Fráleitt að veitingamenn séu ekki með í ráðum um eigin örlög Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. mars 2023 12:00 Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri, SVEIT. Vísir/Steingrímur Dúi Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir ljóst að áhrifin á greinina verði töluverð ef að miðlunartillaga ríkissáttasemjara á að gilda um þau líka. Þau hafa ítrekað kallað eftir öðruvísi samning sem tekur mið af rekstrarumhverfi greinarinnar og vilja sæti við borðið, annað sé fráleitt. Viðræður þeirra við Eflingu hafi ekki borið árangur og þeim vísað til ríkissáttasemjara. Atkvæðagreiðsla félagsmanna Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um nýju miðlunartillöguna sem settur ríkissáttasemjari tilkynnti um í gær hefst á morgun og lýkur á miðvikudag í næstu viku. Tillagan er í megindráttum sambærileg fyrri miðlunartillögu og tekur mið af samningi við Starfsgreinasambandið, þó með smávægilegum breytingum. Samtök fyrirtækja í veitingarekstri, SVEIT, hafa gagnrýnt að þau hafi ekki fengið að koma að samningsviðræðum en þau eru ekki í SA. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir þau vinna í því að reikna út hver kostnaðurinn verður fyrir greinina ef miðlunartillagan verður samþykkt. „Það er ljóst að áhrifin verða gríðarleg. Við erum auðvitað að jafna okkur eftir langt Covid ástand og margir litlir og meðalstórir rekstraraðilar enn að borga frestaðar staðgreiðslur eða með stuðningslánin yfir höfðinu. Þannig þetta eru erfiðir tímar verður að viðurkennast,“ segir Aðalgeir. Hann tekur undir með framkvæmdastjóra SA að það sé skrýtið að afturvirknin sé jafn löng og raun ber vitni. Erfitt verði fyrir greinina að eiga efni á því samhliða öðrum hækkunum. „Við höfum talað fyrir því að greinin þurfi auðvitað sér samninga út af sérstöðu greinarinnar, þar sem við vinnum sjötíu prósent af öllum tímum utan dagvinnu og tími til kominn að fá stakk sem passar vexti,“ segir Aðalgeir. Hafi skýrt umboð til að semja um eigin kjarasamninga Þau vinni að því að gera betur við hina lægst launuðu en helsta baráttumál þeirra sé að vaxtarálag verði föst krónutala, líkt og því er háttað á Norðurlöndunum, frekar en prósentuhlutfall af dagvinnu. Sú breyting myndi gera þeim auðveldara fyrir við að hækka grunnlaun. Þau hafi reynt að ræða við Eflingu um sínar kröfur en það ekki borið árangur og því vísuðu þau viðræðum sínum til ríkissáttasemjara fyrir helgi og ítrekuðu beiðni sína í gær. „Við höfum skýrt umboð okkar umbjóðenda til að semja um kjarasamninga og viljum bara að það umboð verði virt þannig við getum sest niður og samið um samninga fyrir okkur,“ segir Aðalgeir. „Við erum náttúrulega með gríðarlega marga Eflingarstarfsmenn innan okkar fyrirtækja og að sjálfsögðu eigum við að vera með í ráðum þegar rekstrarumhverfið er ákveðið, annað er bara fráleitt.“ Hann bindur vonir við að viðræður þeirra komist á skrið á næstunni og ríkissáttasemjari taki málið fyrir en þau séu tilbúin til að svara kallinu umsvifalaust. Tíminn sé naumur þar atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu lýkur eftir tæpa viku. „Á þessu stigi get ég svo sem ekki staðfest um hvað verður ef að miðlunartillagan verður samþykkt en það er alveg ljóst að SVEIT mun leita allra leiða til þess að komast að borðinu og sníða stakk eftir vexti. Það bara gengur ekkert annað í þessu ástandi,“ segir Aðalgeir. Kjaraviðræður 2022-23 Veitingastaðir Kjaramál Tengdar fréttir Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. 1. mars 2023 11:33 Ósáttur við fulla afturvirkni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. 1. mars 2023 10:50 Öllum verkföllum og verkbanni frestað Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. 1. mars 2023 10:06 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Atkvæðagreiðsla félagsmanna Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um nýju miðlunartillöguna sem settur ríkissáttasemjari tilkynnti um í gær hefst á morgun og lýkur á miðvikudag í næstu viku. Tillagan er í megindráttum sambærileg fyrri miðlunartillögu og tekur mið af samningi við Starfsgreinasambandið, þó með smávægilegum breytingum. Samtök fyrirtækja í veitingarekstri, SVEIT, hafa gagnrýnt að þau hafi ekki fengið að koma að samningsviðræðum en þau eru ekki í SA. Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir þau vinna í því að reikna út hver kostnaðurinn verður fyrir greinina ef miðlunartillagan verður samþykkt. „Það er ljóst að áhrifin verða gríðarleg. Við erum auðvitað að jafna okkur eftir langt Covid ástand og margir litlir og meðalstórir rekstraraðilar enn að borga frestaðar staðgreiðslur eða með stuðningslánin yfir höfðinu. Þannig þetta eru erfiðir tímar verður að viðurkennast,“ segir Aðalgeir. Hann tekur undir með framkvæmdastjóra SA að það sé skrýtið að afturvirknin sé jafn löng og raun ber vitni. Erfitt verði fyrir greinina að eiga efni á því samhliða öðrum hækkunum. „Við höfum talað fyrir því að greinin þurfi auðvitað sér samninga út af sérstöðu greinarinnar, þar sem við vinnum sjötíu prósent af öllum tímum utan dagvinnu og tími til kominn að fá stakk sem passar vexti,“ segir Aðalgeir. Hafi skýrt umboð til að semja um eigin kjarasamninga Þau vinni að því að gera betur við hina lægst launuðu en helsta baráttumál þeirra sé að vaxtarálag verði föst krónutala, líkt og því er háttað á Norðurlöndunum, frekar en prósentuhlutfall af dagvinnu. Sú breyting myndi gera þeim auðveldara fyrir við að hækka grunnlaun. Þau hafi reynt að ræða við Eflingu um sínar kröfur en það ekki borið árangur og því vísuðu þau viðræðum sínum til ríkissáttasemjara fyrir helgi og ítrekuðu beiðni sína í gær. „Við höfum skýrt umboð okkar umbjóðenda til að semja um kjarasamninga og viljum bara að það umboð verði virt þannig við getum sest niður og samið um samninga fyrir okkur,“ segir Aðalgeir. „Við erum náttúrulega með gríðarlega marga Eflingarstarfsmenn innan okkar fyrirtækja og að sjálfsögðu eigum við að vera með í ráðum þegar rekstrarumhverfið er ákveðið, annað er bara fráleitt.“ Hann bindur vonir við að viðræður þeirra komist á skrið á næstunni og ríkissáttasemjari taki málið fyrir en þau séu tilbúin til að svara kallinu umsvifalaust. Tíminn sé naumur þar atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu lýkur eftir tæpa viku. „Á þessu stigi get ég svo sem ekki staðfest um hvað verður ef að miðlunartillagan verður samþykkt en það er alveg ljóst að SVEIT mun leita allra leiða til þess að komast að borðinu og sníða stakk eftir vexti. Það bara gengur ekkert annað í þessu ástandi,“ segir Aðalgeir.
Kjaraviðræður 2022-23 Veitingastaðir Kjaramál Tengdar fréttir Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. 1. mars 2023 11:33 Ósáttur við fulla afturvirkni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. 1. mars 2023 10:50 Öllum verkföllum og verkbanni frestað Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. 1. mars 2023 10:06 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Rétt ákvörðun að greiða atkvæði um tillöguna Formaður Eflingar vill ekki segja hvort hann mæli með því að félagar greiði atkvæði með miðlunartillögu sáttasemjara en það sé rétt ákvörðun að halda atkvæðagreiðslu. Yfirvofandi verkbann og kjarabætur fyrir þernur og bílstjóra voru á meðal ástæðna þess að samninganefnd Eflingar gat sætt sig við að láta greiða atkvæði um tillöguna. 1. mars 2023 11:33
Ósáttur við fulla afturvirkni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. 1. mars 2023 10:50
Öllum verkföllum og verkbanni frestað Öllum verkföllum og verkbanni verður frestað þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýja miðlunartillögu ríkissáttasemjara liggur fyrir. 1. mars 2023 10:06