Skólagjöldin að sliga listnema Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2023 13:42 Fríða Björk Ingvarsdóttir er rektor Listaháskóla Íslands en nemendur þar krefjast útskýringa á því hvers vegna skólagjöld séu hækkuð árlega. vísir/bjarni Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum. Nemendurnir krefja stjórn skólans svara og vilja vita hvernig á því standi að skólagjöldin hækki árlega án nokkurra útskýringa: Hvað skýri þá hækkun? „Til dæmis greiddu nemendur skólans sem eru nú á öðru ári 298 þúsund krónur á önn fyrsta árið sitt í skólanum. Nú er ljóst að næsta haust verða þau gjöld orðin 340 þúsund krónur.“ Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum er rakið að í heimsfaraldri Covid19 hafi hagnaður Listaháskólans, samkvæmt ársreikningi skólans, verið 138 milljónir króna og eigið fé 91 milljón. Skólanum var þá lokað og nemendum meinaður aðgangur. En kennarar hafi af mikilli ósérhlífni hagað námskeiðahaldi sínu að teknu tilliti til aðstæðna. Íslenskir námsmenn steypi sér í skuldir Spurt er hvers vegna ekki hafi verið tekin sú ákvörðun þá að styðja við bak nemenda með afslætti á skólagjöldum líkt og margir erlendir listaháskólar gerðu? „Hluti af skólagjöldum okkar fer að öllum líkindum í einhverja þá hluti sem lögðust af á þessum tíma, er hluti af þessum 138 m.kr. þá ekki peningur nemenda? Það væri því ágætt að fá nákvæmar upplýsingar um það hvert þessi hækkandi upphæð, sem við greiðum skólanum tvisvar á ári er að fara? Fá fyrirtæki myndu boða til sambærilegra verðhækkana án útskýringa eða sérstakrar tilkynningar þess efnis,“ segir í bréfinu. Í bréfi sem nemar við Listaháskóla Íslands hafa sent skólastjórn kemur fram að stuðningur við listnema í nágrannalöndum sé miklu meiri en er á Íslandi.vísir/vilhelm Þá er því velt upp hvort skólagjöld Listaháskólans séu að upplagi of há en samkvæmt upplýsingum sem finna má á síðu Stúdentaráðs Háskóla Íslands eru skólagjöld á Íslandi ekki á pari við það sem þekkist meðal nágranna okkar á Norðurlöndunum né tekjur nemenda. „Sú er staðreyndin að hluti nemenda skuldsetur sig á meðan á námi stendur og því er fjárhagslegt öryggi þeirra til frambúðar ekki tryggt hérlendis.“ Íslenskir stúdentar fá miklu minni stuðning en nágrannar okkar Þá er bent á í bréfinu að 71 prósent íslenskra stúdenta vinni samhliða námi. Af þeim eru 72 prósent íslenskra stúdenta sem vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að stunda nám. Í samanburði við Norðurlöndin skora íslenskir stúdentar þar hæst. Fullyrt er að rúm 30 prósent stúdenta eigi við fjárhagslega örðugleika að stríða og fjórðungur þeirra telur að vinna samhliða námi hafi neikvæð áhrif á námsárangurinn. „Samkvæmt árstölum eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því um 1,7 milljónum krónum minna. Raunin er því sú að fjárhagslegur stuðningur við fólk í námi er af skornum skammti miðað við önnur Norðurlönd.“ Undir bréfið skrifar Valgerður Birna Jónsdóttir fyrir hönd nemenda en jafnframt fylgir skjal með nöfnum þeirra. Stjórnsýsla Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Nemendurnir krefja stjórn skólans svara og vilja vita hvernig á því standi að skólagjöldin hækki árlega án nokkurra útskýringa: Hvað skýri þá hækkun? „Til dæmis greiddu nemendur skólans sem eru nú á öðru ári 298 þúsund krónur á önn fyrsta árið sitt í skólanum. Nú er ljóst að næsta haust verða þau gjöld orðin 340 þúsund krónur.“ Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum er rakið að í heimsfaraldri Covid19 hafi hagnaður Listaháskólans, samkvæmt ársreikningi skólans, verið 138 milljónir króna og eigið fé 91 milljón. Skólanum var þá lokað og nemendum meinaður aðgangur. En kennarar hafi af mikilli ósérhlífni hagað námskeiðahaldi sínu að teknu tilliti til aðstæðna. Íslenskir námsmenn steypi sér í skuldir Spurt er hvers vegna ekki hafi verið tekin sú ákvörðun þá að styðja við bak nemenda með afslætti á skólagjöldum líkt og margir erlendir listaháskólar gerðu? „Hluti af skólagjöldum okkar fer að öllum líkindum í einhverja þá hluti sem lögðust af á þessum tíma, er hluti af þessum 138 m.kr. þá ekki peningur nemenda? Það væri því ágætt að fá nákvæmar upplýsingar um það hvert þessi hækkandi upphæð, sem við greiðum skólanum tvisvar á ári er að fara? Fá fyrirtæki myndu boða til sambærilegra verðhækkana án útskýringa eða sérstakrar tilkynningar þess efnis,“ segir í bréfinu. Í bréfi sem nemar við Listaháskóla Íslands hafa sent skólastjórn kemur fram að stuðningur við listnema í nágrannalöndum sé miklu meiri en er á Íslandi.vísir/vilhelm Þá er því velt upp hvort skólagjöld Listaháskólans séu að upplagi of há en samkvæmt upplýsingum sem finna má á síðu Stúdentaráðs Háskóla Íslands eru skólagjöld á Íslandi ekki á pari við það sem þekkist meðal nágranna okkar á Norðurlöndunum né tekjur nemenda. „Sú er staðreyndin að hluti nemenda skuldsetur sig á meðan á námi stendur og því er fjárhagslegt öryggi þeirra til frambúðar ekki tryggt hérlendis.“ Íslenskir stúdentar fá miklu minni stuðning en nágrannar okkar Þá er bent á í bréfinu að 71 prósent íslenskra stúdenta vinni samhliða námi. Af þeim eru 72 prósent íslenskra stúdenta sem vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að stunda nám. Í samanburði við Norðurlöndin skora íslenskir stúdentar þar hæst. Fullyrt er að rúm 30 prósent stúdenta eigi við fjárhagslega örðugleika að stríða og fjórðungur þeirra telur að vinna samhliða námi hafi neikvæð áhrif á námsárangurinn. „Samkvæmt árstölum eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því um 1,7 milljónum krónum minna. Raunin er því sú að fjárhagslegur stuðningur við fólk í námi er af skornum skammti miðað við önnur Norðurlönd.“ Undir bréfið skrifar Valgerður Birna Jónsdóttir fyrir hönd nemenda en jafnframt fylgir skjal með nöfnum þeirra.
Stjórnsýsla Háskólar Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira