Notaði debetkort húsfélagsins í eigin þágu Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2023 09:16 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til mánaðar fangelsisvistar fyrir fjárdrátt úr húsfélagi á Akureyri. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að linum tveimur árum. Maðurinn gegndi starfi gjaldkera húsfélagsins og fór sem slíkur einn með reikningsumráð þess. Um er að ræða húsfélag fasteignar með þremur íbúðum. Á hálfs árs tímabili, frá apríl 2019 til október 2019, dró maðurinn sér fjármuni að fjárhæð 229.175 krónur úr sjóðum húsfélagsins með debetkorti þess. Færslurnar voru alls 43 talsins, sú lægsta upp á 299 krónur og sú hæsta upp á 46.767 krónur. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa talið sig eiga inni hjá húsfélaginu. Hann hafi ákveðið að endurgreiða sér með þessum hætti án þess að hafa rætt það við meðeigendur í húsnæðinu. Aðspurður hvers vegna hann millifærði ekki af reikningum félagsins í staðinn fyrir að notast við debetkort þá kvaðst hann ekki hafa orðið sér úti um aðgang að heimabankanum. Um leið og uppgötvaðist að maðurinn hafði nýtt sér debetkortið til einkanotkunnar greiddi hann til baka mismuninn af því sem hann taldi félagið skulda sér og því sem hann dró sér. Hann greiddi húsfélagsgjöld samviskusamlega allt brotatímabilið og því hélt hann því fram að skynsamleg rök standi því til álykta sem svo að ásetningur hans hafi ekki verið að draga sér féð til eigna. Í niðurstöðu héraðsdóms Norðurlands eystra segir að ljóst sé að maðurinn hafi notað debetkort félagsins til fjölda persónulegra úttekta. Þá sé ágreiningslaust að hann hafi einnig innt af hendi greiðslur af persónulegum fjármunum sínum fyrir húsfélagið. Hins vegar hafi hann dregið sér mun meira fé en hann átti inni. Dómnum þótti ljóst að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því dæmdur í þrjátíu daga fangelsi en vistin er bundin skilorði til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða húsfélaginu 64.926 krónur með vöxtum og 372.043 krónur í málskostnað. Einnig þarf hann að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 1.189.580 krónur. Málefni fjölbýlishúsa Dómsmál Akureyri Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Maðurinn gegndi starfi gjaldkera húsfélagsins og fór sem slíkur einn með reikningsumráð þess. Um er að ræða húsfélag fasteignar með þremur íbúðum. Á hálfs árs tímabili, frá apríl 2019 til október 2019, dró maðurinn sér fjármuni að fjárhæð 229.175 krónur úr sjóðum húsfélagsins með debetkorti þess. Færslurnar voru alls 43 talsins, sú lægsta upp á 299 krónur og sú hæsta upp á 46.767 krónur. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa talið sig eiga inni hjá húsfélaginu. Hann hafi ákveðið að endurgreiða sér með þessum hætti án þess að hafa rætt það við meðeigendur í húsnæðinu. Aðspurður hvers vegna hann millifærði ekki af reikningum félagsins í staðinn fyrir að notast við debetkort þá kvaðst hann ekki hafa orðið sér úti um aðgang að heimabankanum. Um leið og uppgötvaðist að maðurinn hafði nýtt sér debetkortið til einkanotkunnar greiddi hann til baka mismuninn af því sem hann taldi félagið skulda sér og því sem hann dró sér. Hann greiddi húsfélagsgjöld samviskusamlega allt brotatímabilið og því hélt hann því fram að skynsamleg rök standi því til álykta sem svo að ásetningur hans hafi ekki verið að draga sér féð til eigna. Í niðurstöðu héraðsdóms Norðurlands eystra segir að ljóst sé að maðurinn hafi notað debetkort félagsins til fjölda persónulegra úttekta. Þá sé ágreiningslaust að hann hafi einnig innt af hendi greiðslur af persónulegum fjármunum sínum fyrir húsfélagið. Hins vegar hafi hann dregið sér mun meira fé en hann átti inni. Dómnum þótti ljóst að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því dæmdur í þrjátíu daga fangelsi en vistin er bundin skilorði til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða húsfélaginu 64.926 krónur með vöxtum og 372.043 krónur í málskostnað. Einnig þarf hann að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 1.189.580 krónur.
Málefni fjölbýlishúsa Dómsmál Akureyri Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira