Frökkum gert að yfirgefa Búrkína Fasó Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 09:03 Ibrahim Traore, leiðtoga herforingjastjórnarinnar í Búrkína Fasó, á mótmælum gegn Frakklandi og veru franskra hermanna í landinu. AP/Kilaye Bationo Franskir hermenn munu yfirgefa Búrkína Fasó í næsta mánuði. Herforingjastjórn Afríkuríkisins hefur krafist þess að fyrrverandi nýlenduherrar þess fari á brott en herforingjastjórnin hefur að undanförnu leitað frekar til Rússlands eftir aðstoð gegn umsvifamiklum vígahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og nærri því tvær milljónir íbúa Búrkína Fasó hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Sahel svæðið er þurrt svæði suður af Shara eyðimörkinni. Valdarán í Malí, Tjad og Búrkína Faso eru sögð hafa grafið undan samskiptum Frakka við þau ríki og gefið vígamönnum á Sahel svæðinu byr undir báða vængi. Frakkar hafa verið með um fjögur hundruð sérsveitarmenn í Búrkína Fasó á grundvelli samkomulags frá 2018. Því samkomulagi hefur verið rift af Ibrahim Traore, leiðtoga herforingjastjórnarinnar, en hann hefur sagst tilbúinn til að vinna með öðrum ríkjum en Frakklandi og þá sérstaklega Rússlandi. Frakkar fluttu í fyrra hermenn sína frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina þar. Í heildina eru Frakkar með um þrjú þúsund hermenn á Sahel svæðinu en flestir eru í Tjad og Níger. Núverandi herforingjastjórn Búrkína Fasó rændi í fyrra völdum af annarri herforingjastjórn sem tekið hafði völd af ríkisstjórn landsins skömmu áður. Báðar herforingjastjórnirnar gerðu það á þeim grundvelli að fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki gert nóg til að binda enda á átökin í landinu. Herforingjastjórn Búrkína Fasó hefur ekki stjórn á um þriðjungi landsins, samkvæmt frétt France24. Í byrjun mánaðarins skipaði herforingjastjórn Búrkína Fasó sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Skömmu áður hafði mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í ríkinu verið gert að fara. Nana Akufo-Addo, forseti Gana, sakaði Traore í desember um að hafa skrifað undir samning við Wagner Group, mjög svo umdeildan málaliðahóp frá Rússlandi, sem Bandaríkin hafa skilgreint sem alþjóðleg glæpasamtök og sakaður hefur verið um margvísleg ódæði, meðal annars í Malí. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Akufo-Adda sagðist ekki vilja hafa málaliðahópinn starfandi við landamæri Gana. Vera rússneskra málaliða í Búrkína Fasó hefur þó ekki verið staðfest. Búrkína Fasó Frakkland Tjad Níger Gana Rússland Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og nærri því tvær milljónir íbúa Búrkína Fasó hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Sahel svæðið er þurrt svæði suður af Shara eyðimörkinni. Valdarán í Malí, Tjad og Búrkína Faso eru sögð hafa grafið undan samskiptum Frakka við þau ríki og gefið vígamönnum á Sahel svæðinu byr undir báða vængi. Frakkar hafa verið með um fjögur hundruð sérsveitarmenn í Búrkína Fasó á grundvelli samkomulags frá 2018. Því samkomulagi hefur verið rift af Ibrahim Traore, leiðtoga herforingjastjórnarinnar, en hann hefur sagst tilbúinn til að vinna með öðrum ríkjum en Frakklandi og þá sérstaklega Rússlandi. Frakkar fluttu í fyrra hermenn sína frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina þar. Í heildina eru Frakkar með um þrjú þúsund hermenn á Sahel svæðinu en flestir eru í Tjad og Níger. Núverandi herforingjastjórn Búrkína Fasó rændi í fyrra völdum af annarri herforingjastjórn sem tekið hafði völd af ríkisstjórn landsins skömmu áður. Báðar herforingjastjórnirnar gerðu það á þeim grundvelli að fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki gert nóg til að binda enda á átökin í landinu. Herforingjastjórn Búrkína Fasó hefur ekki stjórn á um þriðjungi landsins, samkvæmt frétt France24. Í byrjun mánaðarins skipaði herforingjastjórn Búrkína Fasó sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Skömmu áður hafði mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í ríkinu verið gert að fara. Nana Akufo-Addo, forseti Gana, sakaði Traore í desember um að hafa skrifað undir samning við Wagner Group, mjög svo umdeildan málaliðahóp frá Rússlandi, sem Bandaríkin hafa skilgreint sem alþjóðleg glæpasamtök og sakaður hefur verið um margvísleg ódæði, meðal annars í Malí. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Akufo-Adda sagðist ekki vilja hafa málaliðahópinn starfandi við landamæri Gana. Vera rússneskra málaliða í Búrkína Fasó hefur þó ekki verið staðfest.
Búrkína Fasó Frakkland Tjad Níger Gana Rússland Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira