Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2023 08:33 Joe Biden var ekki heima á meðan húsleitin stóð yfir. AP/Susan Walsh Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. Biden leyfði rannsakendum að leita á heimili hans, eftir að sérstakur rannsakandi var skipaður til að rannsaka meðhöndlun forsetans á leynilegum skjölum. Slík skjöl höfðu áður fundist á á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en þau eru frá þeim tíma er Biden var varaforseti Baracks Obama og þess tíma þegar hann var öldungadeildarþingmaður. Lögum samkvæmt hefði Biden átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar Obama lét af embætti forseta og Biden af embætti varaforseta. Sjá einnig: Lögmenn finna enn fleiri leyniskjöl hjá Biden AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni Bidens að húsleitin á föstudaginn hafi tekið nærri því þrettán tíma. Lögmaðurinn sagði að ekki væri komið í ljós hvort skjölin væru enn leynileg og hversu mikilvæg þau væru. Það ætti eftir að koma í ljós við rannsókn. Fréttaveitan segir einnig að rannsóknin á skjölum í fórum Bidens flæki yfirstandandi rannsókn Dómsmálaráðuneytisins á Donald Trump. Hann tók hundruð leynilegra skjala með sér úr Hvíta húsinu 2021 og neitaði að skila þeim í marga mánuði. Þá þurftu rannsakendur FBI að verða sér út um leitarheimild á heimili Trumps í Flórída þar sem mikið magn leynilegra skjala fannst. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Það var 2. nóvember sem lögmenn Bidens fundu fyrst „lítið magn“ leynilegra skjala í læstum skáp á einkaskrifstofu Bidens. Skjölin voru komin til Þjóðskjalasafnsins degi seinna. Fleiri skjöl fundust í bílskúr Bidens þann 20. desember. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá frekari skjalafundum sem Hvíta húsið viðurkenndi í janúar. Í yfirlýsingu sem birt var þann 14. janúar sagði að fimm blaðsíður sem merktar væru sem leynilegar hefðu fundist í geymslu inn af bílskúr Bidens og að skjölin hefðu fundist þann 12. janúar. Fleiri skjöl fundust svo á föstudaginn. Í heildina er um að ræða tiltölulega fáar blaðsíður og Biden og lögmenn hans hafa unnið með rannsakendum og Þjóðskjalasafninu en málið þykir þó hið vandræðalegasta fyrir Biden, sem hefur verið mjög gagnrýninn á Trump vegna máls hans. Mikill munur er þó á málunum tveimur. AP segir að aðili þurfi vísvitandi að taka skjöl án heimildar til að glæpur hafi verið framinn. Biden hefur lýst yfir furðu sinni á að leynileg skjöl hafi fundist í vörslu hans. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Biden leyfði rannsakendum að leita á heimili hans, eftir að sérstakur rannsakandi var skipaður til að rannsaka meðhöndlun forsetans á leynilegum skjölum. Slík skjöl höfðu áður fundist á á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en þau eru frá þeim tíma er Biden var varaforseti Baracks Obama og þess tíma þegar hann var öldungadeildarþingmaður. Lögum samkvæmt hefði Biden átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar Obama lét af embætti forseta og Biden af embætti varaforseta. Sjá einnig: Lögmenn finna enn fleiri leyniskjöl hjá Biden AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni Bidens að húsleitin á föstudaginn hafi tekið nærri því þrettán tíma. Lögmaðurinn sagði að ekki væri komið í ljós hvort skjölin væru enn leynileg og hversu mikilvæg þau væru. Það ætti eftir að koma í ljós við rannsókn. Fréttaveitan segir einnig að rannsóknin á skjölum í fórum Bidens flæki yfirstandandi rannsókn Dómsmálaráðuneytisins á Donald Trump. Hann tók hundruð leynilegra skjala með sér úr Hvíta húsinu 2021 og neitaði að skila þeim í marga mánuði. Þá þurftu rannsakendur FBI að verða sér út um leitarheimild á heimili Trumps í Flórída þar sem mikið magn leynilegra skjala fannst. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Það var 2. nóvember sem lögmenn Bidens fundu fyrst „lítið magn“ leynilegra skjala í læstum skáp á einkaskrifstofu Bidens. Skjölin voru komin til Þjóðskjalasafnsins degi seinna. Fleiri skjöl fundust í bílskúr Bidens þann 20. desember. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá frekari skjalafundum sem Hvíta húsið viðurkenndi í janúar. Í yfirlýsingu sem birt var þann 14. janúar sagði að fimm blaðsíður sem merktar væru sem leynilegar hefðu fundist í geymslu inn af bílskúr Bidens og að skjölin hefðu fundist þann 12. janúar. Fleiri skjöl fundust svo á föstudaginn. Í heildina er um að ræða tiltölulega fáar blaðsíður og Biden og lögmenn hans hafa unnið með rannsakendum og Þjóðskjalasafninu en málið þykir þó hið vandræðalegasta fyrir Biden, sem hefur verið mjög gagnrýninn á Trump vegna máls hans. Mikill munur er þó á málunum tveimur. AP segir að aðili þurfi vísvitandi að taka skjöl án heimildar til að glæpur hafi verið framinn. Biden hefur lýst yfir furðu sinni á að leynileg skjöl hafi fundist í vörslu hans.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira