Í kappi við kuldann Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2023 17:51 Fólk leitar í rústum húss í Jinderis í Sýrlandi. Fyrr í dag var nýfæddu barni bjargað úr rústum hússins en móðir stúlkunnar fæddi hana eftir að húsið hrundi. AP/Ghaith Alsayed Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. Þá bjuggu margir við slæmar aðstæður á svæðinu fyrir jarðskjálftana en þarna halda milljónir manna til í flóttamannabúðum sem flúið hafa vegna átaka í Sýrlandi. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í dag að björgunaraðilar væru í kapphlaupi. Hver mínúta þýddi að líkur á því að finna fólk á lífi minnkuðu. Fjöldi látinna er á miklu reyki en staðfest er að minnst fimm þúsund eru dáin og er búist við því að talan muni hækka mikið. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði til að mynda við Reuters að óttast væri að þúsundir barna hefðu dáið vegna jarðskjálftanna. Minnst átta þúsund manns hefur verið bjargað úr rústum í Tyrklandi. Upprunalegi skjálftinn var 7,8 stig en honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar og þar á meðal einn sem var 7,5 stig. Nokkrir eftirskjálftar hafa verið yfir sex stigum. Sjá einnig: Hvert húsið hrundi á eftir öðru AP fréttaveitan segir að jarðskjálftarnir hafi valdið miklu tjóni á stóru svæði og björgunarsveitir hafi átt í basli með að komast til margra byggða sem urðu illa úti. Á meðan hafi raddir fólks sem heyrðust úr rústum húsa þagnað. „Við heyrðum í þeim, þau voru að kalla eftir hjálp,“ sagði Ali Silo við blaðamann fréttaveitunnar. Þar var hann að tala um tvo ættingja sína í bænum Nurdagi í Tyrklandi. Ekki tókst að bjarga þeim úr rústum húss. Annar viðmælandi AP í Antakya í Tyrklandi sagðist heyra í sjötugri móður sinni í rústum. Hins vegar hafi ekki reynst hægt að ná henni úr rústunum því stórar vinnuvélar þurfi til og engin hjálp hafi borist enn. „Ef við gætum lyft steypunni næðum við til hennar. Móðir mín er sjötug. Ég veit ekki hve lengi hún þolir þetta.“ Half of city of Mara is destroyed in #Turkey Footage via @njeopard pic.twitter.com/azzD8SwmJT— Rag p Soylu (@ragipsoylu) February 7, 2023 Reuters hefur eftir Murat Alinak, sem býr í Malatya í Tyrklandi að þangað hafi engin hjálp borist enn. „Það er enginn hérna. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls. Hvað á ég að gera? Hvert get ég farið?“ sagði Alinak. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur skipað tyrkneska hernum að aðstoða við björgunarstörfin og að setja upp tjaldbyggðir fyrir fólk sem á í engin hús að sækja. Tyrkland Sýrland Náttúruhamfarir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Þá bjuggu margir við slæmar aðstæður á svæðinu fyrir jarðskjálftana en þarna halda milljónir manna til í flóttamannabúðum sem flúið hafa vegna átaka í Sýrlandi. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í dag að björgunaraðilar væru í kapphlaupi. Hver mínúta þýddi að líkur á því að finna fólk á lífi minnkuðu. Fjöldi látinna er á miklu reyki en staðfest er að minnst fimm þúsund eru dáin og er búist við því að talan muni hækka mikið. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði til að mynda við Reuters að óttast væri að þúsundir barna hefðu dáið vegna jarðskjálftanna. Minnst átta þúsund manns hefur verið bjargað úr rústum í Tyrklandi. Upprunalegi skjálftinn var 7,8 stig en honum hafa fylgt fjölmargir eftirskjálftar og þar á meðal einn sem var 7,5 stig. Nokkrir eftirskjálftar hafa verið yfir sex stigum. Sjá einnig: Hvert húsið hrundi á eftir öðru AP fréttaveitan segir að jarðskjálftarnir hafi valdið miklu tjóni á stóru svæði og björgunarsveitir hafi átt í basli með að komast til margra byggða sem urðu illa úti. Á meðan hafi raddir fólks sem heyrðust úr rústum húsa þagnað. „Við heyrðum í þeim, þau voru að kalla eftir hjálp,“ sagði Ali Silo við blaðamann fréttaveitunnar. Þar var hann að tala um tvo ættingja sína í bænum Nurdagi í Tyrklandi. Ekki tókst að bjarga þeim úr rústum húss. Annar viðmælandi AP í Antakya í Tyrklandi sagðist heyra í sjötugri móður sinni í rústum. Hins vegar hafi ekki reynst hægt að ná henni úr rústunum því stórar vinnuvélar þurfi til og engin hjálp hafi borist enn. „Ef við gætum lyft steypunni næðum við til hennar. Móðir mín er sjötug. Ég veit ekki hve lengi hún þolir þetta.“ Half of city of Mara is destroyed in #Turkey Footage via @njeopard pic.twitter.com/azzD8SwmJT— Rag p Soylu (@ragipsoylu) February 7, 2023 Reuters hefur eftir Murat Alinak, sem býr í Malatya í Tyrklandi að þangað hafi engin hjálp borist enn. „Það er enginn hérna. Við erum undir snjónum, án heimilis, án alls. Hvað á ég að gera? Hvert get ég farið?“ sagði Alinak. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur skipað tyrkneska hernum að aðstoða við björgunarstörfin og að setja upp tjaldbyggðir fyrir fólk sem á í engin hús að sækja.
Tyrkland Sýrland Náttúruhamfarir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46 Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Landsbjörg aðstoðar við björgunaraðgerðir sem íbúi segir óskipulagðar Yfir fimm þúsund eru látin eftir harða jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskur hópur sérfræðinga fer til Tyrklands síðar í dag til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir. Kona búsett í Gaziantep í Tyrklandi segir björgunarstarf hingað til hafa virst óskipulagt. 7. febrúar 2023 12:46
Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunarlið Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra. 7. febrúar 2023 06:40