Verðbólga í boði Stjórnvalda og Seðlabankans Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 31. janúar 2023 16:30 Nú liggur fyrir að helsti drifkraftur verðbólgu, sem nú mælist, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Marinó G Njálsson skrifar: Nú er svo komið, að viðbrögð við verðbólgunni eru farin að hækka verðbólguna. Verðtryggt þjóðfélag er fast í því, að bæta eigi upp verðbólgu með því að hækka að minnsta kosti árleg alls konar gjöld hins opinbera um sem nemur verðbólgunni. Þannig veldur há verðbólga enn þá hærri verðbólgu nema að menn ákveði að stinga sér í gegn um ölduna. Það er sjaldan gert á Íslandi. Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringamyndum, sem gefa greinargóða mynd af helstu áhrifaþáttum verðbólgu, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera á ökutæki og hækkanir á rafmagni og hita helstu þættir, í bland við hækkandi húsnæðiskostnað vegna stýrivaxtahækkana. Við þetta bætast svo almennar gjaldskrárhækkkanir sem miðast flestar við hækkandi verðbólgu sem þær svo sjálfar ýta undir. Til þess að toppa vitleysuna endanlega gæti svo Seðlabankinn tekið upp á því að hækka stýrivexti við næstu vaxtaákvörðun bankans, til að sporna við eigin skaða og hins opinbera. Verði það raunin er aðeins tvennt í stöðunni. Að gefast upp eða rísa upp. Gleymum því ekki að hækkun húsnæðisverðs hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu hingað til sem alfarið má rekja til þess að ekki var farið í nauðsynlegar mótvægisaðgerðir í kjölfar mikilla og skarpra vaxtalækkkana. Eins og að stórauka framboð á húsnæði eða þrengja að skilmálum og lánstíma nýrra húsnæðislána. Eftir stendur almenningur í vonlausri stöðu gagnvart stjórnvöldum og Seðlabankanum sem ekki aðeins þvertaka fyrir stórkostleg mistök við efnahagsstjórn landsins heldur bæta og bæta á vandann. Fólkið flýr í umvörpum yfir í verðtryggðu lánin sem aftur gerir stýrivexti að marklausu hagstjórnartæki. Spurningin er hver endanlegur fórnarkostnaður verður. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Seðlabankinn Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að helsti drifkraftur verðbólgu, sem nú mælist, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Marinó G Njálsson skrifar: Nú er svo komið, að viðbrögð við verðbólgunni eru farin að hækka verðbólguna. Verðtryggt þjóðfélag er fast í því, að bæta eigi upp verðbólgu með því að hækka að minnsta kosti árleg alls konar gjöld hins opinbera um sem nemur verðbólgunni. Þannig veldur há verðbólga enn þá hærri verðbólgu nema að menn ákveði að stinga sér í gegn um ölduna. Það er sjaldan gert á Íslandi. Eins og sjá má á meðfylgjandi skýringamyndum, sem gefa greinargóða mynd af helstu áhrifaþáttum verðbólgu, eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera á ökutæki og hækkanir á rafmagni og hita helstu þættir, í bland við hækkandi húsnæðiskostnað vegna stýrivaxtahækkana. Við þetta bætast svo almennar gjaldskrárhækkkanir sem miðast flestar við hækkandi verðbólgu sem þær svo sjálfar ýta undir. Til þess að toppa vitleysuna endanlega gæti svo Seðlabankinn tekið upp á því að hækka stýrivexti við næstu vaxtaákvörðun bankans, til að sporna við eigin skaða og hins opinbera. Verði það raunin er aðeins tvennt í stöðunni. Að gefast upp eða rísa upp. Gleymum því ekki að hækkun húsnæðisverðs hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu hingað til sem alfarið má rekja til þess að ekki var farið í nauðsynlegar mótvægisaðgerðir í kjölfar mikilla og skarpra vaxtalækkkana. Eins og að stórauka framboð á húsnæði eða þrengja að skilmálum og lánstíma nýrra húsnæðislána. Eftir stendur almenningur í vonlausri stöðu gagnvart stjórnvöldum og Seðlabankanum sem ekki aðeins þvertaka fyrir stórkostleg mistök við efnahagsstjórn landsins heldur bæta og bæta á vandann. Fólkið flýr í umvörpum yfir í verðtryggðu lánin sem aftur gerir stýrivexti að marklausu hagstjórnartæki. Spurningin er hver endanlegur fórnarkostnaður verður. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar