Fyrrverandi starfsmaður handtekinn vegna dráps á biskupi Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2023 08:49 Kona leggur blóm og innrömmuð skilaboð við lögregluborða utan um heimili Davids O'Connells, aðstoðarbiskups, sem fannst skotinn til bana á laugardag. AP/Damian Dovarganes Karlmaður sem lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum handtók í tengslum við morð á þekktum biskupi er eiginmaður þernu biskupsins og hafði sjálfur unnið fyrir hann. Lögregla rannsakar enn tilefni morðsins. David O'Connell, aðstoðarbiskup í Los Angeles-erkibiskupsdæmi kaþólsku kirkjunnar, fannst skotinn til bana í svefnherbergi heimili síns í Hacienda Heights, úthverfi stórborgarinnar, á laugardag. Hann hafði meðal annars helgað sig baráttu gegn glæpagengjum. Sérsveit lögreglu handtók Carlos Medina, eiginmann þernu O'Connells, á heimili þeirra í Torrance sem er um 55 kílómetrum frá heimili biskupsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Böndin bárust fyrst að Medina þegar rannsóknarlögreglumenn sáu bifreið hans í innkeyrslunni við hús O'Connells um það leyti sem hann var myrtur á upptöku öryggismyndavélar. Þá barst lögreglu ábending um að Medina, sem er 65 ára gamall, hafi sýnt af sér undarlega hegðun og talað um að O'Connell skuldaði honum fé. Engin ummerki fundust um að brotist hefði verið inn til O'Connells. Eiginkona Medina er sögð samvinnufús við lögreglu. Vopn fundust á heimili þeirra hjóna. Robert Luna, lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu, (t.h.) faðmar José H. Gomez, erkibiskup, á blaðamannafundi lögreglu vegna morðsins á O'Connell í gær.AP/Damian Dovarganes O'Connell, sem fæddist á Írlandi, er sagður samfélaginu á svæðinu harmdauði. Nágrannar og safnaðarmeðlimir hafa skilið eftir blóm og kerti við lögregluborða utan um heimili hans í Hacienda Heights. José H. Gomez, erkibiskupinn í Los Angeles-sýslu, segir O'Connell hafa talað spænsku reiprennandi með írskum hreim. Hann hafi alla tíð sýnt fátækum, heimilislausum, innflytjendum og jaðarsettum í samfélaginu hluttekningu. „Hann var góður prestur, góðu biskup og maður friðar og við erum mjög hrygg að missa hann,“ sagði Gomez klökkur við fréttamenn. Fintan Gavin, biskup í Cork og Ross á Írlandi, sagði söfnuðinn þar sleginn yfir dauða O'Connells. Hann hafi ræktað tengslin við fjölskyldu og vini í gamla landinu. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. 20. febrúar 2023 12:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
David O'Connell, aðstoðarbiskup í Los Angeles-erkibiskupsdæmi kaþólsku kirkjunnar, fannst skotinn til bana í svefnherbergi heimili síns í Hacienda Heights, úthverfi stórborgarinnar, á laugardag. Hann hafði meðal annars helgað sig baráttu gegn glæpagengjum. Sérsveit lögreglu handtók Carlos Medina, eiginmann þernu O'Connells, á heimili þeirra í Torrance sem er um 55 kílómetrum frá heimili biskupsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Böndin bárust fyrst að Medina þegar rannsóknarlögreglumenn sáu bifreið hans í innkeyrslunni við hús O'Connells um það leyti sem hann var myrtur á upptöku öryggismyndavélar. Þá barst lögreglu ábending um að Medina, sem er 65 ára gamall, hafi sýnt af sér undarlega hegðun og talað um að O'Connell skuldaði honum fé. Engin ummerki fundust um að brotist hefði verið inn til O'Connells. Eiginkona Medina er sögð samvinnufús við lögreglu. Vopn fundust á heimili þeirra hjóna. Robert Luna, lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu, (t.h.) faðmar José H. Gomez, erkibiskup, á blaðamannafundi lögreglu vegna morðsins á O'Connell í gær.AP/Damian Dovarganes O'Connell, sem fæddist á Írlandi, er sagður samfélaginu á svæðinu harmdauði. Nágrannar og safnaðarmeðlimir hafa skilið eftir blóm og kerti við lögregluborða utan um heimili hans í Hacienda Heights. José H. Gomez, erkibiskupinn í Los Angeles-sýslu, segir O'Connell hafa talað spænsku reiprennandi með írskum hreim. Hann hafi alla tíð sýnt fátækum, heimilislausum, innflytjendum og jaðarsettum í samfélaginu hluttekningu. „Hann var góður prestur, góðu biskup og maður friðar og við erum mjög hrygg að missa hann,“ sagði Gomez klökkur við fréttamenn. Fintan Gavin, biskup í Cork og Ross á Írlandi, sagði söfnuðinn þar sleginn yfir dauða O'Connells. Hann hafi ræktað tengslin við fjölskyldu og vini í gamla landinu.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. 20. febrúar 2023 12:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. 20. febrúar 2023 12:00