Ábending til stjórnar Starfsgreinasambandsins: Leysið hnútinn. Víkið óttanum frá SA Birgir Dýrfjörð skrifar 20. janúar 2023 17:02 Það er öllum ljóst, sem fylgst hafa með nýgerðum kjarasamningum að talsmenn Samtaka Atvinnulífsins (SA) fullyrða að ekki sé hægt að semja við Eflingu um önnur kjör en þau, sem SA hefur nú þegar samið um við Starfsgreinasambandið. (SGS) Ef þeir gera skárri samning við Eflingu, þá gæti SGS gert kröfu um , að taka upp samningana, sem Samtök Atvinnulífsins hafa nýlega lokið við. SA hafi heitið SGS trúnaði við þá kröfu. Af þeim ástæðum sé ekki hægt að semja við láglaunafólkið í Eflingu. Það muni leiða til kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Ratar hann ekki heim? Spurt er. Munu kjör fólks í SGS rýrna, ef láglaunafólki í Eflingu tekst að kría út staðaruppbót? Mun kaupmáttur þess rýrna takist Eflingu að knýja fram lög, sem hamla gegn siðlausri húsaleigu? Vilhjálmur Birgisson hefur marg lýst því yfir og lofað að, hann muni ekki skipta sér af samningum Eflingar við Samtök Atvinnulífsins. Af hverju kemur hann þá á ögurstundu, og stígur fram fyrir skjöldu, og undir högg til varnar SA? Af hverju hæðist hann að rökstuddum kröfum Eflingar um þörf á staðaruppbót? Af hverju hæðist hann, að Eflingu, og spyr hvort hún vilji láta greiða laun eftir póstnúmerum? Er stjórn SGS hrædd við, að Efling nái betri samningi en hún sjálf við SA? Af hverju leggst gæðasálin, Vilhjálmur Birgisson í þetta fleti? Ratar hann ekki heim? Eftirmáli: Samtök atvinnulífsins fullyrða að ekki sé hægt að mæta kröfum Eflingar um staðaruppbót. Því að, þá komi önnur félög með kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Komi sú krafa frá stjórn SGS, þá sé SA bundið trúnaði, um það, að verða við henni. Stjórn SGS getur því auðveldað lausn deilunnar. Hún þarf aðeins, að senda yfirlýsingu til SA um það, að Starfsgreinasambandið muni ekki krefjast nýrra samninga þó samið verði við Eflingu. Með slíka yfirlýsingu í höndum geta Samtök Atvinnulífsins verið óhrædd, að ræða og gera samninga við Eflingu, án þess að rjúfa trúnað og óttast, að aðrir samningar fari úr böndunum. Spurningin er. Vill stjórn SGS hjálpa lægst launuðu stéttinni, að bæta kjör sín? já eða nei. Höfundur er rafvirki og virkur félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Birgir Dýrfjörð Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er öllum ljóst, sem fylgst hafa með nýgerðum kjarasamningum að talsmenn Samtaka Atvinnulífsins (SA) fullyrða að ekki sé hægt að semja við Eflingu um önnur kjör en þau, sem SA hefur nú þegar samið um við Starfsgreinasambandið. (SGS) Ef þeir gera skárri samning við Eflingu, þá gæti SGS gert kröfu um , að taka upp samningana, sem Samtök Atvinnulífsins hafa nýlega lokið við. SA hafi heitið SGS trúnaði við þá kröfu. Af þeim ástæðum sé ekki hægt að semja við láglaunafólkið í Eflingu. Það muni leiða til kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Ratar hann ekki heim? Spurt er. Munu kjör fólks í SGS rýrna, ef láglaunafólki í Eflingu tekst að kría út staðaruppbót? Mun kaupmáttur þess rýrna takist Eflingu að knýja fram lög, sem hamla gegn siðlausri húsaleigu? Vilhjálmur Birgisson hefur marg lýst því yfir og lofað að, hann muni ekki skipta sér af samningum Eflingar við Samtök Atvinnulífsins. Af hverju kemur hann þá á ögurstundu, og stígur fram fyrir skjöldu, og undir högg til varnar SA? Af hverju hæðist hann að rökstuddum kröfum Eflingar um þörf á staðaruppbót? Af hverju hæðist hann, að Eflingu, og spyr hvort hún vilji láta greiða laun eftir póstnúmerum? Er stjórn SGS hrædd við, að Efling nái betri samningi en hún sjálf við SA? Af hverju leggst gæðasálin, Vilhjálmur Birgisson í þetta fleti? Ratar hann ekki heim? Eftirmáli: Samtök atvinnulífsins fullyrða að ekki sé hægt að mæta kröfum Eflingar um staðaruppbót. Því að, þá komi önnur félög með kröfu um upptöku á nýgerðum samningum. Komi sú krafa frá stjórn SGS, þá sé SA bundið trúnaði, um það, að verða við henni. Stjórn SGS getur því auðveldað lausn deilunnar. Hún þarf aðeins, að senda yfirlýsingu til SA um það, að Starfsgreinasambandið muni ekki krefjast nýrra samninga þó samið verði við Eflingu. Með slíka yfirlýsingu í höndum geta Samtök Atvinnulífsins verið óhrædd, að ræða og gera samninga við Eflingu, án þess að rjúfa trúnað og óttast, að aðrir samningar fari úr böndunum. Spurningin er. Vill stjórn SGS hjálpa lægst launuðu stéttinni, að bæta kjör sín? já eða nei. Höfundur er rafvirki og virkur félagi í Samfylkingunni.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar