Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. febrúar 2023 19:00 Gaziantep er ein þeirra borga í Tyrklandi þar sem þriggja mánaða neyðarástandi hefur verið lýst yfir. AP/Mustafa Karali Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. Recep Tayip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir þriggja mánaða neyðarástandi í tíu borgum landsins. Meðal þeirra er borgin Iskenderun. Höfn borgarinnar hefur staðið í ljósum logum frá því í gær en eldurinn er talinn eiga upptök sín í gámum sem færðust til. Landsbjörg ákvað í dag að senda níu manna teymi sérfræðinga til að aðstoða við björgunarstarf. Upphaflega stóð til að fljúga með TF-SIF, flugvél landhelgisgæslunnar, en vegna veðurs var ákveðið að fljúga með Boeing 737-MAX farþegaþotu Icelandair. Flogið verður frá Keflavík til Tyrklands í kvöld. Gisti í skóla í nótt Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep í suðurhluta Tyrklands, þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Hún varði nóttinni í skólabyggingu í borginni, en hún býr á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi. Hún segir fólk bíða þess að stjórnvöld greini frá því hvort enn sé hætta á stórum skjálftum. „Þá er eftir að skoða hvenær við fáum að fara heim,“ segir Eygló í samtali við fréttastofu. Aðgengi að vatni og rafmagni á svæðinu sé ekki gott. „Hér til dæmis eru örfá tengi sem virka. Nú er verið að ná í gas. Og með salernin, þú veist, það er ekkert vatn.“ Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep. Hún segir samstöðu fólksins í borginni ótrúlega.Aðsend Fólk sé allt af vilja gert til að hjálpa hvort öðru, bæði Tyrkjum jafnt sem útlendingum. „En í mörgum öðrum löndum er ekki svona mikill velvilji þegar kemur að því að taka á móti útlendingum. Hér er búið að taka svoleiðis utan um mig. Ég er vön að bjarga mér, en það er ekki spurning, fólk er yndislegt.“ Náttúruhamfarir Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46 Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Recep Tayip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir þriggja mánaða neyðarástandi í tíu borgum landsins. Meðal þeirra er borgin Iskenderun. Höfn borgarinnar hefur staðið í ljósum logum frá því í gær en eldurinn er talinn eiga upptök sín í gámum sem færðust til. Landsbjörg ákvað í dag að senda níu manna teymi sérfræðinga til að aðstoða við björgunarstarf. Upphaflega stóð til að fljúga með TF-SIF, flugvél landhelgisgæslunnar, en vegna veðurs var ákveðið að fljúga með Boeing 737-MAX farþegaþotu Icelandair. Flogið verður frá Keflavík til Tyrklands í kvöld. Gisti í skóla í nótt Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep í suðurhluta Tyrklands, þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Hún varði nóttinni í skólabyggingu í borginni, en hún býr á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi. Hún segir fólk bíða þess að stjórnvöld greini frá því hvort enn sé hætta á stórum skjálftum. „Þá er eftir að skoða hvenær við fáum að fara heim,“ segir Eygló í samtali við fréttastofu. Aðgengi að vatni og rafmagni á svæðinu sé ekki gott. „Hér til dæmis eru örfá tengi sem virka. Nú er verið að ná í gas. Og með salernin, þú veist, það er ekkert vatn.“ Eygló Guðmundsdóttir er búsett í Gaziantep. Hún segir samstöðu fólksins í borginni ótrúlega.Aðsend Fólk sé allt af vilja gert til að hjálpa hvort öðru, bæði Tyrkjum jafnt sem útlendingum. „En í mörgum öðrum löndum er ekki svona mikill velvilji þegar kemur að því að taka á móti útlendingum. Hér er búið að taka svoleiðis utan um mig. Ég er vön að bjarga mér, en það er ekki spurning, fólk er yndislegt.“
Náttúruhamfarir Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46 Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46
Landsbjörg sendir sérfræðingahóp til Tyrklands Tyrknesk yfirvöld hafa þegið boð Íslands um aðstoð vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir í gærmorgun. 7. febrúar 2023 10:55
Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40