Ferðamenn fagna grænni orkuvinnslu Jóna Bjarnadóttir skrifar 4. mars 2023 10:00 Græna orkan er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag á Íslandi og hluti af þeirri upplifun sem ferðamenn sækja í. Nær allir erlendir ferðamenn sem hingað koma, eða 96%, eru jákvæðir gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þar af eru 80% mjög jákvæð en innan við 1% neikvæð. Þetta kemur fram í skoðanakönnun meðal erlendra ferðamanna sem Gallup vann fyrir Landsvirkjun. Gera má ráð fyrir að með aukinni áherslu á umhverfismál og sjálfbærni muni græna orkan verða enn mikilvægari en hún er nú þegar fyrir ímynd lands og þjóðar. Þörf er á aukinni raforku til að mæta eftirspurn vegna loftslagsmarkmiða stjórnvalda, vegna orkuskiptanna, fólksfjölgunar og atvinnuuppbyggingar. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið, en við þurfum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skilar fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Um leið erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins og breytir ásýnd þeirra svæða sem tekin eru undir orkuvinnslu. Það er okkar reynsla að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fer vel saman. Má þar nefna landgræðslu, rekstur þjóðgarða og ferðamennsku. Erlendir gestir okkar eru á sama máli. Jákvæð upplifun Viðhorf til grænu orkuvinnslunnar okkar með vatnsafli, jarðvarma og vindi er almennt jákvætt meðal ferðamanna. 95% töldu sig hafa orðið vör við orkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum í ferðalagi sínu um Ísland. 73% töldu að orkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð áhrif á heildarupplifun þeirra af íslenskri náttúru. Innan við 1% töldu hana neikvæða. 26% sögðu hana engin áhrif hafa haft. 54% segja að frekari orkuvinnsla muni auka líkurnar á að þau heimsæki Ísland aftur í framtíðinni. 45% aðspurðra sögðu orkuvinnsluna engin áhrif hafa á þá ákvörðun en aðeins um 1% töldu hana draga úr líkum á frekari heimsóknum. Hlið við hlið Heimsbyggðin er á tímamótum. Við verðum að bregðast við loftslagsvandanum og hætta að nota bensín og olíu. Við Íslendingar stöndum vel að vígi því við höfum alla burði til að skipta jarðefnaeldsneytinu út fyrir græna orku. En til þess að svo megi verða er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir hér á landi. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Vinnsla hennar skaðar ekki ímynd okkar í augum ferðamanna, þvert á móti. Það er gott að fá staðfestingu á því að tvær mikilvægar greinar, orkuvinnslan og ferðamennskan, geta áfram þrifist hér hlið við hlið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Græna orkan er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag á Íslandi og hluti af þeirri upplifun sem ferðamenn sækja í. Nær allir erlendir ferðamenn sem hingað koma, eða 96%, eru jákvæðir gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þar af eru 80% mjög jákvæð en innan við 1% neikvæð. Þetta kemur fram í skoðanakönnun meðal erlendra ferðamanna sem Gallup vann fyrir Landsvirkjun. Gera má ráð fyrir að með aukinni áherslu á umhverfismál og sjálfbærni muni græna orkan verða enn mikilvægari en hún er nú þegar fyrir ímynd lands og þjóðar. Þörf er á aukinni raforku til að mæta eftirspurn vegna loftslagsmarkmiða stjórnvalda, vegna orkuskiptanna, fólksfjölgunar og atvinnuuppbyggingar. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið, en við þurfum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skilar fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Um leið erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins og breytir ásýnd þeirra svæða sem tekin eru undir orkuvinnslu. Það er okkar reynsla að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fer vel saman. Má þar nefna landgræðslu, rekstur þjóðgarða og ferðamennsku. Erlendir gestir okkar eru á sama máli. Jákvæð upplifun Viðhorf til grænu orkuvinnslunnar okkar með vatnsafli, jarðvarma og vindi er almennt jákvætt meðal ferðamanna. 95% töldu sig hafa orðið vör við orkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum í ferðalagi sínu um Ísland. 73% töldu að orkuvinnsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haft jákvæð áhrif á heildarupplifun þeirra af íslenskri náttúru. Innan við 1% töldu hana neikvæða. 26% sögðu hana engin áhrif hafa haft. 54% segja að frekari orkuvinnsla muni auka líkurnar á að þau heimsæki Ísland aftur í framtíðinni. 45% aðspurðra sögðu orkuvinnsluna engin áhrif hafa á þá ákvörðun en aðeins um 1% töldu hana draga úr líkum á frekari heimsóknum. Hlið við hlið Heimsbyggðin er á tímamótum. Við verðum að bregðast við loftslagsvandanum og hætta að nota bensín og olíu. Við Íslendingar stöndum vel að vígi því við höfum alla burði til að skipta jarðefnaeldsneytinu út fyrir græna orku. En til þess að svo megi verða er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir hér á landi. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Vinnsla hennar skaðar ekki ímynd okkar í augum ferðamanna, þvert á móti. Það er gott að fá staðfestingu á því að tvær mikilvægar greinar, orkuvinnslan og ferðamennskan, geta áfram þrifist hér hlið við hlið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar