Lögmaður Gunnars dregur í efa að biskup sé biskup Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. janúar 2023 06:49 Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Vísir/Baldur Hrafnkell Jónsson Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, hefur sent erindi á Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, þar sem hún óskar eftir því að Drífa úrskurði um hæfi biskups til að taka ákvarðanir um Gunnar. Frá þessu greinir Morgunblaðið. Gunnar var látinn fara úr Digranesprestakalli í kjölfar ásakana um kynferðislega og kynbundna áreitni og einelti. Teymi á vegum Þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði tíu sinnum gerst brotlegur við reglur kirkjunnar. Í erindi lögmannsins til Drífu segir hins vegar að Agnes M. Sigurðardóttir biskup hafi verið skipuð í embætti af forseta Íslands til fimm ára frá og með 1. júlí 2012 en í lok þess skipunartíma hafi skipunartíminn framlengst sjálfkrafa um önnur fimm ár, til 30. júní 2022. Frá þeim tíma hafi hún ekki verið endurkjörin og skorti að lögum umboð til að gegna embætti biskups. Segir Auður Björg engu breyta að á kirkjuþingi 2021-2022 hafi sú breyting orðið á reglum um kosningu biskups að kjörtímabil hans sé sex ár. Það leiði ekki til þess að skipunartíminn framlengist sjálfkrafa. „Verður biskup að sækja endurnýjað umboð sitt á grundvelli kjörs samkvæmt áðurnefndum starfsreglum,“ segir í erindi lögmannsins, sem krefst þess að annar vígslubiskupanna taki við máli Gunnars. Þess má geta að sóknarnefnd Digraneskirkju hefur lýst yfir vilja til að fá Gunnar aftur til starfa og þá hefur fjöldi starfsmanna látið af störfum við kirkjuna frá því að málið kom upp. Málið varð einnig til þess að formaður Prestafélagsins neyddist til að segja af sér. Kópavogur Kynferðisofbeldi MeToo Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. Gunnar var látinn fara úr Digranesprestakalli í kjölfar ásakana um kynferðislega og kynbundna áreitni og einelti. Teymi á vegum Þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði tíu sinnum gerst brotlegur við reglur kirkjunnar. Í erindi lögmannsins til Drífu segir hins vegar að Agnes M. Sigurðardóttir biskup hafi verið skipuð í embætti af forseta Íslands til fimm ára frá og með 1. júlí 2012 en í lok þess skipunartíma hafi skipunartíminn framlengst sjálfkrafa um önnur fimm ár, til 30. júní 2022. Frá þeim tíma hafi hún ekki verið endurkjörin og skorti að lögum umboð til að gegna embætti biskups. Segir Auður Björg engu breyta að á kirkjuþingi 2021-2022 hafi sú breyting orðið á reglum um kosningu biskups að kjörtímabil hans sé sex ár. Það leiði ekki til þess að skipunartíminn framlengist sjálfkrafa. „Verður biskup að sækja endurnýjað umboð sitt á grundvelli kjörs samkvæmt áðurnefndum starfsreglum,“ segir í erindi lögmannsins, sem krefst þess að annar vígslubiskupanna taki við máli Gunnars. Þess má geta að sóknarnefnd Digraneskirkju hefur lýst yfir vilja til að fá Gunnar aftur til starfa og þá hefur fjöldi starfsmanna látið af störfum við kirkjuna frá því að málið kom upp. Málið varð einnig til þess að formaður Prestafélagsins neyddist til að segja af sér.
Kópavogur Kynferðisofbeldi MeToo Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira