„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2023 17:04 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í Póllandi í dag. AP/Michal Dyjuk Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. Biden sagði að Kænugarður stæði enn og þar ríkti enn frelsi. Hann sagði einnig að Pólland væri einn af bestu bandamönnum Bandaríkjanna og þakkaði Andrzej Duda, forseta Póllands, fyrir að taka á móti sér. Sjá einnig: Lítið sem kom á óvart í stefnuræðu Pútíns Biden fór óvænt til Úkraínu í gær en þá sagðist hann mættur til Kænugarðs til að sýna fram á staðfastan stuðning Bandaríkjanna við lýðræði og fullveldi Úkraínumanna. Sjá einnig: Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs „Einræðisherra, sem er staðráðinn að endurbyggja keisaraveldi mun aldrei geta slökkt í ást fólks á frelsi. Ofbeldi mun aldrei brjóta vilja hinna frjálsu á bak aftur og Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum í Úkraínu,“ sagði Biden í ræðu sinni. Biden: "President Putin's craven lust for land and power will fail, and the Ukrainian people's love for their country will prevail. Democracies of the world will stand guard of our freedoms today, tomorrow, and forever. That's what's at stake here -- freedom." pic.twitter.com/kzsBUBGNAA— Aaron Rupar (@atrupar) February 21, 2023 Hann sagði rússneska hermenn og málaliða hafa framið óheyrileg ódæði í Úkraínu. Gert markvissar árásir á almenna borgara, pyntað fólk og nauðgað og rænt börnum í massavís. Biden sagði að viðbrögð úkraínsku þjóðarinnar og heimsins hefðu verið ótrúleg. „Einu ári eftir að sprengjurnar byrjuðu að falla og rússneskum skriðdrekum var ekið inn í Úkraínu, er Úkraína enn sjálfstæð og frjáls,“ sagði Biden. Horfa má á ræðu Bidens í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Happening Now: President Biden delivers remarks in Warsaw ahead of the one year anniversary of Russia s brutal and unprovoked invasion of Ukraine. https://t.co/pGnhRmsSRc— The White House (@WhiteHouse) February 21, 2023 Bandaríkin Pólland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Biden sagði að Kænugarður stæði enn og þar ríkti enn frelsi. Hann sagði einnig að Pólland væri einn af bestu bandamönnum Bandaríkjanna og þakkaði Andrzej Duda, forseta Póllands, fyrir að taka á móti sér. Sjá einnig: Lítið sem kom á óvart í stefnuræðu Pútíns Biden fór óvænt til Úkraínu í gær en þá sagðist hann mættur til Kænugarðs til að sýna fram á staðfastan stuðning Bandaríkjanna við lýðræði og fullveldi Úkraínumanna. Sjá einnig: Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs „Einræðisherra, sem er staðráðinn að endurbyggja keisaraveldi mun aldrei geta slökkt í ást fólks á frelsi. Ofbeldi mun aldrei brjóta vilja hinna frjálsu á bak aftur og Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum í Úkraínu,“ sagði Biden í ræðu sinni. Biden: "President Putin's craven lust for land and power will fail, and the Ukrainian people's love for their country will prevail. Democracies of the world will stand guard of our freedoms today, tomorrow, and forever. That's what's at stake here -- freedom." pic.twitter.com/kzsBUBGNAA— Aaron Rupar (@atrupar) February 21, 2023 Hann sagði rússneska hermenn og málaliða hafa framið óheyrileg ódæði í Úkraínu. Gert markvissar árásir á almenna borgara, pyntað fólk og nauðgað og rænt börnum í massavís. Biden sagði að viðbrögð úkraínsku þjóðarinnar og heimsins hefðu verið ótrúleg. „Einu ári eftir að sprengjurnar byrjuðu að falla og rússneskum skriðdrekum var ekið inn í Úkraínu, er Úkraína enn sjálfstæð og frjáls,“ sagði Biden. Horfa má á ræðu Bidens í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Happening Now: President Biden delivers remarks in Warsaw ahead of the one year anniversary of Russia s brutal and unprovoked invasion of Ukraine. https://t.co/pGnhRmsSRc— The White House (@WhiteHouse) February 21, 2023
Bandaríkin Pólland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira