Bæjarstjórn sem ekkert hlustar eða gerir Daníel Guðrúnarson Hrafnkelsson skrifar 17. janúar 2023 07:32 Nú fóru fram mótmæli þann 15. desember 2022 og bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur ekki ennþá hlustað á okkur. Bæjarstjórnin er föst á því að byggja Samfélagsmiðstöð sem verður á neðstu hæð íbúðarblokkar. Í samfélagsmiðstöðinni verður frístundamiðstöðin Þorpið sem er tómstundastarf fyrir börn og ungmenni. Hvað eiga börn og fatlaðir sameiginlegt? Ekki neitt. Fötluðum hefur oft á tíðum verið strítt af börnum og hefur það marg oft sýnt sig að börn og fatlaðir eiga ekkert sameiginlegt. Áður en fyrrum húsnæði Fjöliðjunnar brann voru teikningar gerðar af tilvonandi stækkun á húsnæðinu. Hvers vegna eru þær teikningar ekki notaðar við byggingu á nýja húsnæðinu? Bæjarstjórn hefur ennþá tíma til að endurskoða ákvörðun sína varðandi húsnæði fyrir Fjöliðjuna og framkvæma frekar upprunalega ákvörðun um stækkun á Dalbrautinni. Önnur lausn er að Akraneskaupstaður kaupi allt húsnæðið á Smiðjuvöllum 28, þar sem starfsemi Fjöliðjunnar er að hluta til í núna. Flöskumóttakan og Búkolla yrðu þá vel staðsettar með gott aðgengi fyrir íbúa bæjarins. Með þessu fyrirkomulagi gætu allir starfsmenn Fjöliðjunnar starfað saman undir sama þaki og allir væru glaðir. Það særir okkur að það standi til að slíta okkur samstarfsfélagana í sundur. Væri það ekki frábær lausn að bærinn keypti Smiðjuvelli 28? Ég myndi segja það, en bæjarstjórnin þykist vita betur og meira en við sem vinnum í Fjöliðjunni. Mér var sagt að fulltrúar bæjarstjórnar sinna einnig öðrum störfum en ég legg til að þeir kynni sér almennilega starfsemi Fjöliðjunnar með því að vinna í 2-3 daga hjá okkur. Eins og staðan er núna er starfsemi Fjöliðjunnar í tveimur húsnæðum sem hefur verið okkur virkilega erfitt. Til stóð að það fyrirkomulag yrði tímabundið en miðað við áætlun bæjarstjórnar verður það varanlegt. Hvernig er kostnaðurinn við að vera í tveimur húsnæðum minni en að leyfa okkur að vera öllum saman í einu húsnæði? Hvernig væri að við skagamenn færum að sýna samstöðu og láta í okkur heyra? Eða er ykkur alveg sama um starfsemina okkar? Höfundur er starfsmaður Fjöliðjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akranes Mest lesið Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Nú fóru fram mótmæli þann 15. desember 2022 og bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur ekki ennþá hlustað á okkur. Bæjarstjórnin er föst á því að byggja Samfélagsmiðstöð sem verður á neðstu hæð íbúðarblokkar. Í samfélagsmiðstöðinni verður frístundamiðstöðin Þorpið sem er tómstundastarf fyrir börn og ungmenni. Hvað eiga börn og fatlaðir sameiginlegt? Ekki neitt. Fötluðum hefur oft á tíðum verið strítt af börnum og hefur það marg oft sýnt sig að börn og fatlaðir eiga ekkert sameiginlegt. Áður en fyrrum húsnæði Fjöliðjunnar brann voru teikningar gerðar af tilvonandi stækkun á húsnæðinu. Hvers vegna eru þær teikningar ekki notaðar við byggingu á nýja húsnæðinu? Bæjarstjórn hefur ennþá tíma til að endurskoða ákvörðun sína varðandi húsnæði fyrir Fjöliðjuna og framkvæma frekar upprunalega ákvörðun um stækkun á Dalbrautinni. Önnur lausn er að Akraneskaupstaður kaupi allt húsnæðið á Smiðjuvöllum 28, þar sem starfsemi Fjöliðjunnar er að hluta til í núna. Flöskumóttakan og Búkolla yrðu þá vel staðsettar með gott aðgengi fyrir íbúa bæjarins. Með þessu fyrirkomulagi gætu allir starfsmenn Fjöliðjunnar starfað saman undir sama þaki og allir væru glaðir. Það særir okkur að það standi til að slíta okkur samstarfsfélagana í sundur. Væri það ekki frábær lausn að bærinn keypti Smiðjuvelli 28? Ég myndi segja það, en bæjarstjórnin þykist vita betur og meira en við sem vinnum í Fjöliðjunni. Mér var sagt að fulltrúar bæjarstjórnar sinna einnig öðrum störfum en ég legg til að þeir kynni sér almennilega starfsemi Fjöliðjunnar með því að vinna í 2-3 daga hjá okkur. Eins og staðan er núna er starfsemi Fjöliðjunnar í tveimur húsnæðum sem hefur verið okkur virkilega erfitt. Til stóð að það fyrirkomulag yrði tímabundið en miðað við áætlun bæjarstjórnar verður það varanlegt. Hvernig er kostnaðurinn við að vera í tveimur húsnæðum minni en að leyfa okkur að vera öllum saman í einu húsnæði? Hvernig væri að við skagamenn færum að sýna samstöðu og láta í okkur heyra? Eða er ykkur alveg sama um starfsemina okkar? Höfundur er starfsmaður Fjöliðjunnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar