Hálkuvarnirnar fuku af í óveðrinu, landgangur mögulega ónýtur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. janúar 2023 20:01 Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að félagið muni fara yfir með flugfélaginu Icelandair hvað olli því að flugvél félagsins losnaði af festingum og lenti á landgangi við Leifsstöð í gær. Vísir Mikið tjón varð þegar flugvél Icelandair rakst á landgang á Keflavíkurflugvelli í gær, landgangurinn er mögulega ónýtur og vængur vélarinnar skemmdur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að atvikið verði rannsakað. Veðurofsinn hafi verið slíkur að hálkuvarnir hafi fokið af vellinum í gær. Flugvél Icelandair losnaði af festingu í ofsaveðrinu sem var á Keflavíkurflugvelli í gær og rakst á landgang sem er í umsjón Isavia. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að óvenjulegar aðstæður hafi skapast á vellinum í gær. „Við og Icelandair þurfum að fara yfir hvað olli því nákvæmlega að þetta gerðist. Landgangurinn er töluvert skemmdur og verið að kanna hvort hann sé mögulega ónýtur. Það þarf að skoða hvernig þetta vildi til en vissulega voru aðstæður á vellinum þannig að það var mikil ísing og hálka og rok,“ segir Guðjón. Þá hafi hálkuvarnir hreinlega fokið af. „Í einhverjum tilvikum var vindurinn það mikill að efni sem við settum niður á brautir og stæður fauk út í veður og vind,“ segir Guðjón. Framkvæmdastjóri hjá Icelandair sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að svona atvik hafi komið upp áður. Vængur flugvélarinnar sem rakst í landganginn sé líka skemmdur. Isavia fundaði með rekstraraðilum vegna slæmrar veðurspár Guðjón segir að Isavia hafi fundað með rekstraraðilum strax á laugardagskvöld en þá hafði Veðurstofan gefið út viðvaranir fyrir svæðið. Samkvæmt upplýsingum þaðan var gefin út flaggspá á laugardagskvöldinu fyrir Isavía þar sem spáð var vindhraða yfir fimmtíu hnútum á vellinum frá klukkan sex á sunnudagsmorgninum og fram eftir degi. „Við upplýsum flugfélögin nákvæmlega um hver staðan er út frá því veðri sem er yfirvofandi hverju sinni ef útlit er fyrir að það hafi áhrif á starfsemina. Á endanum er það ákvörðun flugfélaganna hvernig þau haga sinni áætlun,“ segir Guðjón. Icelandair ákvað að halda áætlun og lenti átta flugvélum sem voru að koma frá Bandaríkjunum á vellinum snemma í gærmorgun. Farþegar tveggja þeirra komust inn í Leifsstöð en átta hundruð farþegar sex véla sátu fastir mest í næstum tólf tíma vegna veðursins. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem flugsamgöngur raskast út af veðri en Reykjanesbraut lokaðist í desember. Starfshópur innviðaráðherra um úrbætur skilaði af sér í dag en meðal þess sem kemur fram er að Vegagerðinni er nú heimilt að fjarlægja ökutæki sem hindra snjómokstur og skilgreina á varaleiðir komi til lokunar á Reykjanesbraut. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Flugvél Icelandair losnaði af festingu í ofsaveðrinu sem var á Keflavíkurflugvelli í gær og rakst á landgang sem er í umsjón Isavia. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að óvenjulegar aðstæður hafi skapast á vellinum í gær. „Við og Icelandair þurfum að fara yfir hvað olli því nákvæmlega að þetta gerðist. Landgangurinn er töluvert skemmdur og verið að kanna hvort hann sé mögulega ónýtur. Það þarf að skoða hvernig þetta vildi til en vissulega voru aðstæður á vellinum þannig að það var mikil ísing og hálka og rok,“ segir Guðjón. Þá hafi hálkuvarnir hreinlega fokið af. „Í einhverjum tilvikum var vindurinn það mikill að efni sem við settum niður á brautir og stæður fauk út í veður og vind,“ segir Guðjón. Framkvæmdastjóri hjá Icelandair sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að svona atvik hafi komið upp áður. Vængur flugvélarinnar sem rakst í landganginn sé líka skemmdur. Isavia fundaði með rekstraraðilum vegna slæmrar veðurspár Guðjón segir að Isavia hafi fundað með rekstraraðilum strax á laugardagskvöld en þá hafði Veðurstofan gefið út viðvaranir fyrir svæðið. Samkvæmt upplýsingum þaðan var gefin út flaggspá á laugardagskvöldinu fyrir Isavía þar sem spáð var vindhraða yfir fimmtíu hnútum á vellinum frá klukkan sex á sunnudagsmorgninum og fram eftir degi. „Við upplýsum flugfélögin nákvæmlega um hver staðan er út frá því veðri sem er yfirvofandi hverju sinni ef útlit er fyrir að það hafi áhrif á starfsemina. Á endanum er það ákvörðun flugfélaganna hvernig þau haga sinni áætlun,“ segir Guðjón. Icelandair ákvað að halda áætlun og lenti átta flugvélum sem voru að koma frá Bandaríkjunum á vellinum snemma í gærmorgun. Farþegar tveggja þeirra komust inn í Leifsstöð en átta hundruð farþegar sex véla sátu fastir mest í næstum tólf tíma vegna veðursins. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair sagði í fréttum Bylgjunnar í hádeginu að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem flugsamgöngur raskast út af veðri en Reykjanesbraut lokaðist í desember. Starfshópur innviðaráðherra um úrbætur skilaði af sér í dag en meðal þess sem kemur fram er að Vegagerðinni er nú heimilt að fjarlægja ökutæki sem hindra snjómokstur og skilgreina á varaleiðir komi til lokunar á Reykjanesbraut.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira