Stoltur og pínu montinn Almar Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2023 15:37 Það var ánægjulegt að fá niðurstöður úr árlegri þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2022. Þar lendir Garðabær í fyrsta sæti í níu af þrettán almennum viðhorfsspurningum (við deilum vissulega stundum sæti með öðrum). Markmið okkar er ávallt að veita íbúum framúrskarandi þjónustu í fjölbreyttu og ört stækkandi samfélagi. Ég vil auðvitað óska öllu starfsfólki Garðabæjar til hamingju með þessar niðurstöður og þakka þeim fyrir faglegan metnað og þjónustulund. Þetta eru okkur ekki alveg nýjar fréttir, undanfarin ár hefur niðurstaðan úr þessari könnun verið á þennan veg eða sambærilegan hið minnsta. Undanfarið hefur íbúum Garðabæjar farið ört fjölgandi. Stækkandi sveitarfélögum fylgja oft vaxtaverkir eins og stækkandi börnum. Það getur verið flókið að setja upp heilu hverfin svo að vel á því fari. Blöndun byggðar, þjónusta, snjómokstur, sorphirða, umhverfi og auðvitað leikskólapláss og aðbúnaður grunnskóla eru þar mikilvæg púsl til þess að koma á góðum bæjarbrag og könnun eins og þessi hjálpar okkur að stilla fókusinn. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu 20 stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð á þeim ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Í flestum spurningum er Garðabær að mælast töluvert hærra en meðaltal sveitarfélaga. Af niðurstöðum sést vel að þau sem hafa nýtt sér þjónustu bæjarins segjast vera ánægðari heldur en þau sem ekki hafa nýtt hana. Garðabær hækkar milli ára í öllum spurningunum nema einni þar sem einkunnin stóð í stað. Góð þjónusta og traust viðbrögð Ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur, við þjónustu við eldri borgara og menningarmálin er mikil. Sama gildir um leikskólamálin og auðvitað grunnskólamálin, en þær niðurstöður eru sérstaklega gleðilegar þar sem undanfarnir mánuðir hafa einkennst af umræðu um rakaskemmdir í skólahúsnæði og viðbrögðum við þeim. Við erum sannfærð um að við séum að ná vel utan um stöðuna með bættu verklagi og miklum framkvæmdum. Við vitum nefnilega að á stóru heimili gengur oft á ýmsu, en við viljum að Garðbæingar geti treyst því að þegar eitthvað bregður út af geti þau treyst á snöggt og traust viðbrögð bæjarins og góða þjónustu. Við sjáum til dæmis að út frá niðurstöðunum að áfram eru tækifæri til úrbóta í þjónustu við fatlað fólk en það er eini málaflokkurinn sem ekki hækkar á milli ára heldur stendur í stað þegar spurt er um ánægju með þjónustu. Við höfum unnið markvisst að því að efla þjónustu við fatlað fólk og hefur umfang þjónustunnar vaxið langmest af öllum málaflokkum undanfarin ár. Við hlökkum til að taka í notkun nýjan búsetukjarna síðar á árinu, sem eflir þjónustuna enn frekar. En niðurstöðurnar tala sínu máli. Þær fela í sér tækifæri til að gera betur og höfum við þegar sett af stað vinnu með þjónustuþegum við að bæta þjónustuna. Höfum upp á margt að bjóða Ég ætla að leyfa mér að segja að Garðabær hefur upp á margt að bjóða, við erum stækkandi sveitarfélag sem mætir þeim áskorunum sem það hefur í för með sér og leitum leiða til þess að bæta þjónustuna. Við viljum og ætlum að vera framúrskarandi. Það væri auðvelt að leggja hendur í skaut og segja: Þetta er bara komið. Garðbæingar mega hins vegar vita, eins og áður, að við höldum áfram að leggja okkur fram um að veita góða þjónustu, við ætlum að halda áfram að sækja fram. Það hefst aðeins með stöðugu samtali við bæjarbúa. Áfram verður rýnt í niðurstöður og einstaka þætti könnunarinnar hjá nefndum og sviðum bæjarins og skoðað með hvaða hætti Garðabær geti haldið áfram að bæta þjónustuna enn frekar. Það er svo sannarlega hvatning til að gera enn betur að íbúar Garðabæjar eru þeir ánægðustu með þjónustu sveitarfélagsins. Einhver gæti kallað þetta mont, en ég er bara afskaplega stoltur af starfsfólkinu okkar og bæjarfélaginu. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að fá niðurstöður úr árlegri þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2022. Þar lendir Garðabær í fyrsta sæti í níu af þrettán almennum viðhorfsspurningum (við deilum vissulega stundum sæti með öðrum). Markmið okkar er ávallt að veita íbúum framúrskarandi þjónustu í fjölbreyttu og ört stækkandi samfélagi. Ég vil auðvitað óska öllu starfsfólki Garðabæjar til hamingju með þessar niðurstöður og þakka þeim fyrir faglegan metnað og þjónustulund. Þetta eru okkur ekki alveg nýjar fréttir, undanfarin ár hefur niðurstaðan úr þessari könnun verið á þennan veg eða sambærilegan hið minnsta. Undanfarið hefur íbúum Garðabæjar farið ört fjölgandi. Stækkandi sveitarfélögum fylgja oft vaxtaverkir eins og stækkandi börnum. Það getur verið flókið að setja upp heilu hverfin svo að vel á því fari. Blöndun byggðar, þjónusta, snjómokstur, sorphirða, umhverfi og auðvitað leikskólapláss og aðbúnaður grunnskóla eru þar mikilvæg púsl til þess að koma á góðum bæjarbrag og könnun eins og þessi hjálpar okkur að stilla fókusinn. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu 20 stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð á þeim ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Í flestum spurningum er Garðabær að mælast töluvert hærra en meðaltal sveitarfélaga. Af niðurstöðum sést vel að þau sem hafa nýtt sér þjónustu bæjarins segjast vera ánægðari heldur en þau sem ekki hafa nýtt hana. Garðabær hækkar milli ára í öllum spurningunum nema einni þar sem einkunnin stóð í stað. Góð þjónusta og traust viðbrögð Ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur, við þjónustu við eldri borgara og menningarmálin er mikil. Sama gildir um leikskólamálin og auðvitað grunnskólamálin, en þær niðurstöður eru sérstaklega gleðilegar þar sem undanfarnir mánuðir hafa einkennst af umræðu um rakaskemmdir í skólahúsnæði og viðbrögðum við þeim. Við erum sannfærð um að við séum að ná vel utan um stöðuna með bættu verklagi og miklum framkvæmdum. Við vitum nefnilega að á stóru heimili gengur oft á ýmsu, en við viljum að Garðbæingar geti treyst því að þegar eitthvað bregður út af geti þau treyst á snöggt og traust viðbrögð bæjarins og góða þjónustu. Við sjáum til dæmis að út frá niðurstöðunum að áfram eru tækifæri til úrbóta í þjónustu við fatlað fólk en það er eini málaflokkurinn sem ekki hækkar á milli ára heldur stendur í stað þegar spurt er um ánægju með þjónustu. Við höfum unnið markvisst að því að efla þjónustu við fatlað fólk og hefur umfang þjónustunnar vaxið langmest af öllum málaflokkum undanfarin ár. Við hlökkum til að taka í notkun nýjan búsetukjarna síðar á árinu, sem eflir þjónustuna enn frekar. En niðurstöðurnar tala sínu máli. Þær fela í sér tækifæri til að gera betur og höfum við þegar sett af stað vinnu með þjónustuþegum við að bæta þjónustuna. Höfum upp á margt að bjóða Ég ætla að leyfa mér að segja að Garðabær hefur upp á margt að bjóða, við erum stækkandi sveitarfélag sem mætir þeim áskorunum sem það hefur í för með sér og leitum leiða til þess að bæta þjónustuna. Við viljum og ætlum að vera framúrskarandi. Það væri auðvelt að leggja hendur í skaut og segja: Þetta er bara komið. Garðbæingar mega hins vegar vita, eins og áður, að við höldum áfram að leggja okkur fram um að veita góða þjónustu, við ætlum að halda áfram að sækja fram. Það hefst aðeins með stöðugu samtali við bæjarbúa. Áfram verður rýnt í niðurstöður og einstaka þætti könnunarinnar hjá nefndum og sviðum bæjarins og skoðað með hvaða hætti Garðabær geti haldið áfram að bæta þjónustuna enn frekar. Það er svo sannarlega hvatning til að gera enn betur að íbúar Garðabæjar eru þeir ánægðustu með þjónustu sveitarfélagsins. Einhver gæti kallað þetta mont, en ég er bara afskaplega stoltur af starfsfólkinu okkar og bæjarfélaginu. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar