um Dýravelferð á Íslandi, skora því á matvæla- og landbúnaðarráðherra að leggja fram áætlun sem miðar að því að loðdýraeldi verði lagt af og bannað innan fjögurra ára. Höfundur er í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar