Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2023 14:12 Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang slyssins í gær. Vísir Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. „Við vorum að keyra þarna og það voru bílar alveg ofan í okkur sem tóku fram úr. Voru sennilega á hátt upp í hundrað kílómetra hraða og við sáum að þeir voru að taka fram úr hvor öðrum á þessum hraða,“ segir Jóhanna Steina Matthíasdóttir sem var að skutla vinkonu sinni þegar slysið átti sér stað á Norðurströnd laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Búið var að fjarlægja númeraplöturnar af báðum bílunum sem hurfu fljótlega úr augsýn, rétt áður en Jóhanna heyrði gríðarmikil læti. Hún sá fljótlega að um harkalegan árekstur var um að ræða og voru framhliðar bílanna til að mynda stórskemmdar. Ljóst var að annar tveggja ökumanna sem hafði tekið þátt í kappakstrinum og farið fram úr Jóhönnu skömmu áður hafði keyrt framan á bíl konu sem kom úr gagnstæðri átt. Hinn ungi ökumaðurinn keyrði á brott. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti þessa mynd af bílunum sem skullu saman í gærkvöldi. slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Sloppið vel miðað við aðstæður Helgi Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti í samtali við fréttastofu fyrr í dag að í aðdraganda slyssins hafi tveir menn verið í einhvers konar kappakstri. „Þarna virðast tveir ökumenn hafa verið að leika sér að því að taka fram úr hvor öðrum,“ sagði Helgi. „Annar tekur sem sagt fram úr hinum og lendir framan á bíl sem kemur úr gagnstæðri átt. Hinn bíllinn keyrir í burtu og stingur af.“ Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang en að sögn Helga sluppu farþegar vel miðað við aðstæður og að mikið tjón hafi verið á bílum. Nokkuð um glæfraakstur á þessu svæði Jóhanna segir að fljótlega eftir áreksturinn hafi fólk byrjað að tínast út úr bílunum en fjórir voru í öðrum þeirra og ein kona í hinum sem var greinilega í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar virtist eitthvað rólegri að sögn Jóhönnu þar sem hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Minnst einn einstaklingur hafi verið með greinilega áverka. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íbúar á Seltjarnarnesi hafa orðið varir við ofsaakstur á Norðurströnd. vísir/vilhelm Vegfarendur komu fólkinu fljótlega til aðstoðar en þeirra á meðal var meðlimur björgunarsveitar. Að sögn lögreglu voru fimm fluttir á slysadeild eftir áreksturinn en eftir að lögregla kom á vettvang var tekin skýrsla af Jóhönnu og öðrum sjónarvottum. Íbúar á Seltjarnarnesi hafa reglulega orðið varir við að ökumenn stundi glæfraakstur og spyrnu á Norðurströnd þar sem langur vegkafli liggur án umferðarljósa og annarra hraðahindrana. Þá segist Jóhanna hafa heyrt um fleiri slys á þessum stað í tengslum við hraðakstur. Seltjarnarnes Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Við vorum að keyra þarna og það voru bílar alveg ofan í okkur sem tóku fram úr. Voru sennilega á hátt upp í hundrað kílómetra hraða og við sáum að þeir voru að taka fram úr hvor öðrum á þessum hraða,“ segir Jóhanna Steina Matthíasdóttir sem var að skutla vinkonu sinni þegar slysið átti sér stað á Norðurströnd laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Búið var að fjarlægja númeraplöturnar af báðum bílunum sem hurfu fljótlega úr augsýn, rétt áður en Jóhanna heyrði gríðarmikil læti. Hún sá fljótlega að um harkalegan árekstur var um að ræða og voru framhliðar bílanna til að mynda stórskemmdar. Ljóst var að annar tveggja ökumanna sem hafði tekið þátt í kappakstrinum og farið fram úr Jóhönnu skömmu áður hafði keyrt framan á bíl konu sem kom úr gagnstæðri átt. Hinn ungi ökumaðurinn keyrði á brott. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins birti þessa mynd af bílunum sem skullu saman í gærkvöldi. slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Sloppið vel miðað við aðstæður Helgi Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti í samtali við fréttastofu fyrr í dag að í aðdraganda slyssins hafi tveir menn verið í einhvers konar kappakstri. „Þarna virðast tveir ökumenn hafa verið að leika sér að því að taka fram úr hvor öðrum,“ sagði Helgi. „Annar tekur sem sagt fram úr hinum og lendir framan á bíl sem kemur úr gagnstæðri átt. Hinn bíllinn keyrir í burtu og stingur af.“ Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang en að sögn Helga sluppu farþegar vel miðað við aðstæður og að mikið tjón hafi verið á bílum. Nokkuð um glæfraakstur á þessu svæði Jóhanna segir að fljótlega eftir áreksturinn hafi fólk byrjað að tínast út úr bílunum en fjórir voru í öðrum þeirra og ein kona í hinum sem var greinilega í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar virtist eitthvað rólegri að sögn Jóhönnu þar sem hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Minnst einn einstaklingur hafi verið með greinilega áverka. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íbúar á Seltjarnarnesi hafa orðið varir við ofsaakstur á Norðurströnd. vísir/vilhelm Vegfarendur komu fólkinu fljótlega til aðstoðar en þeirra á meðal var meðlimur björgunarsveitar. Að sögn lögreglu voru fimm fluttir á slysadeild eftir áreksturinn en eftir að lögregla kom á vettvang var tekin skýrsla af Jóhönnu og öðrum sjónarvottum. Íbúar á Seltjarnarnesi hafa reglulega orðið varir við að ökumenn stundi glæfraakstur og spyrnu á Norðurströnd þar sem langur vegkafli liggur án umferðarljósa og annarra hraðahindrana. Þá segist Jóhanna hafa heyrt um fleiri slys á þessum stað í tengslum við hraðakstur.
Seltjarnarnes Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47
Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57