Nemendur mega taka sér blund í Keili Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2023 20:04 Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, sem er að gera mjög góða hluti í Keili með sínu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nám í Keili á Suðurnesjunum er alltaf að verða vinsælla og vinsælla en nú eru þar um átta hundruð nemendur í fjölbreyttu námi. Mikil áhersla er á huggulegt umhverfi í kennslustofum og gefst nemendum meira að segja kostur á að halla sér út af í kennslutímum og taka sér fimm mínútna blund ef svo ber undir. Keilir, sem er með starfsstöð sína á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli skipar mikilvægan sess í menntakerfinu en áhugi á námi í skólanum er alltaf að aukast og aukast. Lögð er áhersla á að taka vel á móti nemendum og tryggja að þeir fái kennslu eins og best verður á kosið með kennurum sínum. Fjögur kennslusvið eru í Keili með mjög ólíkum áherslum. „Og svo er það í raun og veru okkar hryggjarstykki, sem hefur verið með okkur frá upphafi en það er háskólabrúin. Háskólabrúin er aðfaranám fyrir háskólanám, eða ígildi stúdentsprófs,“ segir Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis og heldur áfram. „Það hefur alltaf verið mjög góða aðsókn að skólanum. Við höfum verið óhrædd við það að leita okkur að sérstöðu í námsbrautum en líka í sérstöðu hvað varðar vinnuaðferðir í kennslu og námi og aðstöðu.“ Já, það vekur athygli í Keili að þar eru bekkir þar sem nemendur geta lagt sig eða jafnvel bara legið og lært í leiðinni eða hlustað á kennarann. En sofna þá nemendur ekki þarna? „Það er undantekningar tilvik en við gerum enga athugasemd við það þó fólk taki sér fimm mínútna blund,“ segir Nanna Kristjana. Nemendur geta hallað sér og jafnvel tekið sér smá blund á þessum sófum eða bekkjum skólans. Engin athugasemd er gerð við það ef nemendur sofna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nanna segist vera mjög ánægð með alla aðstöðu í skólanum. „Já, við erum virkilega stolt af aðstöðunni okkar enda höfum við lagt mikla pælingu og hugsun í það í starfsmannahópnum í heild sinni. Og við höfum velt því fyrir okkur hvernig vinnur fólk best og það er auðvitað ef því líður vel. Þar spilar það alveg stóra rullu að þú komir inn í aðstæður þar sem að þér líður vel.“ Kennslustofurnar í Keili eru mjög heimilislegar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig sér Nanna framtíð skólans næstu árin ? „Það er engin spurning að við eigum eftir að stækka og vaxa og við erum að fara að þróa sérstaklega okkar tækniáherslur, við höfum alltaf verið framarlega hvað það varðar, eins og í tengslum við vendi námið en í Keili eigum við eftir að setja einn meiri fókus á þau mál,“ segir Nanna Kristjana. Um 800 nemendur stunda í dag nám í Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Keilir, sem er með starfsstöð sína á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli skipar mikilvægan sess í menntakerfinu en áhugi á námi í skólanum er alltaf að aukast og aukast. Lögð er áhersla á að taka vel á móti nemendum og tryggja að þeir fái kennslu eins og best verður á kosið með kennurum sínum. Fjögur kennslusvið eru í Keili með mjög ólíkum áherslum. „Og svo er það í raun og veru okkar hryggjarstykki, sem hefur verið með okkur frá upphafi en það er háskólabrúin. Háskólabrúin er aðfaranám fyrir háskólanám, eða ígildi stúdentsprófs,“ segir Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis og heldur áfram. „Það hefur alltaf verið mjög góða aðsókn að skólanum. Við höfum verið óhrædd við það að leita okkur að sérstöðu í námsbrautum en líka í sérstöðu hvað varðar vinnuaðferðir í kennslu og námi og aðstöðu.“ Já, það vekur athygli í Keili að þar eru bekkir þar sem nemendur geta lagt sig eða jafnvel bara legið og lært í leiðinni eða hlustað á kennarann. En sofna þá nemendur ekki þarna? „Það er undantekningar tilvik en við gerum enga athugasemd við það þó fólk taki sér fimm mínútna blund,“ segir Nanna Kristjana. Nemendur geta hallað sér og jafnvel tekið sér smá blund á þessum sófum eða bekkjum skólans. Engin athugasemd er gerð við það ef nemendur sofna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nanna segist vera mjög ánægð með alla aðstöðu í skólanum. „Já, við erum virkilega stolt af aðstöðunni okkar enda höfum við lagt mikla pælingu og hugsun í það í starfsmannahópnum í heild sinni. Og við höfum velt því fyrir okkur hvernig vinnur fólk best og það er auðvitað ef því líður vel. Þar spilar það alveg stóra rullu að þú komir inn í aðstæður þar sem að þér líður vel.“ Kennslustofurnar í Keili eru mjög heimilislegar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig sér Nanna framtíð skólans næstu árin ? „Það er engin spurning að við eigum eftir að stækka og vaxa og við erum að fara að þróa sérstaklega okkar tækniáherslur, við höfum alltaf verið framarlega hvað það varðar, eins og í tengslum við vendi námið en í Keili eigum við eftir að setja einn meiri fókus á þau mál,“ segir Nanna Kristjana. Um 800 nemendur stunda í dag nám í Keili.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Skóla - og menntamál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira